Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 23
n Myndin segir í mestu satt og rétt frá sögu Úganda frá árinu 1971 til 1976. Þegar hún endar voru enn eftir þrjú ár af ógnarveldi Amins. Myndin er samt fremur lýsing á persónu en sagnfræðileg úttekt á sögu landsins. n Læknirinn dr. Carrigan er skáldsagnapersóna sem byggð er á bók með sama nafni og myndin. Persóna Idis Amin í myndinni, samviskulaus, óútreiknanleg og hálfsturluð á köflum, þykir hins vegar komast mjög nærri raunveruleikan- um. n Konan hans, Kay, var til og var í alvörunni drepin á hrottafenginn hátt. Það hefur hins vegar ekki verið upplýst hvort hún var staðin að framhjáhaldi. n Leikstjórinn Kevin McDonald segist vilja sýna Amin sem „frankensteinskt skrímsli sem Bretar vöktu upp“. Breski sendiherrann í Úganda er ekki alls kostar sáttur við þá söguskýringu. Hann segir Breta í engu hafa aðstoðað hann við að ná völdum. Né vill hann samþykkja að breskir embættismenn hafi hvatt til eða reynt að ráða hann af dögum. Enda ekki líklegt að Bretar myndu fúslega viður- kenna þetta hvernig svo sem allt atvikað- ist. Úganda er hluti af Breska samveldinu enn þann dag í dag. n Það er rétt að fólkið fagnaði þegar Idi Amin ruddi Obote úr sessi árið 1971. Það er líka rétt að það fagnaði þegar hann sjálfur flúði úr landi árið 1979. En það sem myndin sýnir ekki er að Obote komst aftur til valda og blóðbaðið var litlu minna næstu sex árin. Þegar hershöfðingjar steyptu Obote árið 1985, þá var enn fagnað, en skömmu seinna reis upp í staðinn Andspyrnuher drottins, sem ekki hefur enn lagt niður vopn. DV Helgarblað föstuDAgur 23. fEBrÚAr 2007 23 Blóðug valdatíð IdIs amIn Margir Úgandabúar segjast sáttir við kvikmyndina Last King of scotland þótt hún sýni tímabil í sögunni sem flestir vilja gleyma. tímabil þar sem vinir og ættingjar hurfu sporlaust og óttinn leyndist alls stað- ar. forsetinn Yoweri Museveni, sem sagðist ekki hafa farið í bíó frá því árið 1959, sagði myndina góða lýsingu á Idi Amin. flest- ar myndir hingað til hafi málað einhliða mynd af skrímsli en einmitt af því hann gat líka verið viðkunnanlegur gat hann komist upp með slík voðaverk í þetta langan tíma. Hann hafi verið óútreiknanlegur og lævís. Aðalleikarinn forest Whitaker hefur verið hlaðinn lofi og verðlaunum og þyk- ir líklegastur til að vinna óskarsverðlaun- in á sunnudagskvöldið fyrir hlutverk sitt. Myndin var öll tekin upp í Úganda og nutu kvikmyndagerðarmennirnir skatta- ívilnana og annarrar aðstoðar frá stjórn- inni. Museveni sagðist einnig vilja fá fleiri kvikmyndagerðarmenn til landsins. „Það er margt fleira sem heimurinn þarf að vita um Úganda, líkt og frelsisstríðið og fer- il Konys [leiðtoga Andspyrnuhers drott- ins].