Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 23. febrúar 20076 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Framsóknarmenn eru fínir menn dagfari Þrettán árum eftir að setja átti reglugerð um bótaskylda atvinnusjúkdóma bólar enn ekkert á henni. Fimm ráðherrar hafa komið og farið síðan núgildandi lög um almanna- tryggingar voru sett. Þar var kveðið á um setningu reglugerðarinnar sem hefur verið meira en þrettán ár á leiðinni. Dugðu ekki þrettán ár til að semja reglugerðina Engin reglugerð er til um hvaða atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir úr almannatryggingakerfinu. Þetta gerist þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt lög 20. desember 1993 þar sem kveðið er á um að setja skuli slíka reglugerð. Meðan reglugerðin er ekki til eiga þeir sem þjást af atvinnusjúkdómum ekki rétt á bótum úr almannatryggingakerfinu. Brynjólfur Þ. Guðmundsson blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is „Við höfum beðið í þrettán ár og vonum að það fari að koma að þessu,“ segir Kristinn Tómasson, læknir hjá Vinnueftirlitinu, um langa bið eftir reglugerðinni. Hann segir að þar sem reglugerðin hefur ekki verið gefin út fái fólk með kvilla sem rekja megi til atvinnusjúkdóma ekki sam- bærilegar bætur og ef það yrði fyrir vinnuslysum. Óvíst er hversu margir kunna að hafa orðið af bótum á síð- ustu þrettán árum vegna reglugerð- arleysisins. „Það gæti verið einhver hópur manna sem á rétt á þessum bótum. Hann er ekki mjög stór,“ seg- ir Kristinn og bætir við að upphæð- irnar séu ekki heldur sérlega háar. Hann segir að fólk geti jafnvel fengið bæturnar í formi veikindaréttar hjá vinnuveitanda. Vegna þess að fólk fær ekki bæt- ur úr almannatryggingum vegna atvinnusjúkdóma eru þeir ekki til- kynntir til yfirvalda. „Það er eng- inn hagur af því fyrir sjúklinginn að þeir verði tilkynntir,“ segir Kristinn og telur það geta haft slæm áhrif. Þá er hætta á að stjórnendur fyrirtækja og eftirlitsmenn átti sig ekki á að um atvinnusjúkdóm sé að ræða. Því er hætta á að ekkert sé gert til að gera vinnustaðina betri og draga þannig úr hættu á að aðrir sýkist. Kristinn segist ekki vita til þess að dæmi séu um reglugerðir sem hafi tafist svona lengi að gefa út. Bíður svara ráðherra „Einhverra hluta vegna hefur ekki náðst samkomulag um þetta,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann lagði á dögunum fram fyrirspurn til Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað liði setningu reglugerðar- innar. Hann bíður þess nú að ráð- herra svari honum á Alþingi. Guðjón Ólafur er formaður stjórnar Vinnu- eftirlits ríkisins og lagði fyrirspurnina fram eftir umræðu innan stjórnar. Alþjóðavinnumálastofnunin hef- ur útbúið lista yfir atvinnusjúkdóma en einnig þarf að taka tillit til sérís- lenskra sjúkdóma við útgáfu reglu- gerðarinnar, segir Guðjón Ólafur. Hann segir stöðuna þannig að verði atvinnusjúkdómar raktir til vinnu- veitanda eigi launþegar rétt á bótum frá vinnuveitanda. Beri vinnuveit- andinn hins vegar ekki sök á laun- þeginn ekki rétt á bótum. Dagfari las grein eftir Ingvar Gísla- son, sem bæði var ráðherra og þing- maður fyrir Framsóknarflokkinn, og Dagfara rak í rogastans. Ingvar hélt því blákalt fram að það væri erfitt að vera framsóknarmaður á mölinni. Hann sagðist þess fullviss að malar- búar kynnu bara ekkert að meta fram- sóknarmenn. Þetta er firra hjá Ingvari. Hann var sjálfur mikilsmetinn maður, og ekki síður sem ráðherra. Það man Dagfari. Svo er um marga aðra framsóknar- menn. Það er ekki bara að framsókn- armenn séu oft meira og betur metn- ir en menn annarra flokka. Sumir framsóknarmenn ná þeim hæðum að þeir eru elskaðir af þjóð sinni. Þannig er með Guðna Ágústsson. Hann er ekki bara stjórnmálamaður; hann er Guðni, Guðni okkar. Því er nánast ekki trúandi að Ingvar hafi ekki orð- ið þess áskynja að Guðni er ekki bara mikilsmetinn, hann er elskaður. Ekki þrátt fyrir að hann er framsóknar- maður, heldur vegna þess. Það er nú