Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 2
föstudagur 23. febrúar 20072 Fréttir DV Már Gunnarsson er sjö ára lífs- glaður drengur. Hann á marga vini sem hann leikur sér við, honum gengur vel í nýja skólanum sínum og hefur aðlagast lífi í nýju landi á ótrúlegan hátt. Már er blindur. “Fimm manna fjölskylda þurfti að flýja land vegna þess að lögum og reglugerðum er ekki framfylgt hér á Íslandi,” segir Gunnar Már Másson, flugmaður, faðir Más. “Már fædd- ist með alvarlegan sjúkdóm í augn- botnum sem gerði það að verkum að nú er hann blindur. Sérfræðingar í málefnum blindra og sjónskertra leggja á það mikla áherslu að blind- um börnum sé kenndur blindralest- ur frá fjögurra ára aldri. Þegar Már hafði verið einn vetur í skóla hér á landi hafði hann ekki fengið einn sérkennslutíma. Ekki einn,” bætir hann við með áherslu. Gunnar Már settist við símann og hringdi til nokkurra landa. Alls staðar var í boði góð þjónusta fyrir blind og sjónskert börn. Lúxemborg varð fyrir valinu enda hentaði það best atvinnulega séð fyrir föðurinn. Móðirin, Lína Rut Wilberg er list- málari. ”Það er okkar lán að við getum sinnt starfi okkar annars staðar en á Íslandi. Það eru ekki allir foreldrar svo heppnir. Í Lúxemborg sögðust veita blindum og sjónskertum börn- um alla þá þjónustu sem þau þyrftu svo þau geti verið samstíga jafnöldr- um sínum.Það var vissulega erfitt að þurfa að kveðja ættjörð og ástvini, en framtíð barnsins er í húfi. Vinnu- veitandi minn, Icelandair, gerði mér kleift að vera landflótta næstu þrjú árin með því að flytja verkefni mín yfir til Belgíu. Það var erfitt fyrir blindan dreng að þurfa ekki aðeins að kveðja vini sína, heldur einnig að læra á ný heimkynni og læra lúxem- búrgísku og þýsku, en hann hefur staðið sig frábærlega.” Er menntamálaráðherra blindur á stöðu blindra barna? Gunnar Már er sár og reiður út í íslensk stjórnvöld. ”Staðan í málefnum blindra og sjónskertra barna núna er nákvæm- lega sú sama og hún var fyrir einni öld,” segir hann. “Það hefur ekkert breyst. Bókakostur Blindrafélagins er úreltur og kennslugögn eru ým- ist ekki til eða úrelt. Það er ekki einn einasti kennari á vegum ríkisins sem kennir blindralestur. Menntamála- ráðherra státar sig af því að í þau átj- án ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ráðið menntamálum þjóðarinnar hafi ríkt algjört jafnrétti til náms. Mér er spurn: Er menntamálaráð- herra blindur á stöðu blindra barna á Íslandi? Ég hef lesið flestar ræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hún fullyrðir að Ísland standi mjög vel að vígi gagnvart OECD ríkjum hvað varðar jafnan rétt til náms. Það er rangt og það er klárlega verið að brjóta á þessum minnihlutahópi. Menntamálaráðherra segir einn- ig að Ísland sé “land tækifæranna”. Það er ekki land tækifæra fyrir blind börn.” Kennarar verða að læra blindraletur Hann segir þjónustu við blind og sjónskert börn í Lúxemborg til al- gjörrar fyrirmyndar. ”Már fær tuttugu sérkennslu- tíma í hverri viku,” segir hann. “Hér á landi eru 90 einstaklingar sem þurfa að læra blindralestur. Það er verið að brjóta mannréttindi á þess- um börnum. Það sýnir sig líka að frá stofnun Háskóla Íslands hafa aðeins fimm blindir einstakling- ar lokið prófi þaðan. Ef kennarar hafa áhuga þá bendi ég þeim á að alsjáandi fólk getur lært blindralet- ur á tveimur vikum. Það liggur á að opna þekkingarmiðstöð, það þarf að virkja kennara, fræða þá um mál- efni blindra og sjónskertra barna og bjóða íslenskum kennurum upp á að læra blindraletur.” Baráttufundur fyrir bættum hag barnanna Gunnar Már hvetur fólk til að sækja baráttufund fyrir bættum að- búnaði blindra og sjónskertra sem haldinn verður á Grand hóteli á þriðjudaginn klukkan fimm síðdeg- is. “Fundurinn ber yfirskriftina “Þurfa blindir menntun?” og þar mun John Harris, annar tveggja breskra sérfræðinga sem hingað komu í október til að gera úttekt á stöðu blindra í skólakerfinu greina frá niðurstöðum sínum og leiðum til úrbóta. Mér þykir afar slæmt að menntamálaráðherra hefur tilkynnt