“ Kvikmynd vekur upp sárar minningar: Raunsönn lýsing á Idi Amin Eftirvænting í Úganda Almennar sýningar hefjast í dag í Úganda. Myndin er einnig frumsýnd hér á landi í dag. Last King of Scotland: SAtt og logIð Forest Whitaker Þykir líklegur til að hreppa Óskar fyrir túlkun sína á veruleikafirrtum Amin. Mörg Afríkulönd sunnan Sahara vilja nú fylgja fordæmi Úganda. Undir stjórn Yoweris Museveni forseta hef- ur efnahagur og menntun batnað og árangursrík barátta gegn alnæmi ver- ið háð. Þó að enn sé glímt við vanda- mál fara lífsgæði í landinu batnandi. Landið hefur verið að sigla fram úr lífsgæðameðaltali nágrannalandanna og náði árið 2005 þeim áfanga að telj- ast meðalþróað land. Á réttri leið Frá fyrri hluta tíunda áratugar síð- ustu aldar hefur hlutfall HIV- og al- næmissmitaðra á aldrinum 15-49 ára lækkað úr 11% í 6%. Þetta er árangur- inn af víðtækri áróðursherferð sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur meðal annars þátt í. Meðalald- urinn hefur í beinu framhaldi hækk- að um fjögur ár frá 2002. Þrátt fyrir þetta eru þó enn 41,6% líkur á því að nýfædd börn nái ekki 40 ára aldri eins og staðan er í dag. Menntakerfið hefur stórbatnað. Nú síðast á mánudag var byrjað að innrita nemendur í fría framhalds- skólamenntun, en slíkt stendur bestu nemendum grunnskólanna til boða. Um 33% fullorðinna eru samt ólæs, hafa aldrei gengið í skóla eða tap- að kunnáttunni og fæst börn halda áfram námi eftir barnaskóla. Stöðugleiki Musevenis Museveni hefur verið forseti lands- ins frá 1986, tæpan helming þeirra ára sem liðið hafa síðan landið fékk sjálf- stæði frá Bretum árið 1962. Ólíkt for- verum hans hefur ríkt sæmileg sátt um embættistíð hans í þjóðfélaginu. Hann og fylking hans eru hins vegar ekki laus við spillinguna sem gegn- sýrir stjórnmálalíf víða í Afríku. Aðr- ir stjórnmálaflokkar voru ekki leyfðir fyrr en árið 2005 og þá vegna þrýst- ings frá Evrópuríkjum sem hótuðu að hætta þróunaraðstoð við landið. Fyrstu fjölflokka kosningarnar voru haldnar fyrir réttu ári síðan, þar hlaut Museveni rúman helming atkvæða. Hæstiréttur landsins sagði hins vegar að um ójafnan leik væri að ræða, þó að niðurstöðurnar væru ekki ógiltar. Aðalkeppinautur Musevenis, Kizza Besigye, var handtekinn og ákærður fyrir landráð og nauðgun og sat í fang- elsi í einn og hálfan mánuð á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann var síðan sýknaður af báðum ákærum. Ofbeldi í nafni guðs Á svipuðum tíma og Museveni tók við forsetaembætti spratt upp skæru- liðahópur í Norður-Úganda sem hefur valdið einni alvarlegustu stríðsneyð í Afríku á síðustu árum. Menn Josephs Kony hafa á liðnum árum rænt börn- um til hernaðar og þrældóms, nauðg- að konum, limlest, pyntað og myrt undir heitinu Andspyrnuher drott- ins. Þeir flúðu til nágrannalandsins Austur-Kongó síðastliðið sumar þeg- ar samið hafði verið um vopnahlé. Nú er friðarferlið í uppnámi þar sem andspyrnuhermenn neita að mæta til viðræðna. Heimildir herma að flokkar Konys fari með eldi milli Afríkulanda, líkt og sagt var frá í gær. Allra leiða er hins vegar leitað til þess að halda við- ræðunum áfram, því á meðan á þeim stendur, helst friðurinn hjá fólkinu í Norður-Úganda. Flóttafólk í messu Margir flóttamannanna hafa getað snúið til síns heima á meðan á friðarviðræðum stendur við Andspyrnuher drottins. Viðræð- urnar eru hins vegar í uppnámi. Stöðugleiki og framfarir ein- kenna Úganda í dag en skugga- hliðarnar eru líka til staðar: Úganda á uppleIð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.