Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 39
E ggert Gíslason eða Eddi hætti námi í menntaskóla á sín-um tíma. Hann kaus frekar að leggjast í flakk um heiminn og það gerði hann frá átján til tuttuguog- sjö ára aldurs og vann við hitt og þetta á ólíkustu stöðum. „Ég bjó til dæmis í tvö ár á Spáni, annað þeirra í Barcelona, þar sem ég vann við að gera upp gamla lysti- snekkju. Áður hafði ég þvælst um Af- ganistan, Pakistan og Íran. Ég var í Íran þegar Rússarnir réðust inn í Af- ganistan og var á leiðinni heim heim frá Indandi um það leyti sem Khom- eini tók við völdum í Íran. Ég nýt þess enn þann dag í dag að þvælast hvert sem starfið ber mig þótt það sé auð- vitað alltaf gott að eiga heimili á Ís- landi.“ Eddi byrjaði að vinna við kvik- myndagerð þegar hann hóf störf hjá Sjónvarpinu í „gamla daga“. Hann sá auglýsingu þar sem auglýst var eftir leikmunameistara hjá Sjónvarpinu, sótti um og fékk vinnuna. „Ég hafði ekki lært neitt í þá veru en hafði aðeins komið nálægt vinnu við leikmyndir hjá áhugaleikhúsum. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég fór í masternám í leikmyndagerð á Englandi eftir mjög þreytandi vinnu við Myrkrahöfðingjann, mynd Hrafns Gunnlaugssonar. Að námi loknu fór ég að vinna á frjálsum markaði. Fyrsta myndin sem ég vann að var Benjamín dúfa og seinna vann ég með Árna Páli Jóhannessyni við gerð myndarinnar Djöflaeyjan sem leik- munameistari og brellumaður. Leik- myndin í Djöflaeyjunni var óvenju- viðamikil en hún byggðist hægt og rólega upp og það var kannski það fallega við hana. Enda var það þannig að þegar hún var rifin niður hélt fólk að þetta gamla braggahverfi hefði staðið þarna alla tíð. Yfirleitt geng- ur þessi vinna þannig fyrir sig að ég byrja að vinna á upptökustað tveimur til þremur mánuðum áður en tökur á myndinni hefjast en undirbúningur- inn getur tekið eitt ár. Þá hefst hand- ritavinna og vinna með leikstjóra þar sem fólk kastar hugmyndum sín á milli. Tveimur eða þremur mánuð- um áður en myndin fer í framleiðslu fer ég svo að vinna með mínu fólki og minni deild. En vinnu okkar er alls ekki lokið þegar tökur hefjast. Mér finnst sjálfum að þá hefjist aðalvinn- an; það þarf að fylgja því eftir að leik- myndinni sé fylgt út í ystu æsar og að þeir hlutir sem eiga að birtast á tjald- inu skili sér á sinn stað.“ Störf með frægu fólki Íslensk kvikmyndagerð stendur ekki á gömlum merg. Er ekkert erfitt og jafnvel skrýtið að vinna með stór- um nöfnum í þessum bransa fyrir mann sem kemur frá litla Íslandi? „Ég hef oft komist að því þegar ég er að vinna með þessum mönnum að ég þarf alls ekki að hafa minni- máttarkennd gagnvart þeim. Ég nota auðvitað tækifærið til þess að læra af sumum þeirra sem svo aftur á móti læra af mér að vinna við þær aðstæð- ur sem eru hér á Íslandi og eru þeim framandi. Það er oft erfiðara að vinna með reynslulitlum mönnum; þeir vita ekki alveg hvað þeir vilja fá fram. En að mínu mati byggist kvikmynda- gerð á almennri skynsemi og góðri sýn á hlutina frekar en einhverjum rembingi. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að Hollywood sé endilega draumaland þeirra sem vinna að kvikmyndagerð. Auðvitað má segja að hún sé einn af aðalhornsteinunum. Þar hafa kvik- myndagerðarmenn frá öllum heim- inum rottað sig saman. Ég hef mis- jafna reynslu af störfum mínum þar eftir því hvort ég er að vinna með Bandaríkjamönnum, Englendingum, Þjóðverjum eða Frökkum. Það sem einkennir Hollywood fyrst og fremst er kannski sú heiftarlega samkeppni sem þar ríkir sem oft skapar leiðin- legar vinnuaðstæður. Svo eru þar auðvitað þessi stóru og valdamiklu stúdíó sem oft beina myndum inn á þær brautir sem stjórnendur þeirra vilja og peningar eiga það til að ráða mjög miklu. En auðvitað hafa margar ágætis „indipendent“ myndir kom- ið frá Hollywood og einnig frá stóru stúdíóunum“. Þú hefur greinilega unnið með stjörnum frá ýmsum löndum og kom- ist í tæri við frægar kvikmyndastjörn- ur. Hvað hefur sú reynsla kennt þér um þetta fólk og hvað greinir það frá öðrum dauðlegum mönnum? „Óneitanlega kemst maður í tæri við þetta