það. Vissulega hafa einstaka nöldur- seggir kvartað og kveinað vegna þess að framsóknarmenn eru almennt öðrum mönnum fremri. Það er ekki vegna þess að framsóknarmenn eru framsóknarmenn að þeir veljast til bestu starfa. Það er af mannkostum, framsóknarmannakostum sem slíkt gerist. Þeir bestu verða að vera þar sem mest á reynir. Það er rétt hjá Ingvari Gíslasyni að malarbúar kunni ekki að meta ágæti framsóknarmanna. Það sést best á því dræma fylgi sem flokkurinn hef- ur þar sem flestir búa. En það er ekki vegna þess að framsóknarmenn séu ekki ágætir. Það er vegna þess að mal- arbúarnir hafa bara ekki komið auga á það. Augu malarbúanna verða að opnast fyrir ágæti framsóknarmanna. Kosningar eru á næsta leiti, og það kann að verða um seinan að sjá ekki ágæti framsóknarmanna í tíma. Það er hrein öfund út í ágæti fram- sóknarmanna sem fær óvandað fólk til að tala niðrandi eða meiðandi um framsóknarmenn. Efast einhver um að það hafi ekki verið vegna mann- kosta sem nær allir sem voru á lista framsóknarmanna í Reykjavík fengu fínustu störfin skömmu eftir kosning- arnar. Að halda öðru fram er ósvinna. Dagfari vill að mannkostir verði not- aðir í almannaþágu. Rétt eins og Ingvar fyrrum menntamálaráðherra. Skammsýni malarbúa er mikil. Dagfari hefur mikið velt fyrir sér hvort ekki sé rétt að ráða ekki aðeins frambjóðendur Framsóknarflokksins til starfa, hvort ekki sé unnt að gera það líka við kjósendurna. Þeir eru ekki svo margir. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr öðru fólki. Ágæti flestra framsóknarmanna er mikið. Það er mikill missir fyrir þá sem ekki sjá Bændur úthýsa klámgestum Siðvandir bændur í stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga Hótel Sögu, hafa ákveðið að vísa frá klámráðstefnugestum sem ætluðu að gista á hótelinu í byrjun mars. Að auki er ákvörðun þeirra studd af Rezidor Hotel Group sem er rekstr- araðili hótelkeðjunnar. Ljóst er að hávær mótmæli gegn komu klámgestanna hafi haft áhrif á ákvörðun bændanna en bæði borg- arstjórn, alþingi og aðrir þrýstihóp- ar hafa mótmælt heimsókninni af krafti. Einnig lýsa bændur vanþókn- un sinni á iðnaði þeim sem gestirnir koma að. sýknaður af netníði Maður var sýknaður fyrir netníð á visir.is í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann var ákærður fyrir að hafa ásakað sóknarprestinn í Garðabæ um að vera geðveikur og að hafa komist að sem prestur á undarlegan hátt. Maðurinn átti að hafa skrifað undir netfanginu draumaprins@ visir.is. Hann neitaði sakargiftum og hélt því fram að fyrrum nemend- ur sínir sem hann kenndi á tölv- ur vissu lykilorðið. Þrátt fyrir að í ljós hafi komið að faðir mannsins er sóknarbarn í Garðarbæ og hefur eldað grátt silfur við prestinn, var maðurinn sýknaður því ekki tókst að færa sönnur á að hann hefði skrifað netníðið. loka sláturhúsi Stjórnendur Kaupfélags Skag- firðinga hafa ákveðið að loka slát- urhúsi félagsins frá og með 1. mars næstkomandi. Í bréfi sem sent var bændum sem stóðu í viðskiptum við sláturhúsið er greint frá því að rekst- urinn hefi staðið höllum fæti í sam- anburði við nýjar og tæknivæddar afurðastöðvar. „Það er því mat okkar að betra sé að horfast í augu við þessar stað- reyndir sem blasa við og leggja meira kapp á að skapa hagræðingu,“ segir orðrétt í bréfinu. sigtryggur@dv.is jón Kristjánsson Heilbrigðisráðherra frá 14. apríl 2001 til 7. mars 2006. sighvatur Björgvinsson Heilbrigðisráðherra frá 12. nóvember 1994 til 23. apríl 1995. siv friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra frá 7. mars 2006 til dagsins í dag. Ingibjörg Pálmadóttir Heilbrigðisráðherra frá 23. apríl 1995 til 14. apríl 2001. Guðmundur Árni stefánsson Heilbrigðisráðherra frá lagasetningu 20. desember 1993 til 12. nóvember 1994 Fimm ráðherrar en engin reglugerð dv-mynd stefán Ekki bætur fyrir tvinnusjúkdóma fólk sem ella hefði fengið bætur verður af þeim þar sem reglugerð skortir enn, þrettán árum eftir lagasetningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.