Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 23. febrúar 200736 Sport DV Arsenal og Chelsea mætast á sunnu- daginn í úrslitaleiknum í enska deildarbik- arnum. Leikurinn fer fram á Þúsaldarvellin- um í Cardiff í Wales. Þetta er jafnframt síðasti úrslitaleikurinn sem leikinn verður á þessum velli þar sem endurbótum á gamla Wembley- vellinum lýkur von bráðar. Arsenal og Chelsea hafa farið ólíka leið í úrslit- in. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið dug- legur að gefa ungum leikmönnum tækifæri til að láta ljós sitt skína í þessari keppni á meðan Chel- sea hefur mestmegnis spilað með sitt sterkasta lið. Arsene Wenger hefur jafnframt sagt að hann muni gefa ungu leikmönnum sem spilað hafa hvað mest í keppninni til þessa tækifæri til að klára dæmið í úrslitaleiknum. „Við erum með frábæra stráka, frá aftasta manni til þess fremsta, hvert sem litið er. Það er frábært að vinna með þessum strákum og fara í úrslitaleikinn [í deildarbikarnum] með þeim. Þessir strákar eru með hjartað á réttum stað og það er frábært fyrir mig sem stjóra. Sagt er að líf- ið sé ungum knattspyrnumönnum of auðvelt. En þetta er allt spurning um hvatningu og vilja leikmannanna. Þessir strákar hafa sýnt að þeir eru með gott hugarfar og tilbúnir að berjast. Ég er mjög stoltur af þeim fyrir frammistöð- una í keppninni hingað til. Þeir eiga skilið að spila úrslitaleikinn. Við höfum spilað á móti Liverpool, Everton, Tottenham og W.B.A. og af hverju ættum við þá að óttast Chelsea? Þetta er bara enn einn liturinn á búningi að spila á móti!“ sagði Arsene Wenger um ungu strák- ana sem hafa skilað Arsenal sæti í úrslita- leiknum. Cole og Gallas ekki með Chelsea og Arsenal skiptust á leikmönnum á síðasta degi félaga- skiptagluggans í ágúst þegar Ashely Cole fór til Chelsea og William Gallas til Arsenal. Ashley Cole missir af leiknum um helgina vegna meiðsla. William Gallas lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli um síðustu helgi. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að taka þátt í leiknum gegn Chel- sea á sunnudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli við Chelsea í deildinni með ungt lið á vellin- um. Ég veit að ég kem ekki við sögu í leiknum þar sem stjórinn [Arsene Wenger] hefur þegar ákveðið liðið. En ungu strákarnir geta unnið þetta. Þetta lið hræðist engan og hefur tekið stöðugum framförum. Þegar ég kom til Ars- enal varð ég steinhissa á því hve góðir ungu leik- mennirnir hjá félaginu eru,“ sagði William Gallas. Stóru liðin á Englandi líta oft á þessa keppni sem tækifæri til að gefa ungum og lítt reyndum leik- mönnum möguleika á að láta ljós sitt skína. Jose Mourinho segir hins vegar að hann hafi mikinn áhuga á að vinna þessa keppni og því stilli hann upp sínu besta liði. „Ég vil vinna þessa keppni og þess vegna vel ég þá leikmenn sem ég tel vera besta fyrir liðið. Ég vel ekki leikmenn af því að þeir eru með falleg augu eða af því að þeir eru fyrstir á æf- inga- svæð- ið eða síðastir úr sturtu,“ sagði Mour- inho. Síðasti leikurinn í Cardiff Leikurinn á sunnu- daginn verður að öllum lík- indum síðasti úrslitaleikur- inn í enskri keppni sem fram fer á hinum glæsilega Þúsald- arvelli í Cardiff. Árið 2001 hóf- ust endurbætur á hinum fræga Wembley-leikvangi í London og síðan þá hafa allir úrslita- leikir í bikarkeppnum enska knattspyrnusambandsins far- ið fram í Cardiff. Ýmislegt hefur gengið á í byggingu nýs Wembley-vallar en verktakar segja að hann verði tilbúinn fyrir úrslita- leikinn í enska bikarn- um, FA Cup, sem leikinn verður í maí. Arsenal hefur fjórum sinnum leikið til úrslita á Þúsaldarvellinum í Car- diff frá árinu 2001, alltaf í bikarkeppninni, FA Cup. Arsenal hefur þrisvar far- ið með sigur af hólmi í þessum fjórum leikjum, þar af bar Arsenal sigurorð af Chelsea í úrslitaleiknum árið 2002, 2-0. Arsenal hefur tvisv- ar unnið deildarbikarinn, síð- ast árið 1993 þegar liðið vann Sheffield Wednesday 3-1. Chelsea hefur tvisv- ar farið á Þúsaldarvöll- inn til að leika til úrslita í bikarkeppni, fyrst árið 2002 þegar Chelsea tapaði fyrir Arsenal, 2-0. Árið 2005 léku Chelsea og Liverpool til úrslita í deildarbik- arnum þar sem Chelsea fór með sigur af hólmi í framlengd- um leik, 3-2. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik og lagði upp sigurmarkið sem Mateja Kezman skoraði. Leikurinn á sunnudaginn hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Sýn. dagur@dv.is Arsenal - Chelsea Á sunnudaginn fer fram úrslitaleikur- inn í deildarbikarn- um á Englandi, Carling Cup, þegar Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea mætast á Þúsaldar- vellinum í Cardiff. Jose Mourinho segist ekki ætla að velja leikmenn í liðið eftir því hvort þeir eru með falleg augu. Arsene Wenger stjóri arsenal hefur fjórum sinnum farið með liðið í úrslitaleik á Þúsaldarleikvellinum í Cardiff. Michael Essien Hefur þurft að spila ýmsar stöður í liði Chelsea vegna tíðra meiðsla leikmanna. Andriy Shevchenko Hefur helst fundið skotskóna í deildarbikarn- um og er markahæstur leikmanna Chelsea ásamt frank Lampard í þeirri keppni með þrjú mörk. Jeremie Aliadiere Hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í ungu liði arsenal í deildarbikarnum og verður að öllum líkindum á sínum stað í liði arsenal á sunnudaginn. Manuel Almunia Hefur spilað alla bikarleiki arsenal á leiktíðinni og staðið vel fyrir sínu. Sigurgleði Leikmenn arsenal sjást hér fagna eftir sigurinn á Manchester united í úrslitum ensku bikarkeppninnar árið 2005. Bikarinn á loft John terry lyfti bikarnum þegar Chelsea vann Liverpool í úrslitum deildarbikars- ins árið 2005. gerir hann það aftur á sunnudaginn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.