Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 31
föstudagur 16. fEBrúar 2007 31Sport DV 10 verstu kauptímabilsins á Englandi Væntingarnar á stamford Bridge, heimavelli Chelsea, voru gríðarlegar fyrir þetta tímabil enda sjaldan eða aldrei eins stór nöfn komið til eins félags fyrir eitt tímabil. Michael Ballack, andriy shevchenko, ashley Cole, Khalid Boulahrouz, John Obi Mikel og salomon Kalou voru keyptir til Chelsea síðasta sumar og óhætt er að segja að enginn þeirra hefur slegið í gegn. Búist var við miklu af þeim Ballack og shevchenko en þeir félagar hafa eingöngu verið skugginn af sjálfum sér. ashley Cole hefur hreint út sagt ekkert getað, John Obi Mikel var keyptur á 16 milljónir punda en Chelsea hefði betur keypt atla Jóhannsson fyrir brot af þeirri upphæð. Khalid Boulahrouz lenti upp á kant við Mourinho, stjóra Chelsea, og hefur fá tækifæri fengið. Þrátt fyrir að hafa ekki vakið neina sérstaka hrifningu þá hefur salomon Kalou líklega verið skásti nýi leikmaður félagsins enda var ekki búist við miklu af þeim dreng fyrir tímabilið. Allir nýju leikmenn ChelseA jAvier mACherAno og CArlos Tevez (WesT hAm) Ekki er annað hægt en að tala um þessa tvo leikmenn saman en báðir þessir leikmenn komu til West Ham frá Corinthians í Brasilíu, báðir eru þeir í eigu íranska kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, þótt ótrúlegt megi virðast, og hvorugur þeirra hefur getað nokkurn skapaðan hlut hjá West Ham. Þessi viðskipti West Ham-manna vöktu gríðarlega athygli, enda voru þeir félagar taldir með efnilegustu knattspyrnu- mönnum í heiminum. sem dæmi um hve lélegir þeir hafa verið hjá West Ham þá er félagið nú búið að lána Mascherano til Liverpool og tevez er aftar en hinn fertugi teddy sheringham (verður 41 árs 2. apríl) í goggunarröðinni hjá West Ham. roberT huTh (middles- brough) Þessi strákur hefur allt til að bera til að vera góður miðvörður en Huth er 188 sm og gríðarlega sterkur líkamlega. Huth var keyptur til Middlesbrough frá Chelsea á sex milljónir punda en allt útlit er fyrir að southgate, stjóri Middles- brough, hafi þar keypt köttinn í sekknum. Huth var eingöngu 32 sinnum í byrjunarliði Chelsea á þeim fimm árum sem hann lék þar en samningur hans við Middlesbrough er til fimm ára og ekki er útlit að hann verði mikið oftar í byrjunarliðinu hjá Boro. FAbio Aurelio (liverpool) Hinn brasilíski aurelio kom til Bítlaborgarinnar frá Valencia og þrátt fyrir að hafa ekki kostað Liverpool neitt þá hefur hann ekki ennþá borgað sig í verði. Benitez, stjóri Liverpool, þrjóskaðist við að hafa þennan strák í byrjunarlið- inu í upphafi tímabilsins en hefur síðar áttað sig á því að þarna var leikmaður sem engan veginn var að fóta sig í ensku deildinni. Það má vel vera að aurelio þurfi tíma til að aðlagast enska boltanum en hingað til hefur hann verið arfaslakur og verðskuldar fyllilega fjórða sætið á þessum lista. dAmien duFF (neWCAsTle) Margir töldu að Mourinho væri að gera mistök þegar hann lét duff fara frá Chelsea og enn fleiri töldu að Newcastle væri líklegt til afreka á þessari leiktíð eftir þessi viðskipti. sú hefur alls ekki orðið raunin. duff kostaði fimm milljónir punda en eins og frammistaða hans hefur verið á leiktíðinni til þessa þá hefðu fimm þúsund krónur verið