Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 41
föstudagur 23. febrúar 2007 41DV Ferðalög Áfangastaður okkar í síðustu viku var Botnssúlur, nánar tiltekið Syðstasúla. Núna verð- ur lagt á Vífilsfell í fylgd Reynis Þórs Sigurðssonar húsasmíðameistara. Hann tók áskor- un Þorvaldar Þórssonar sem var leiðsögumaður síðustu viku. U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s á ferðinni „Vífilsfell þykir mér gaman að ganga á,“ segir Reynir Þór Sigurðs- son umbúðalaust. „Það er stutt frá Reykjavík og hvorki þarf mikinn út- búnað né undirbúning.“ Vífilsfell er um hálftímaakstur frá höfuðborg- inni á leið austur fyrir fjall. Rétt áður en komið er að Litlu kaffistofunni er beygt til hægri. „Gegnt afleggjaran- um er skilti frá Kópavogsbæ og gott að nota það sem kennileiti. Þaðan er ekið upp að sandnámunum og við endann á þeim er upplagt að leggja bílnum. Hægt er að fara þetta á fólks- bíl því vegurinn er góður. Stefnan er síðan tekin á fjallshrygg sem liggur norður af Vífilsfellinu og gengið eftir þessum hrygg á fjallið.“ Leiðin upp á Vífilsfell, sem er 655 metra hátt, einkennist af melum og móbergi og „melarnir eru mjög slétt- ir og lítil hækkun sem gerir að verk- um að leiðin á toppinn er þægileg til göngu. Þegar komið er upp á aðal- hrygginn er gengið í vestur og blasir þá toppurinn við.“ Á toppi Vífilsfells er hringsjá frá Ferðafélagi Íslands. Hún var sett upp árið 1940. „Það sem blasir við þegar upp er komið er of langt mál að telja upp. Þaðan sést hálft Reykjanesið og Snæfellsjökull og í austri sést stór hluti suðurstrandarinnar, Stokkseyri og Eyrarbakki, Hekla, Tindfjöll og Eyjafjallajökull. Skjaldbreiður og Ár- mannsfell eru í norðri.“ Það er nánast útsýni til allra átta af Vífilsfelli og hægt að ganga á það allt árið um kring. „Þegar komið er að heimferð er ekki úr vegi að leggja lykkju á leið sína og koma við í Jós- efsdal og ganga síðan norður undir fjallinu og enda við námurnar.“ Reyn- ir segir að svona hringur taki um fjór- ar klukkustundir „á rólegu rölti, því miður aka mjög margir framhjá Víf- ilsfelli og gera sér enga grein fyrir því hversu stutt þessi náttúruperla er frá Reykjavík. Útsýnið er meiriháttar og nánast á allra færi að ganga þarna upp. Að sjálfsögðu ber að fara var- lega því það er mikið móberg í fjall- inu og getur myndast laus mylsna sem hægt er að skrika fótur í.“ Svo er gott í ferðalok að tylla sér niður á Litlu kaffistofunni og fá sér hressingu og njóta minninganna. Ingibjörg Eiríksdóttir, nemi í ferðamálafræði, hefur tekið áskorun Reynis og fer með okkur í ferðalag í næstu viku. kolbeinn@dv.is „Á góðu sumarkvöldi er ekki hægt að hugsa sér margt skemmti- legra en göngu á Vífilsfell. Bara skella sér í gönguskóna, finna sjónaukann og leggja í hann,“ segir Reynir Þór Sigurðsson. Hann starfar mikið sem fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist og segir að megnið af sínum frítíma yfir sumartímann fari í göngur. Reynir Þór Vel búinn á vetrargöngu. af Vífilsfelli Víðsýni Útsýnið stórkostlegt. Það er ekki amalegt að ylja sér við svona minningu. Jeppaferð á Langjökul ferðafélag Íslands stendur fyrir jeppaferð á Langjökul um helgina. Haldið verður af stað í fyrramálið klukkan átta og snúið aftur seinnipartinn á sunnudaginn. gist verður á Hveravöllum þar sem gistipláss er fyrir um það bil 40 manns. allar upplýsingar á vef ferðafélags Íslands. Golf á St. Andrews gb ferðir bjóða nú golfferðir til skotlands frá 1. maí til 31. október, þar sem gist verður á hóteli sem liggur í næsta nágreni við 17. holuna á hinum heimsfræga st. andrews golfvelli. Hótelið heitir Old Course og hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum og þykir nú eitt glæsilegasta golfhótel veraldar. Í boði eru þriggja og fjögurra daga ferðir. Frakkland vinsælast frakkland er langvinsælasti áfangastaður ferðamanna í heiminum, líkt og undanfarin ár. 75 milljónir ferða- manna heimsækja landið á hverju ári. Í öðru sæti yfir vinsælustu áfangastaði ferðamann er spánn, en um það bil 50 milljónir ferðamanna heimsækja landið á hverju ári. bandaríkin koma svo í þriðja sæti með 49 milljónir ferða- manna. fjölgun ferðamanna hefur verið mest í bandaríkjunum, því árið 2002 heimsóttu 40 milljónir ferða- manna landið. Til Köben um helgina Þeir sem hafa í huga að taka skyndi- ákvörðun í dag og skella sér út fyrir landsteinana, geta meðal annars skroppið til Kaupmannahafnar og spókað sig á strikinu. Hjá Icelandair kostar flugið til Kaupmannahafnar í dag og heim aftur á sunnudaginn 65 þúsund krónur. að þessu sinni er flugið öllu ódýrara hjá samkeppnisað- ilanum Iceland express, en þar kostar sama flug 43 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.