Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 48
föstudagur 23. febrúar 200748 Helgarblað DV Draugabærinn StokkSeyri Sjávarþorpið Stokkseyri lætur ekki mikið yfir sér þegar keyrt er niður eftir freðnum Flóanum. Þar er engu að síður gífurlegt framboð af- þreyingar á ekki stærri bletti. Í stað þess að búa í kvótalausu fiskvinnslu- plássi á vonarveli hafa Stokkseyring- ar snúið vörn í sókn. Frumkvöðlarn- ir stefna að því að Stokkseyri verði senn einn stærsti ferðamannastað- ur í nágrenni Reykjavíkur. Kajak og humar Þetta byrjaði allt fyrir um ellefu árum á róðri og sjávarfangi. Þó ekki alveg á sama grundvelli og verið hafði um aldur og ævi. Í stað þess að pakka humrinum í kassa, frysta og flytja úr landi var farið að sjóða hann og steikja á staðnum. Hum- arveislurnar við fjöruborðið urðu fljótt víðfrægar og ísrúntur höfuð- borgarbúa varð að humarrúnti. Það var enginn maður með mönn- um nema hafa fengið sér humar við ströndina. Bátarnir sem róið var á voru heldur ekki teinæringarnir sem Þuríður formaður stýrði styrkri hendi, heldur kajakar úr trefjaplasti sem liðu eftir Löngudæl á lygnum sumarkvöldum. Bátarnir flúðu með brúnni Eftir að Óseyrarbrúin kom hafa trillurnar og fiskvinnslan að mestu flust til Þorlákshafnar. Björn Ingi Bjarnason hóf fiskvinnslu í frysti- húsinu árið 1999 ásamt félaga sín- um Einari Einarssyni. Húsið hafði þá staðið autt í þrjú ár. Þegar fyr- irtæki þeirra Hólmaröst tók við frystihúsinu fékk menningin þar fyrst inni. Björn Ingi segir að lát- inn menningarfrömuður hafi ver- ið upphafið. „Það má segja að fyrsti tónninn hafi verið sleginn þegar starfsmannafélag Hólmarastar hélt upp á afmæli Páls Ísólfssonar þann 12. október 2000. Hann var nátt- úrulega Stokkseyringur og sá sem hóf menningarlíf Stokkseyrar til vegs og virðingar á ný.“ Björn Ingi segir það strax hafa verið ljóst að menningin myndi leysa fiskinn af. „Við gerðum okk- ur alveg grein fyrir því frá byrjun að fiskurinn myndi fyrr eða seinna verða fyrir, sem varð raunin, því við erum flutt til Þorlákshafnar. Við vorum samt bara glöð að víkja fyrir menningunni.“ Málarar í matfisks stað Fyrst fluttu inn málarar og lista- menn. Elvar Guðni kom fyrstur inn af málurunum árið 2001 og hefur síðan haft vinnustofu og sýninga- raðstöðu á annarri hæðinni þar sem sér yfir Flóann upp að Ing- ólfsfjalli. Dætur hans bættust síð- an í hópinn með sína listsköpun og Elínborg Kjartansdóttir gler- listakona. Eini orgelsmiður lands- ins, Björgvin Tómasson, hefur líka vinnustofu sunnan megin í hús- inu með útsýni yfir brimið. Þá hef- ur Sjöfn Haraldsdóttir málari kom- ið sér fyrir í litlu húsi á torginu fyrir framan frystihúsið. Eitt tilkomumesta málverk El- vars til minningar um Pál Ísólfsson, Brennið þið vitar, er í samkomu- og sýningarsalnum á þriðju hæðinni og er orðið eins konar táknmynd fyrir húsið, að mati Björns Inga. Þegar samnefnt karlakórslag Páls er spilað kviknar á vitum, annesj- um og skerjum hringinn í kringum landið á flennistóru málverkinu. Draugabær í jákvæðri merkingu „Það héldu margir þegar kvót- inn fór að Stokkseyri myndi verða draugabær, týndur og tröllum gef- inn“, segir Björn Ingi. „Að vissu leyti má segja að það hafi orðið raunin, en í jákvæðri merkingu. Fyrst fluttu draugarnir inn og nú eru tröllin komin líka. En bærinn hefur sjald- an verið meira lifandi eða betur merktur á kortinu.“ Draugasetrið opnaði í frysti- húsinu árið 2003, í framhaldi af draugaferðum Guðmundar Tyrf- ingssonar og Þórs Vigfússonar. Þeir leigðu hluta af húsinu af Hólma- röst og bjuggu mórum og skottum heimili. Á síðasta ári lét Hólmaröst vættunum eftir restina af húsinu, nú er bara lítill hluti af húsinu enn lagður undir hreistur og hausa. Álf- ar fluttu inn um áramótin og tröllin á þorranum. Enn eitt aðdráttaraflið fyrir ferðamenn er ísbarinn í gamla frystiklefanum þar sem hægt er að fylgjast með norðurljósum á hvaða árstíma sem er – og fá sér eitt brennivínsstaup til að ylja sér. Þjóðfræðimiðstöð Vættasafnið er orðið til fyrir hug- myndaauðgi og framkvæmdagleði þriggja manna. Kumpánarnir Þór Vigfússon og Bjarni Harðarson eru titlaðir stjórnarformenn, hvor fyrir sínu safninu. Eldmóðurinn liggur hins vegar ekki síður hjá hógvær- um ungum manni sem víkur sér fimlega undan öllu hrósi. Benedikt Guðmundsson rekur vættaheimil- ið og stefnir á frekari uppbyggingu. „Við erum rétt að ljúka við heim- kynni álfa og trölla en það er margt fleira sem við ætlum að setja upp. Næst á dagskránni er að þróa þjóð- fræðimiðstöð, með fræðslu bæði fyrir útlendinga og Íslendinga. Við sjáum líka fyrir okkur að hingað komi skólabörn, fræðist og leysi verkefni tengd þjóðsögunum og öðrum fróðleik. Við höfum jafnvel hug á að leggja í útgáfustarfsemi.