líklegra verð. Þar að auki er duff talinn vera með 90 þúsund pund á viku í laun, rúmlega 12 milljónir króna, og eflaust er hægt að hugsa sér mun betri leið til að eyða þeim fjármunum. Andy reid (ChArlTon) Þetta er strákur sem keyptur var til tottenham á sínum tíma frá Nottingham forest og miklar vonir voru bundnar við. reid stóð ekki undir væntingum hjá tottenham og Charlton festi kaup á honum síðasta sumar. Líkt og hjá flestum leikmönnum Charlton á þessari leiktíð hefur ekkert gengið upp hjá reid og svo virðist sem að hann sé búinn að missa sætið sitt í liði Charlton. Ekki bætir úr sök að reid er frekar hallur undir sopann að sögn manna en það hefur sjaldan eða aldrei fleytt mönnum langt í fótboltaheiminum. didier zokorA (ToTTenhAm) Zokora hefði getað farið til arsenal síðasta sumar en hann valdi frekar að fara til tottenham. Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu með st. Etienne í frönsku deildinni og einnig með landsliði fílabeinsstrandarinnar á HM í Þýskalandi. Zokora býr yfir miklum hæfileikum en því miður fyrir hann og tottenham hafa þeir hæfileikar ekki komið í ljós í vetur. Zokora kostaði átta milljónir punda og Martin Jol, stjóri tottenham, var hæstánægður þegar gengið var frá kaupunum og batt miklar vonir við nýja leikmann- inn. Nú virðist Zokora hins vegar ekki vera í náðinni hjá Jol, sem meðal annars hefur gagnrýnt leikmanninn fyrir ítrekaðan leikaraskap. hATem TrAbelsi (mAnChesTer CiTy) túnisinn Hatem trabelsi var lengi vel einn eftirsóttasti bakvörður Evrópu. Hann ákvað þó á sínum tíma að framlengja samning sinn við ajax en sló til síðasta sumar og gekk í raðir Manchester City á frjálsri sölu. trabelsi hefur hins vegar vægast sagt valdið vonbrigðum á þessari leiktíð með City. Hann hefur einnig átt við töluverð meiðsli að stríða á þessari leiktíð auk þess sem að trabelsi fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi fyrr en mánuður var liðinn af leiktíðinni. Eini ljósi punktur leikmannsins á leiktíðinni var markið sem hann skoraði gegn erkifjendunum í Manchester united, hans fyrsta og eina mark fyrir Manchester City. gAbriel pAleTTA (liverpool) Paletta kom til Liverpool frá Banfield í argentínu og rafa Benitez, stjóri Liverpool, batt miklar vonir við leikmanninn. Benitez gerðist meðal annars svo djarfur að líkja honum við roberto ayala, leikmann Valencia. „Paletta er nákvæmlega sá leikmaður sem við þurfum og leikstíll hans hentar vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Benitez síðasta sumar þegar gengið var frá kaupunum. Þetta hefur hins vegar alls ekki gengið eftir. Paletta hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði Liverpool og hefur verið arfaslakur í þeim leikjum sem hann hefur spilað. sTiliyAn peTrov (AsTon villA) Martin O‘Neill, stjóri aston Villa, barðist lengi fyrir því að fá Petrov til liðsins en þrátt fyrir að hafa spilað með Celtic í skosku úrvalsdeildinni með góðum árangri hefur hann ekki náð að sanna sig svo um getur í ensku úrvalsdeildinni. Petrov fór að vísu ágætlega af stað með Villa en frammistaða hans hefur heldur dalað upp á síðkastið og hann hefur ekki staðið undir væntingum, enda leikreyndur landsliðsmaður hér á ferð sem keyptur var á 6,5 milljónir punda. shevchenko og ballack „úff, hvað erum við að gera hér í kuldanum á Englandi. Jæja, við erum allavega ríkir.