Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 15
„Það er ólýsanleg kvöl að skilj- ast við barnið sitt,“ segir Valdís Ingi- björg Jónsdóttir, heyrnar- og tal- meinafræðingur á Akureyri, sem brást þannig við lögum um skóla- skyldu fjögurra ára heyrnarlausra barna að hún aflaði sér réttinda sem heyrnleysingjakennari. „Þegar ég eignaðist dóttur mína var ég sem betur fer aðeins búin að kynnast heimi heyrnarlausra. Það kom til vegna þess að þegar ég var við nám í Kennaraskólanum kom Brandur, skólastjóri Heyrnleysingja- skólans, og auglýsti eftir sjálfboða- liðum því þá voru að hellast inn í skólann börnin úr rauðu hunda far- aldrinum sem geisaði árið 1964. Það sárvantaði því kennara við Heyrn- leysingjaskólann og því betra að fá kennaranema en engan til að kenna börnunum.” Það er ekki skrýtið að maður fái oft á tilfinninguna að lífið búi mann undir það sem koma skal. Ári síðar eignaðist Valdís dóttur sína Önnu; heilbrigt barn að áliti lækna og hjúkrunarfólks sem fundu ekki að barnið hafði fæðst heyrnarlaust. „Ég fór með heilbrigt barn heim af fæðingardeildinni og það var ekki fyrr en níu mánuðum síðar að ég uppgötvaði sjálf að hún var heyrnar- laus,“ segir Valdís. „Eftir að ég hafði yfirstigið áfallið sem ég fékk við þá uppgötvun sagði ég við sjálfa mig: Hugsaðu um hvað Anna mun geta gert í framtíðinni, ekki hugsa um hvað hún mun ekki geta og hvers hún fer á mis.“ Heyrnarlaus börn læra að lesa í aðstæður Valdís og Anna notuðu bending- ar í samskiptum sínum. „Ég var hins vegar svo vitlaus á þessum tíma að ég hélt eins og aðr- ir að það væri hægt að kenna henni að tala með því að kenna henni að mynda talhljóð og lesa af vör- um. Vissulega lærði hún sumt, en hvernig á til dæmis heyrnarlaus manneskja að lesa mun á orðunum „banna“ og „panna“ af vörum – hvað þá að geta sagt þessi orð? Til þess að tala rétt þarftu að heyra til sjálfrar þín. Sem betur fer er Anna afburða- vel gefin og heyrnarlaus börn læra líka að lesa í aðstæður. Við náðum að stilla okkur inn á hvor aðra og þegar maður deil- ir tilverunni með öðrum þá lærir maður að skilja hver annan jafnvel án orða. Þetta þekkist líka hjá þeim sem heyra.“ Hvernig tókstu því að heyrnar- laus börn væru gerð skólaskyld frá fjögurra ára aldri? „Ég brást þannig við að það skyldi aldrei verða að ég sendi frá mér barnið mitt svona ungt enda búin að heyra hryllilegar sögur af líðan barna sem höfðu verið send svona ung í heimavist Heyrnleysingjaskól- ans þar sem þau grétu úr sér augun. Lausnin varð sú að fjölskyldan tók sig upp og ég aflaði mér menntun- ar í Danmörku sem heyrnleysingja- kennari. Þannig gat ég haldið Önnu heima þar til hún varð níu ára.“ Ein uppi við vegg í frímínútum Valdís kenndi dóttur sinni að lesa, reikna og skrifa og þjálfaði tal- hljóðin hjá henni. „Á þeim tíma kenndi ég við sér- deild og hafði Önnu í henni. Áður hafði ég prófað að hafa hana einn vetur í almennri deild, en það gekk ekki. Hún var utangátta og varð það reyndar líka í sérdeildinni því hún gat ekki átt nein tjáskipti við hin börnin. Ég hafði ætlað mér að hjálpa henni í gegnum almenna skólakerfið en þegar hún var far- in að standa ein uppi við vegg í frí- mínútum og fylgjast með krökkun- um í leik uppgötvaði ég að þótt ég gæti kennt henni gat ég ekki búið til félaga handa henni. Þá var kominn tími á að senda hana suður.“ Anna var níu ára þegar hún fór að heiman í fyrsta sinn. Valdís seg- ir það hafa verið gert afar varlega og með skilyrðum. „Skilyrðin voru þau að hún fengi að fara heim minnst einu sinni í mánuði yfir helgi, svo lengi sem hún vildi. Mér er minnisstætt eitt sinn þegar ég var að fara heim til Akur- eyrar. Anna sat við gluggann í rút- unni og andlit hennar speglaðist í rúðunni. Ég sá að tárin láku nið- ur vangana, svo ég spurði hvort hún vildi ekki koma heim og ég skyldi reyna að læra táknmál til að geta hjálpað henni. Þá sneri hún sér að mér, brosti í gegnum tárin og sagði: “Nei, mamma, þetta verður allt í lagi.” Henni var svo mikils virði að vera með sínum líkum.