Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 23. febrúar 200724 Helgarblað DV Eitraður þagnarhjúpur kynfErðisofbEldis Bókin Launhelgi lyganna kom út árið 1999 hjá Máli og menningu. Höfundur bókarinnar kallaði sig Baugalín og lýsti í henni hrika- legri lífsreynslu sinni þar sem hún þurfti að þola ítrekaðar nauðgan- ir af hálfu stjúpföður síns. Hann beitti hana hrikalegu ofbeldi sem varð til þess að hún var send til hins alræmda uppeldisheimil- is fyrir vestan, Breiðuvíkur. Bók Baugalínar var ein fyrsta bók sinnar tegundar. Þar dró Bauga- lín hvergi úr en vildi þó ekki koma fram undir nafni til þess að hlífa aðstandendum við sögu sinni. Hún er ekki enn tilbúin að koma fram undir nafni en segir í viðtali að hún muni gera það einn dag- inn. Þegar Baugalín byrjaði að skrifa bókina Launhelgi lyganna hélt hún að enginn fengi að sjá hana nema dætur hennar. Ástæðan fyr- ir því að Baugalín ákvað að setja söguna á blað var sú að dætur hennar ákváðu að kanna hvernig á því stæði að hún talaði ekki við fjölskyldu sína en fengu þau svör að móðir þeirra væri í raun ástæð- an. „Þeim var ekki sagður sann- leikurinn heldur var þeim sagt að eitthvað hefði verið að mér sem enginn skildi. Þau gáfu í skyn að ég væri vandamál fjölskyldunn- ar. Því settist ég niður og ákvað að skrifa dætrum mínum bréf um sannleikann sem þær áttu að fá ef ég mundi deyja,“ segir Baugalín og heldur áfram: „Ég sagði þeim hvers vegna ég fór í miklum snjó um vetur gangandi heim til Kristj- áns Sigurðssonar forstöðumanns upptökuheimilis ríkisins á Kópa- vogsbraut 17. Þar bað ég hann skælandi að lofa mér að vera af því ég gæti ekki farið heim. Þegar ég var búin að skrifa 18 blaðsíður var ég enn að skrifa um upptökuheimilið og rakti mig svo frá því niður æskuna. Þegar bréf- ið var orðið 80 blaðsíður vissi ég að þetta væri ekkert venjulegt bréf heldur vitnisburður minn um það ofbeldi sem ég varð fyrir í æsku. Þegar eldri dóttir las mín það yfir í fyrsta sinn kom hún til mín og sagði að þótt hún hefði nú heyrt eitt og annað hefði henni aldrei dottið í hug að æskan mín hefði verið eins og hún var,“ segir Baugalín um erfiða för sína aftur til fortíðarinnar sem reyndist þó um leið mikið hreinsunarferli. Kvalarinn var lögreglumaður „Þetta byrjaði allt þegar ég kom heim úr sveitinni þegar ég var níu ára gömul,“ segir Bauga- lín um þessa erfiðu reynslu. Hún flutti frá afa sínum og ömmu á átt- unda áratugnum eftir að þau voru skilin. Þá fór hún til móður sinnar sem þá var gift lögreglumanni. „Ég þurfti að sofa á milli mömmu og fósturpabba míns. Þá um nóttina vaknaði ég við að hann tók höndina mína og setti hana milli fóta sér á meðan ég lá upp við bakið á mömmu. Ég man að ég reyndi að anda eins og ég væri sofandi svo hann vissi ekki að ég væri vakandi,“ segir Bauga- lín en ástandið átti eftir að versna til muna. Fósturfaðirinn fór að króa hana af þegar þau voru ein heima. Hann faðmaði hana og kenndi henni að kyssa með tung- unni þegar hún var níu ára gömul. Með árunum varð hann ágengari og þegar hún var orðin ellefu ára fékk hún engan frið frá honum. „Hann var lögreglumaður og þeir eru með vaktaskipti klukk- an sex á morgnana. Mamma fór í vinnu klukkan átta eftir að hún sendi litlu systur mínar í skólann. Þá hafði hann morgnana af því ég var í skólanum eftir hádegi,“ seg- ir hún en þá þegar hafði lögreglu- maðurinn gjörsamlega brugðist trausti barnsins. Eitruð þögn Eftir að ofbeldið náði hámarki fór Baugalín að ganga verulega illa í skóla. Henni hafði áður gengið vel en skyndilega var hún farin að missa alla einbeitingu. Hún hætti að vilja fara í skólann því hún upplifði sig eins og hún væri öðruvísi en hinir krakkarnir. Hún missti mikið úr námi og sú reynsla lagðist þungt á hana. Um tólf ára aldur fór hún grátandi á upptökuheimilið í Kópavogi. Hún vildi ekkert meir en að komast í burtu frá þeim óhugnaði sem ríkti á heimili hennar. „Eftir að ég fór á upptökuheim- ilið var ég partur af hópnum. Ég þurfti ekki að fara heim aftur þar sem angist og eitruð þögn réði ríkjum. Einn daginn voru Hippa- stelpan og ljóshærði vinurinn minn send til Breiðuvíkur og þeg- ar ég forvitnaðist var þar eitt pláss fyrir stelpu eins og mig. Heppna ég, var það sem ég hugsaði. Fyrir mig var það allsherjarlausn á öll- um mínum vandamálum. Þá loks væri ég laus við beiskjuna sem ég fann alltaf fyrir þegar ég hitti mömmu og sá að hún var ekki á leiðinni að skilja við manninn sem misnotaði mig,“ segir