“ Einstakt veiðisafn Þegar keyrt er inn í þorpið taka margir eftir frumlegu safni á hægri hönd. Veiðisafnið er það eina sinn- ar tegundar á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað að sögn safn- stjórans Páls Reynissonar. „Fólk alls staðar að er gáttað að sjá þetta safn enda erum við með allt frá upp- stoppuðum músum upp í gíraffa til sýnis og 26-28 byssur að auki. Við höfum líka nokkra gripi frá Nátt- úrugripasafninu.“ Veiðisafnið er afrakstur tíðra veiðiferða hans og konu hans Fríðu Magnúsdóttur. „Við erum að stækka safnið og bæta við heilum 200 fermetra sýningarsal sem opn- ar í maí. Þar verður meðal annars sebrahestur og tvö ljón sem við skutum með einskota skammbyssu í Suður-Afríku. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur, það komu 7.012 manns hingað í fyrra. Margir af þeim sem heimsækja okkur koma aftur og aftur.“ Afþreying fyrir börnin Stokkseyri hefur líka sinn eig- in dýragarð fyrir þá sem vilja frek- ar sjá lifandi dýr. Reynir Már Sig- urvinsson og Svanfríður Louise Jones opnuðu Töfragarðinn árið 2005. Yfir 11 þúsund manns komu í fyrrasumar til að skoða dýrin og leyfa börnunum að skoppa um í leiktækjunum. Eins og flestir í þorpinu eru þau að stækka og bæta við þjónustuna. „Okkur langar að bæta við grillaðstöðu í Töfragarð- inum. Við erum líka nýtekin við tjaldstæðinu á staðnum og erum að bæta aðstöðuna þar fyrir sumar- ið. Það skilar sér í aukinni aðsókn eftir því sem ferðamenn stoppa lengur.“ Reynir segist sjá mun á því hvað ferðamenn eyði miklum tíma í þorpinu eftir því sem afþreyingar- framboðið eykst. „Þetta styður allt hvað annað, það er ekki spurning,“ segir hann. Reynir og Svanfríður tóku einn- ig við kajakaleigunni í fyrrasumar og segja vertíðina vera að lengjast. Síðustu gestirnir í fyrra hafi róið þann 20. nóvember og þeir fyrstu í vor eigi pantað 9. mars. Stokkseyrarsvítan Magnús Sigurjónsson ætl- ar einnig að bjóða ferðamönnum gistingu og stefnir á að opna gisti- heimilið Silfurstjörnuna í maí. „Það eru fjögur herbergi á neðri hæðinni og svo er svíta á efri hæð- inni.“ Stokkseyri er lágreistur bær og Flóinn flatur, því er útsýnið strax orðið býsna gott úr lúxusþakíbúð á annarri hæð. Gistiheimilið er mið- svæðis í þorpinu, rétt við fótbolta- völlinn og sundlaugina. Ef út í það er farið er reyndar flest í litlu þorpi skammt frá öðru. Og ef þarf að komast lengri vegalengdir má allt- af rölta yfir götuna og leigja vespu í Shell-skálanum. Magnús er brattur og eldmóð- ur hans endurspeglar uppgang- inn í þorpinu. „Þetta er bara byrj- unin. Við ætlum líka að taka annað hús hér í sömu línu og breyta því í gistihús á næstu árum. Mig grun- aði fyrir löngu að fólk myndi sækja til Stokkseyrar, ströndin hér er svo falleg. Það er fleira hér en fiskurinn sem hægt er að lifa af.“ HErDíS SigurgríMSDóttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Vinnslusalir gamla frystihússins á Stokkseyri hýsa vættir og í frystiklefanum getur fólk fengið sér staup á ís- barnum og horft á norðurljósin. Þreytist gestir á þjóðsögunum geta þeir skoðað húsdýr eða uppstoppuð veiðidýr, nú eða skellt sér á kajak. Svo er líka hægt að leigja sér vespu og rúnta út að Knarrarósvita og fara í fjöruna. Þegar kvótinn hvarf frá Stokkseyri töldu margir að þorpið myndi leysast upp í sumarhúsabyggð fyrir stönduga Reyk- víkinga. Þökk sé frumkvæði og atorkusemi gera Stokkseyr- ingar nú út á forvitna og sísvanga ferðamenn og sífellt bæt- ist í afþreyingarflóruna. Um síðustu helgi var opnað álfa-, trölla- og norðurljósasetur í Menningarverstöðinni í gamla frystihúsinu og flestir hafa stórar hugmyndir um frekari upp- byggingu. „Það er fleira hér en fiskurinn sem hægt er að lifa af.“ gistiheimilið Silfurstjarnan Magnús sigurjónsson ætlar að opna gistiheimili í maí og fleiri síðar. DV-Mynd Þorvaldur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.