fólk; við búum á sama hóteli og vinnum að sama verkefni. Yfirleitt er þetta hið ágætasta fólk, ég hef ekki orðið var við að það beri einhvern sérstakan þokka fram yfir aðra, lík- lega er þetta fólk bara almennt mikl- ir vinnuhestar og sjálfsagt spilar ein- hver heppni þar inn í líka. Það er oft þannig að ég kannast ekki við þessi frægu andlit þar til einhver nefnir við mig að þarna fari heimsfrægir leik- arar. Þeir sem mér eru eftirminni- legastir eru samstarfmenn mínir og deildarstjórar frekar en leikstjórar og leikarar. Þetta eru oft menn sem hafa unnið við sitt fag í tugi ára og kom- ið að ýmsum og ólíkum verkefnum, svo sem gamlir brellumeistarar og leikmyndahönnuðir. Það er fólk sem kemur ekki fyrir sjónir kvikmynda- gesta.“ Gott orðspor skapar góð tækifæri Að sögn Edda er orðsporið mikil- vægt í þeim heimi sem hann lifir og hrærist í það að ein mynd leiði af sér aðra. „Ég var á sínum tíma beðinn um að gera leikmynd fyrir myndina Einn komma núll sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum hér heima. Í fyrstu vissum við ekki hvar hún yrði fram- leidd, fyrst stóð til að gera hana í Kan- ada en þegar ekkert varð af því var ég eiginlega búinn að gefa verkefnið frá mér. En allt í einu var ákveðið að myndin yrði gerð í Búlgaríu, í Búda- pest, og þá stökk ég til og hannaði leikmyndina. Ég var ekki eini Íslend- ingurinn sem kom að þeirri mynd því Marteinn Þórsson er annar af tveim- ur leikstjórum myndarinnar. Í fram- haldi af þeirri vinnu báðu banda- rísku framleiðendurnir sem komu að myndinni mig að hafa samband við Suður-Afrískan leikstjóra sem var að starfa með þeim. Við töluðum sam- an og þótt það hafi kostað vissa bar- áttu til að byrja með small samstarfið vel saman. Í dag erum við góðir vin- ir og erum að vinna saman að fleiri verkefnum. Og það var einmitt í Suð- ur-Afríku sem ég vann að verkefninu sem mér þykir vænst um. Það var við kvikmyndina Drum sem ég vann við árin 2003-2004. Myndin gerist á tím- um aðskilnaðarstefnunnar og bygg- ist á raunverulegum atburðum. Hún segir frá morði blaðamannsins og blökkumannsins Henry Nxumalo, sem talið er að hafi verið myrtur af sambræðrum sínum. Blaðið Drum, sem myndin heitir eftir og er gefið út enn þann dag í dag, var á þessum tíma gefið út af hvítum, breskum að- alsmanni. Hann hafði marga svarta menn í vinnu og reyndi að afla sér upplýsinga um glæpi aðskilnaðars- inna, sérstaklega þá sem bjuggu upp til sveita og víðar þar sem svartir voru hreinlega drepnir og grafnir á ökrun- um. Á þessum tíma var stór hluti Jó- hannesarborgar jafnaður við jörðu, t.d. borgarhlutinn sem hét Sophiat- own, en þar var frjáls vettvangur ólíkra þjóðflokka, hvítra, svartra, gyðinga og fleiri. Þarna var fjörugt mannlíf, til dæmis mikið um frábæra djasstónlist. Á tveimur til þremur mánuðum var þetta hverfi jafnað við jörðu og íbúar þess fluttir í ,,eldspýtnaúthverfi“ sem einkennast af hrörlegum húsum og bröggum sem enn eru til og eru stór hluti af borginni Soweto. Ég er leik- myndahönnuður myndarinnar og sá um alla umgjörð hennar og það má segja að ég hafi endurskapað Jó- hannesarborg eins og hún leit út árið 1956. Það var dálítið undarlegt fyrir Íslending að vera allt í einu staddur í Jóhannesarborg og vita mjög lítið um aðstæður í Suður-Afríku á þess- um tíma. Ég var svo heppinn að kom- ast í mjög gott gagnasafn hjá þýskum ljósmyndara sem starfaði við blað- ið á þessum tíma, myndir af ýmsum atburðum sem vissulega auðveld- uðu mér vinnuna mjög mikið. Við skoðuðum öll verstu fátækrahverfi Jóhannesarborgar þar sem hægt var að finna óhreyfða hluti og umhverfi frá þessum tíma og sáum að besta sögusviðið var í Soweto í þorpi sem heitir Clintown og þar bjuggum við á tímabili ásamt samstarfsfólkinu. Aðstæður þar voru mjög erfiðar, þar var mjög hættulegt að vera á ferðinni eftir myrkur því lítið var um rafmagn og upplýstar götur. Þorpsbúar vör- uðu okkur við að vera á ferðinni eft- ir myrkur og í sumum bæjarhlutum varð ég að fá fylgd glæpamanna, því leikstjórinn og framleiðandinn höfðu tengsl inn í þá veröld sem er mjög öflug í samfélaginu, meðan ég