“ khalid boulharouz Kallaður mannætan í Þýskalandi en á Englandi hefur hann einungis borðað fisk og franskar. saloman kalou Best geymdur í áhorfendaskaranum. john obi mikel af hverju fór ég ekki í Manchester??? 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 ÍÞrÓttaMOLar lésT við Að spilA FóT- bolTA shrove-leikurinn á Englandi endaði með miklum harmleik þegar 51 árs leikmaður lést. shrove hefur verið spilaður á Englandi frá 12. öld og er fótbolta/rugby-leikur með 200 manns í hvoru liði og spilaður á gríðarlega stórum velli. Engar reglur eru og liðin sem leika eru kölluð up‘ards og down‘ards. Leikurinn er spilaður á tveimur dögum, frá 14 til 22 báða dagana. „samúð okkar er með fjölskyldu hins látna,“ sagði John Hanson formaður shrove-leiksins. rAngers slepp- ur við sekT skoska liðið glasgow rangers sleppur við sekt frá uEfa eftir að stuðningsmenn liðsins sungu og trölluðu að nasistasið í viðureign liðsins og Maccabi tel aviv. Myndir náðust af stuðningsmönnum heilsa að sið nasista og ákvað uEfa að rannsaka málið. Í ljós kom að stuðningsmenn rangers hafa heilsað svona í aldanna rás og ákvað uEfa að aðhafast ekkert frekar í málinu. sTuðningsmenn everTon ekki sáTTir Eftir leik Everton og tottenham á miðvikudag mátti david Moyes knattspyrnustjóri Everton þola mikil köll þegar hann yfirgaf goodison Park. stuðningsmenn voru ekki sáttir að Moyes hefði tekið framherja út af og sett varnarmann í staðinn. Jermaine Jenas skoraði sigurmarkið undir lok leiksins og sagði Moyes að han skildi gremju stuðn- ingsmannanna. Terry Frá í 6 vikur fyrirliði Chelsea og Enska landsliðsins John terry verður frá keppni í allt að 6 vikur vegna meiðsla sem hann hlaut á miðvikudag. terry mun því ekki leika í úrslitum deildarbikarsins á móti arsenal og væntanlega missir hann af leik Englendinga og Ísrael. terry var nýkominn aftur í leikmannahóp Chelsea eftir að hafa verið meiddur í baki í nokkrar vikur. FjárFesTAr hAFA AugAsTAð á mAn. CiTy stjórn Manchester City hefur staðfest að hópur fjárfesta sé að íhuga yfirtökuboð í félagið. Enn hefur þó ekkert formlegt tilboð verið lagt inn. John Wardle, stjórnarformaður Manchester City, og við viðskiptafé- lagi hans, david Makin, eiga stærstan hlut í félaginu, eða 29,75% af hlutabréfum þess. „mAyWeATher er eins og Chi- huAhuA“ Mikil eftirvænting er fyrir bardaga Oscars de La Hoya og floyd Mayweather sem mun fara fram í Las Vegas 5. maí. sálfræðistríðið er hafið hjá þeim félögum og Oscar de La Hoya segir að Mayweather sé eins og hundur sem gelti en bíti ekki. „Ég sé þegar menn er taugaóstyrkir. Þá fela þeir sig bak við ytri ásýnd. Það getur hins vegar farið í taugarnar á manni af því að þetta er eins og chihuahua- hundur. En málið er að þeir bíta ekki,“ sagði de La Hoya. „de lA hoyA Fer í gólFið í sjöundu loTu“ floyd Mayweather er enn taplaus á ferlinum, hefur unnið 37 bardaga. Hann telur að það sé eingöngu formsatriði að landa 38. sigrinum gegn de La Hoya. „Mín spá er sú að þetta verði hörkubardagi. En de La Hoya fer í gólfið í sjöundu lotu. Ef ekki þá verður það í áttundu, hann fer annað hvort á andlitið eða bakið eða veifar hvíta fánanum,“ sagði Mayweather.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.