Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 47
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 47 Sakamál Stjórinn stakk af með viðhaldsfé Lögreglan í San Bernardino leitar nú að Richard Paul Demel, flugvallarstjóra í Kaliforníu. Fullvíst þykir að Demel hafi stungið af með opinbera styrki upp á ríflega milljón Bandaríkjadali. Peningarnir voru afhentir flugvallarstjóranum í byrjun árs 2004 og áttu að fara til viðhalds flugbrauta. Demel lagði þá hins vegar inn á eigin reikning og allt viðhald sat á hakanum. Það komst þó ekki upp fyrr en flugmálayfirvöld kölluðu eftir skýrslu um framgang framkvæmdanna. Þá var flugvallarstjórinn á bak og burt og er nú eftirlýstur. Dómur yfir síðasta sakborningn- um í alvarlegasta máli sinnar tegundar í Danmörku féll í vikunni. En þá var faðir tveggja stúlkna dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa beitt eldri dóttur sína grófu og ítrekuðu kynferðisof- beldi þegar hún var tíu og ellefu ára gömul. Auk þess leyfði faðirinn öðrum mönnum að gera slíkt hið sama gegn greiðslu. Hann var einnig dæmdur fyrir að hafa beitt yngri dóttur sína sams konar ofbeldi. Áður höfðu fjórtán menn á aldrinum 18 til 74 ára verið ákærðir fyrir brot sín gegn stúlkunum. Þrettán þeirra voru dæmdir til fangelsisvistar í eitt til þrjú ár en sá fjórtándi var sýknaður. Móðir stúlknanna, sem þjáist af geðsýki, var dæmd til ótímabundinnar vistunar á geðsjúkrahúsi fyrir aðild sína. Upp komst um málið fyrir einu og hálfu ári, eftir að maður, sem var boðin stúlkan, leitaði til lögreglu þegar hann komst að því hversu ung hún var. Faðirinn var handtek- inn í kjölfarið en hann neitaði lengi vel allri sök og vildi ekki bera vitni gegn hinum sakborningun- um. Hann breytti loks framburði sínum stuttu fyrir áramót og hefur réttarhald gengið hratt eftir það samkvæmt frétt Politiken. Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Tønder á Suður-Jótlandi þar sem fjölskyldan bjó og eru tvær bækur væntanlegar um þetta mál. Faðir dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi gegn tveimur ungum dætrum sínum: Nauðgaði þeim ítrekað og seldi öðrum aðgang Hann var ýmist kallaður hrott- inn eða herforinginn af nágrönn- um sínum. Enda hafði Helmut Mayer, sextíu og fimm ára ellilíf- eyrisþegi, það fyrir sið að sitja úti í glugga og kalla ókvæðisorð að ná- grönnum sínum og hverjum þeim sem átti leið hjá. Hann hótaði fólki öllu illu og hikaði ekki við að segja börnum til syndanna. Til dæmis sagðist hann helst vilja eitra fyrir öllum fjórfætlingum og þegar iðn- aðarmaður með dökkan húðlit var að vinna í húsinu sagðist Helmut ætla að kaupa sér gasofn til að geta troðið manninum inn í og drepið. Helmut hafði vopnaleyfi og sást af og til pússa byssur sínar í glugga- kistunni. Eins og gefur að skilja voru ná- grannarnir ekki sáttir við þenn- an mann og sendu þeir fjölmargar kvartanir til lögreglu og félagsmála- yfirvalda í þeirri von að hann yrði sendur burt. Það gekk ekki eftir því kona hans var skráð fyrir íbúðinni og allir vissu að hún væri ekki líkleg til að standa uppi í hárinu á manni sínum. Eina sem fékkst út úr þessu var að Helmut var sektaður. Hegðun hans versnaði í kjölfarið og íbúarnir litu á hann sem tifandi tímasprengju sem kynni að valda óbætanlegu tjóni. Því miður kom það á daginn og í dag er Michaela, nágrannakona Helmuts, ung ekkja með tvær litlar stúlkur eftir að maður hennar og faðir stúlknanna féll fyrir byssuskoti hans fyrir einu og hálfu ári síðan. Michaela og maður hennar Demir Lippl höfðu í þrjú og hálft ár búið á sömu hæð og Helmut. Þau höfðu látið hótanir og athugasemd- ir hans sem vind um eyru þjóta fyrir utan eitt skipti þegar Demir reiddist honum fyrir að hafa hrætt stúlkurn- ar. Demir var serbneskur flóttamað- ur sem vildi lifa rólegu lífi með fjöl- skyldu sinni. Svo gerðist það eitt föstudags- kvöld að Demir kom seint heim eftir að hafa hjálpað til við að mála heimili tengdaforeldra sinna. Hann var kominn heim rétt fyr- ir miðnætti og kona hans og börn farin að sofa. Í útidyrunum mætti hann einum nágranna sínum sem var á leið út að viðra hund sinn