var að skoða tökustaði. Það kom stund- um fyrir að einhver Súlúmaðurinn gekk berserksgang með öxi eða eitt- hvað í þeim dúr á næturna eða átti eitthvað við leikmyndina og einnig voru stöðugir skothvellir um nætur. Í sakleysi okkar trúðum við því ekki í fyrstu að þarna færu menn sem voru að skjóta mann og annan og héldum að þarna væri stöðugt verið að halda upp á áramót og slíkt. Á þessum tíma var morðtíðnin mjög há í Jóhannes- arborg og árið sem ég var þarna voru myrtir um sjö þúsund lögreglumenn í Suður-Afríku. En blessunarlega kom ekkert alvarlegt fyrir neinn úr okkar liði. Í tökuliðinu var mest um innfætt fólk fyrir utan mig og tökukonuna sem var bandarísk. Þannig af obbinn af starfsfólkinu var heimavanur. Verðlaunamynd sem hefur hlot- ið mikla athygli Þegar myndin var sýnd í Suður-Afr- íku vakti hún mikla úlfúð hjá vissum hópum vegna þess að sumar söguhetj- urnar eru enn þá á lífi, nú háaldrað fólk, og þessi frelsisbarátta sem fjallað er um er enn í fullum gangi. „ Sem dæmi má segja að Nelson Mandela þekkti vel blaðamanninn sem var myrtur og hann vissi af þessu verkefni. Myndin var verðlaunuð og var þá sérstaklega fjallað um mynd- ina í ræðu á þinginu. Sagan á bak við Drum er mjög þekkt og kær íbú- um Suður-Afríku og það var erfitt, en jafnframt mikill heiður, fyrir mig sem Íslending að fá að taka þátt í að skapa henni líf á kvikmyndatjaldinu. Mynd- in hefur ekki enn verið sýnd á Íslandi en hún hefur vakið mikla athylgi á virtum kvikmyndahátíðum, t.d. í Tor- onto og London. Hún hlaut einnig stærstu verðlaun sem hægt er að fá í Afríku, Black Stallion, á kvikmynda- hátíð í Burkina Faso en það er ríki í Afríku sem áður hét Efri-Volta. Þessi hátíð hefur verið haldin í fjörutíu og fimm ár og yfirleitt hafa Arabarík- in hlotið þessi verðlaun og þetta var í fyrsta sinn sem mynd fyrir sunnan Sahara hefur hlotið verðlaun. Ég var staddur í snjóskafli á Íslandi þegar ég fékk símboð þar sem sagði: Gongrat- ulations, you won the Ouagadougou Awards. Ég vissi ekki einu sinni hvaða fyrirbæri þetta Ouagadougou var, en það reyndist vera höfuðborg Burkina Faso. Myndin hefur verið sýnd í Þýska- landi og svo auðvitað um alla Afríku. Henni hefur ekki verið dreift víðar og sennilega er aðalástæðan sú að fyrst var afríski framleiðandi hennar myrt- ur, því næst lést þýskur framleiðandi myndarinnar og skömmu síðar fékk bandarískur framleiðandi myndar- innar hjartaáfall. Það má því segja að myndinni hafi fylgt svolítil ógæfa. Þess má geta að á þeim tíma sem afr- íski framleiðandinn var myrtur var hann að undirbúa Íslandsferð,“ segir Eddi að lokum sem fer á næstunni til Glasgow til að vinna litla mynd með gömlum félaga sínum. Síðan er ferð- inni heitið aftur til Suður-Afríku til að vinna að annarri kvikmynd. En fyrst ætlar hann að ljúka samvinnu við Martein Þórsson sem er að skrifa handritið að Roklandi sem byggð er á samnefndi bók Hallgríms Helgason- ar. thorunn@dv.is DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 39 Gerið góð kaup, mörg húsgögn undir kostnaðarverði, full búð af nýjum vörum á tilboði. Útsala 10-70% afsl. 39.900 kr 13.500 kr Frá 16.900 kr 34.000 kr „Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að Hollywood sé endilega draumaland þeirra sem vinna að kvikmyndagerð. Auðvitað má segja að hún sé einn af aðalhornsteinunum. Þar hafa kvik- myndagerðarmenn frá öllum heiminum rottað sig saman. Ég hef misjafna reynslu af störfum mínum þar eftir því hvort ég er að vinna með Bandaríkjamönnum, Englendingum, Þjóðverj- um eða Frökkum. Það sem einkennir Holly- wood fyrst og fremst er kannski sú heiftarlega samkeppni sem þar ríkir sem oft skapar leiðin- legar vinnuaðstæður.“ Úr kvikmyndinni Drum. Á myndinni er aðalleikari myndarinnar taye diggs sem leikur blaðamanninn, ásamt gabriel Mann sem leikur þýska ljósmyndarann og suður- afríkska leikaranum soba o.fl. Gömul ljósmynd af blaðamanninum Henry Nuxama sem tekin er af ljósmyndaranum Jurgen Schade- berg Myndin er tekin af þýsum ljósmyndara sem starfaði við tímaritið drum og er enn á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.