að hún kemst ekki á fundinn...” Már Gunnarsson fæddist með alvarlegan sjúkdóm í augnbotnum. Fjölskylda hans flýði land eftir að ljóst varð að Már fengi ekki þá aðstoð og þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Ekki er farið að lögum og reglugerðum hérlendis. Það birtist meðal annars í því að einum vetri eftir að hann byrjaði í skóla hafði hann ekki fengið einn einasta kennslu- tíma í lestri blindraleturs. Brotið á mann- réttindum Blindra Barna InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Í frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla er gert ráð fyrir að myndatökur og hljóð- upptökur í dómstólum landsins verði bannaðar. Breytingatillagan hefur farið fyrir allsherjarnefnd Alþingis og þaðan til persónu- verndar, sem gerir engar athuga- semdir. Samkvæmt tillögunni má víkja frá banninu í einstök skipti, með leyfi dómsstjóra. Ekki má taka myndir af málsaðilum án samþykkis þeirra. Persónuvernd afgreiddi málið síðastliðinn mánudag. myndatökur í dómssal 200 milljónir í íþróttirnar Ríkisútvarpið ver um 200 milljónum króna á ári í íþróttaumfjöllun. Þetta kemur fram í svari menntamálaráð- herra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins. Björn Ingi spurði jafnframt hversu mikið sýningarrétturinn frá Formúlu 1 hefði kostað og hve mikið Ríkisútvarpið myndi borga fyrir sýningarréttinn að Evrópu- meistarakeppninni í fótbolta. Engin svör fengust við því. Í svari ráðherra segir að þær upplýsing- ar megi ekki veita, enda trúnað- armál milli Ríkisútvarpsins og viðsemjenda þess. Þrjár milljónir í neyðarhjáp Rauði kross Íslands hefur veitt þremur milljónum króna vegna gífurlegra flóða í Mósambík. Beiðnin kom frá Alþjóða Rauða krossinum og hljóðar hún upp á ríflega fjögur hundruð milljónir króna. Miklar rigningar undanfarn- ar vikur hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og hafa að minnsta kosti 29 týnt lífi. 120 þúsund manns hafa verið flutt frá heimilum sínum og hátt í 300 þúsund manns hafa orðið fyrir búsifjum. Nú hefur fellibylurinn Favio einnig herjað á fórnarlömb flóðanna. Segjast hafa verið þvingaðar til fíkniefnainnflutnings: Vildu halda vændinu leyndu Tvær íslenskar konur á fimm- tugsaldri sem teknar voru á Kefla- víkurflugvelli með kókaín um miðj- an febrúar, segjast vera vændiskonur og hafi verið þvingaðar til innflutn- ingsins. Gæsluvarðhald yfir þeim og manni á þrítugsaldri rann út á mið- vikudag en lögreglan á Suðurnesjum fékk varðhaldinu framlengt á grund- velli rannsóknarhagsmuna. Konurnar voru að koma frá Am- sterdam í Hollandi þegar þær voru stoppaðar við hefðbundið eftirlit toll- varða í Leifsstöð. Kókaínið földu þær bæði innvortis og innan klæða. Kon- urnar hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna mála af þessu tagi. Þær halda því fram að maðurinn hafi hótað að koma upp um vændisiðju þeirra ef þær flyttu ekki inn fíkniefni fyrir hann. Eftir að konurnar höfðu verið handteknar hringdi sími í fórum þeirra og var símtalið rakið til manns- ins sem svo var handtekinn í fram- haldinu. Konurnar segjast vera burð- ardýr og að þær hafi fengið símann frá manninum, sem sé eigandi fíkni- efnanna til að nota í samskiptum við hann á meðan á verkinu stæði. hrs@dv.is Fíkniefni Konurnar voru stöðvaðar með kókaín við venjubundið eftirlit tollgæslu. Flottir feðgar Már og gunnar Már eiga þann draum að sjá stöðu blindra og sjónskertra barna á Íslandi breytast til muna. Þá geta þeir snúið aftur heim til ættjarðarinnar... Klámgestir hefna sín Þeir aðilar sem skipulögðu klámráðstefnu á Hótel Sögu hafa ákveðið að leita sér laga- legrar aðstoðar vegna máls- ins. Íhuga þeir nú að fara í mál vegna tapaðra fjármuna og tíma eftir að stjórn Bændasamtak- anna bannaði þeim að gista á hótelinu sínu. Í yfirlýsingu, sem finna má á heimasíðu þeirra, segir að fyrirtækið hafi beðið skaða vegna málsins. Að auki spyrja forsvarsmenn á síðunni hvort skárrra sé að drepa hvali en að hleypa klámleikkonum til landsins. AnnA KristinE blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.