Bauga- lín um tilkomu þess að hún var send til Breiðuvíkur. Í skugga Breiðuvíkur „Þegar ég kom þar var Georg Heide Gunnarsson forstöðumað- ur búinn að brjóta niður veggina í fangaklefanum í kjallaranum sem Þórhallur hafði notað til að refsa strákunum sem voru þar nokkr- um árum áður,“ segir Baugalín um aðkomuna á heimilið. Hún segist hafa heyrt af vonda skipstjóran- um, eins og hún orðar það. Hún segir að sögur hafi gengið á heim- ilinu um að piltunum, sem á und- an henni voru, hefði verið refsað á alla mögulega vegu. Aftur á móti var heimilið orðið að skólaheim- ili þegar hún kom þangað og um- hverfið allt annað. Georg Gunn- arsson hafði þá tekið við búinu og hafði hann aðrar hugmynd- ir en Þórhallur Hálfdánarson um uppeldi barna og unglinga. Þór- hallur hefur verið sakaður um að beita pilta sem hjá honum dvöldu miklu harðræði. „Goggi, eins og við krakkarnir kölluðum Georg, var mjög svo sér- stakur maður. Hann sagði ofbeldi ekki bæta neinn, heldur upp- byggjandi samtöl, þar sem reynt var að fá krakkana til að taka smá ábyrgð á sjálfum sér. Hann lagði mikla áherslu á það að við fengj- um sjálfsvirðingu okkar í gegnum vinnuframlag sem við urðum að sinna til að halda vasapeningum,“ segir Baugalín sem minnist ver- unnar á Breiðuvík sem góðs tíma. Hún þurfti ekki að þola kynferðis- legt ofbeldi af hálfu stjúpa síns á meðan - og allt var betra en það í hennar huga. Líf eftir kynferðisofbeldi „Ég var náttúrulega með þykka skel til að fela raunverulega líð- an sem ég skildi ekki alltaf sjálf. Svo hafði ég ekki þroska til að horfast í augu við veruleikann eins og hann var í sambandi við fjölskyldu mína. Einhvern veginn komst ég í gegnum þetta án þess að vera með óraunhæfar vonir um einhverja stórfjölskyldu sem gætu aldrei orðið að veruleika. Nötur- legt, en satt,“ segir Baugalín um þau tilfinningalegu átök sem hún glímdi við eftir reynslu sína. Hún upplifði sig eins og hún hefði ver- ið svikin. Reiðust er hún móður sinni fyrir að hafa leyft ofbeldinu að viðgangast. „Í fjölskyldu minni urðu mik- il uppgjör þegar ég sagði frá kyn- ferðislega ofbeldinu sem ég var beitt - þar sem sumir stóðu með mér og vildu kæra fósturpabba minn en mamma þaggaði snögg- lega niður í þeim í eitt skipti fyrir öll með því að hóta því að drepa sig. Hún er einn af mínum hættu- legustu, þöglu vitorðsmönnum - og berst gegn þessum sannleika eins og hún lifandi getur. Þeg- ar kom í ljós, eftir að ég kom frá Breiðuvík, að fósturpabbi minn hafði líka misnotað yngri systur mínar varð ég mömmu skelfilega reið fyrir að skilja ekki við ógeðið og byggja sig upp aftur með okk- ur systrunum. Það eru núna kom- in rúm 25 ár af þögn á milli okk- ar,“ segir Baugalín um þá reiði sem enn blundar í hjarta hennar. Að sögn Baugalínar lét fósturfaðir hennar ekki staðar numið við þær systur heldur lagðist einnig á syst- urdóttur hennar. Sú stúlka lét lífið í bílslysi árið 1999. Ekki hægt að kæra „Þegar ég áttaði mig á því sem fullþroska kona hvað hafði kom- ið fyrir mig og systur mínar og fór að kanna réttarstöðu okkar upp- götvaði ég að málið var dautt og gerandinn sloppinn vegna þess að brotið var löngu fyrnt. Þetta var sárasti partur þess að verða fullorðinn. Að skoða barnið sem ég einu sinni var og hvað hefur verið hræðilega brotið á því. En eins og það blasir við mér – minn veruleiki – var ég beitt kynferðis- legu ofbeldi sem barn en má ekki segja frá því sem fullorðin kona. Það er allt fyrnt. Þarna finnst mér lögin hafa svikið mig áður en ég vissi rétt minn eða hvernig lögin hljóða. Samt hélt ég að lög væru til að koma í veg fyrir að brotið sé á fólki og það geti leitað réttar síns – en það var ekki í mínu tilfelli. Ég var rænd þeim rétti mínum sem fórnarlamb kynferðisglæps að geta sagt frá vegna þessara ósanngjörnu fyrningarlaga en ég er ekki ein, það er fjöldinn allur af fólki þarna úti í lífinu í sömu sporum. Glæpirnir sem framd- ir voru á þeim eru fyrndir. Því er ég alltaf að bíða eftir að eitthvað vaLur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Ég þurfti að sofa á milli mömmu og fóstur- pabba míns. Þá um nóttina vaknaði ég við að hann tók hönd mína og setti hana milli fóta sér á meðan ég lá upp við bakið á mömmu og reyndi að anda eins og ég væri sofandi svo hann vissi ekki að ég væri vakandi.“ níðingurinn var lögreglumaður fósturfaðir baugalínar starfaði sem lögreglumaður þegar hann misnotaði hana og systur hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.