fyr- ir háttinn og þeir tóku tal saman. En Helmut truflaði þá eftir stutta stund og kallaði út um gluggann að hundurinn skyldi vera farinn frá blokkinni eftir tvær sekúndur ann- ars myndi hann skjóta hann. Demir tók þessari hótun með fyrirvara og benti Helmut á að fólk væri í full- um rétti til að halda hunda í húsinu og þar af leiðandi að viðra þá. Eftir það hélt hundeigandinn áfram för sinni. Þegar Demir kom inn á stiga- ganginn mætti hann hins vegar Helmut með byssu í hendi. „Svona talar enginn við mig. Hér ræð ég,“ öskraði hann og lyfti upp byssunni. Demir tók til fótanna en komst ekki langt enda alvarlega særður eftir skot úr byssu nágranna síns. Michaela vaknaði við skothvellinn og leit út um gluggann. Þar sá hún hvar maður hennar lá í blóði sínu. Lögregla og sjúkrabíll komu þar að stuttu síðar og var Demir úrskurð- aður látinn. Helmut Mayer var handtekinn án mótspyrnu. Hann játaði á sig glæpinn og sagði ástæðuna fyr- ir því að hann skaut Demir þá að hann hafi viljað gera honum það fullljóst að það væri hann sem stjórnaði blokkinni en ekki Demir. Helmut Mayer var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi. Helmut Mayer, þýskur ellilífeyrisþegi, var sem tifandi tíma- sprengja. Hann hafði allt á hornum sér og vildi stjórna sínu næsta nágrenni, bæði fólki og ferfætlingum, og gerði það með því að öskra að nágrönnum sínum og hóta þeim. Þegar serb- neskur nágranni hans stóð uppi í hárinu á honum, greip Mayer til byssunnar og skaut hann til bana. Mayer sagði við yfirheyrslur að hann hefði viljað gera öllum ljóst að hann stjórnaði blokkinni og enginn annar. Nunna dó á krossi Rúmenskur prestur hefur verið dæmd- ur í fjórtán ára fangelsi fyrir að láta unga nunnu deyja á krossi. Nunnan sem þjáðist af geðklofa hafði leitað til prestsins þar sem hún taldi sig andsetna. Presturinn sannfærði stúlkuna og fjórar aðrar nunnur um að eina leið- in væri að krossfesta stúlkuna og láta hana hanga án matar og drykkjar. Hún lést nokkrum dögum síðar vegna vannær- ingar og kvala. Nunnurnar sem aðstoðuðu prestinn hlutu líka fangelsisdóma. Vettvangur voðaverkanna faðirinn viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa beitt dætur sínar barnungar ofbeldi að meðaltali 14. hvern dag í hátt á annað ár. Undirréttur í Tønder dómurinn yfir föðurnum er sagður ótvíræð skilaboð til dansks samfélags um að hart verði tekið á barnaníðingum. Hundarnir átu lík húsbóndans Tuttugu og níu ára sænskur maður fannst látinn á heimili sínu í Malmö á dögunum. Lík- ið bar þess merki að heimil- ishundarnir hefðu étið hluta af því en maðurinn lést af náttúrulegum sökum. Haft er eftir sérfræðingi í frétt sænska blaðsins Expressen að þetta sé mjög óvanaleg hegðun hjá hundum og greinilegt að þeir hafi verið orðnir mjög örvænt- ingarfullir í leit að fæðu inni á heimilinu eftir að eigandi þeirra lést. Murkuðu lífið úr leigu- bílstjóra Fjórir breskir unglingspiltar voru sakfelldir fyrir hrotta- legt morð á leigubílstjóra og dæmdir til langrar fangelsis- vistar í vikunni. Piltarnir börðu og spörkuðu í leigubílstjór- ann sem lést skömmu síðar af áverkum sínum. Piltarnir fjórir viðurkenndu að hafa setið fyr- ir bílstjóranum Mohammad Parvaiz, 41 árs, þriggja barna föður frá Pakistan. Hann hafði nokkrum vikum áður ekið asískum ungmennum sem tóku þátt í slagsmálum við breska unglingspilta. Paravaiz tók engan þátt í slagsmálun- um en morðingjarnir sögðust hafa viljað hefna fyrir akstur- inn.Dómarinn sagði engin orð geta lýst verknaði piltanna, svo hrottafengin hefði atlagan verið. Sá sem þyngstan dóm hlaut þarf að sitja inni í 25 ár hið minnsta, annar í 21 ár að lágmarki og tveir piltanna geta ekki sótt um reynslulausn fyrr en að 17 árum liðnum. Hegðun hans versnaði í kjölfarið og íbúarnir litu á hann sem tifandi tímasprengju sem kynni að valda óbæt- anlegu tjóni. Herskái nágranninn myrti fjölskylduföður „Hér ræð ég“ Helmut Mayer hagaði sér líkt og herforingi í íbúðablokk sinni og vildi stjórna öllu með harðri hendi. Þegar einn nágranna hans andmælti honum galt sá fyrir með lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.