Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 42
föstudagur 23. febrúar 200742 Helgarblað DV
Á að leyfa klÁmrÁðstefnu Á Íslandi?
Óvenjuhörð gagnrýni kom fram eftir að vitnaðist að hópur fólks hugðist leggja leið
sína til Íslands á nokkurs konar kaupstefnu fólks í klámiðnaði. Almenningur og fé-
lagasamtök lögðu hart að ráðamönnum að hefta för fólksins til landsins. Að lokum
fór svo að ráðstefnuhaldarar hættu við Íslandsförina, fyrst og fremst vegna þess að
stjórn Bændasamtakanna bannaði þeim að gista á hóteli sínu, Hótel Sögu.
Egill Einarsson, gillzEnEggEr:
„Já, það á tvímælalaust að leyfa
klámráðstefnur á Íslandi. ef ég mætti
ráða væri 20–30 klámráðstefnur
haldnar á ári hverju. Þessir blessuðu
feministar sem eru á móti þessu eru
dömur sem hafa orðið undir í lífinu hjá
karlpeningnum um ævina. Ég hef ekki
séð eina huggulega dömu mótmæla
þessari ráðstefnu. um leið og einhver
þekkt fegurðardís mótmælir dæminu,
þá skal ég láta sokk upp í skítugan
kjaftinn á mér.“
Bryndís Ásmundsdóttir, lEikkona:
„Ég veit ekki hvað „ráðstefna“ þýðir í þessu
dæmi. af hverju erum við svona hrædd við
þetta? af hverju erum við svona hrædd við að
venjulegt fólk eins og þú og ég er að koma til
Íslands? fólk keppist um að garga í beinni
útsendingu á útvarpsstöðvunum. Það mætti
halda að þetta fólk ætlaði að standa á
götuhornum og taka nokkrar stellingar! Ég
veit ekki hvað þau eru að fara gera, en held að
okkur komi ekkert við hvað þeim fer á milli á
Hótel sögu. Okkur finnst æðislegt þegar
heimsfrægir leikarar mæta á svæðið. af hverju
eigum við að hafa skoðun á því fólki sem
starfar við þennan bransa frekar en annan?“
margrét PÁlmadóttir,
kórstjóri:
„Ég er svo mikil mamma og ég á svo
fallegar dætur að ég vil þetta ekki. Ég
er viss um að mig myndi dauðlanga
þetta ef ég væri karlmaður, en mér
finnst þetta er „lásí“ atvinnugrein.“
júlíus Valsson læknir:
„ef slík starfsemi brýtur í bága við
lög, á að banna hana. annars er
varla grundvöllur fyrir því.“
arnþrúður karlsdóttir, útVarPsstjóri:
„Mitt svar er: Vandinn við þetta mál er að við getum
ekki hindrað för manna til landsins til þess að tala
saman, nema að fyrir liggi að hér sé um dæmda
glæpamenn að ræða. Lögreglan hefur bæði tæki og
tól og önnur úrræði til þess að fylgjast með því sem
þessir „klámhundar“ munu aðhafast hér á landi. en
þetta er ekki beint það sem við Íslendingar þurfum
á að halda í landkynningu okkar.“