“ Getur þú lýst hvaða tilfinningar bjuggu innra með þér þegar þú skild- ir hana eftir í fyrsta sinn? „Tilfinningar móður að skilja við barnið sitt held ég að hver geti svarað fyrir fyrir sig. Það er ólýsan- leg kvöl. Hins vegar var vel að Önnu búið á heimavistinni. Fólk gerði eins vel og það gat, en kunni bara ekki nægilega mikið fyrir sér í táknmáli til að geta átt veruleg tjáskipti við börnin, að minnsta kosti ekki eins og við getum átt við okkar heyrandi börn. Það er kannski þess vegna sem kyn- ferðisleg misnotkun átti sér stað af því að enginn gat skilið hvað börn- unum fór á milli þegar þau töluðu táknmál sín á millum.“ Forheimskir, menntaðir menn Heldur þú að það hefði orðið börnunum til meira gagns að þurfa ekki að fara frá foreldrum sínum? „Já, því ég er fullviss um að þessi gjörningur, þessi lagasetning, hafi skaðað þessa einstaklinga fyrir lífs- tíð. Að setja skólaskyldulög á fjög- urra ára börn og slíta þau frá for- eldrum, sem gátu ekki skýrt fyrir þeim hvers vegna þau urðu að fara. Þessi lög voru forheimska mennt- aðra manna. Hvort sem barn heyr- ir eða ekki, þá þolir það ekki að vera slitið frá foreldrum sínum svo ungt og það á hver heilvita maður að sjá og vita.“ Hvað finnst þér mest gagnrýni- vert í því hvernig samfélagið kemur fram við heyrnarskerta og heyrnar- lausa? „Það er það skilningsleysi að sjá ekki að táknmál er mál sem lýtur öll- um reglum talmáls. Fólk hélt að það gæti talað tákn- mál með því að nota einhver tákn... Það er svona svipað því og að ég færi að tala mál sem ég kann ekkert í með því einu að fletta upp einhverj- um orðum í orðabók. Ég veit það í dag að með því að kunna ekki tákn- mál kom ég ekki fræðslu við hæfi inn í vel greindan heyrnarlausan ein- stakling. Þar með rændi ég viðkom- andi þeirri menntun sem hæfði hans greind. Þetta er beiskur sannleikur.“ En hvað má betur fara í málefn- um heyrnarlausra og hvernig breyt- um við því? „Við verðum að greiða leið heyrn- arlausra að samfélagi okkar hinna. Það verður einungis gert með því að lögvernda táknmálið og gera túlka- þjónustu öfluga. Dóttir mín getur til dæmis ekki farið til læknis öðruvísi en að vera með túlk. Nýlega lenti hún í því að henni stóð til boða að hækka í launum með að sækja nám- skeið í slysavörnum. Hún fékk eng- an túlk og þar með fór það tækifæri,“ segir Valdís, sem segist aldrei ætla að hætta baráttu sinni fyrir bættum hag heyrnarlausra. DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 15 hljóður og einangraður heimur Framhald á næstu síðu Móðir heyrnleysingja: Við þurftum engin orð Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, heyrnar- og talmeinafræðingur „Ég veit það í dag að með því að kunna ekki táknmál kom ég ekki fræðslu við hæfi inn í vel greindan heyrnarlausan einstakling. Þar með rændi ég viðkomandi þeirri menntun sem hæfði hans greind. Þetta er beiskur sannleik- ur.“ „Ég brást þannig við að það skyldi aldrei verða að ég sendi frá mér barnið mitt svona ungt enda búin að heyra hrylli- legar sögur af líðan barna sem höfðu verið send svona ung í heimavist Heyrnleysingjaskólans þar sem þau grétu úr sér augun. Lausnin varð sú að fjölskyldan tók sig upp og ég afl- aði mér menntunar í Danmörku sem heyrnleysingjakennari. Þannig gat ég haldið henni heima þar til hún varð níu ára.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.