Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 40
Menning föstudagur 23. febrúar 200740 Menning DV Tískuhönnun í Þjóð- menningarhúsinu Gínur og tíska Í Þjóðmenningarhúsinu verður sýnt það nýjasta í tískuhönnun frá tíu hönnuðum. Um er að ræða íslenska tískuhönnun og verða fjórir hönnuðir á staðn- um og setja upp ný föt fyrir opnum tjöldum. Sýningin hefst klukkan 20.30 annað kvöld og stendur til 27. febrúar. Vetrarhátíð er nú haldin í sjötta sinn. Hátíðin var sett af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra klukkan 20 í gærkvöldi. Hátíðin Franskt vor var sett við sama tækifæri. Opnun- aratriði hátíðarinnar var ekki af verri endanum en þar lék franski gjörn- inga- og tónlistarmaðurinn Michel Moglia lék á eldorgel. Með því að umbreyta hita í hljóð framkallar eld- orgelið undarlegustu hljóð sem fólk almennt tengir ekki hljóðfæraleik. Með Moglia léku Sigtryggur Bald- ursson, Steingrímur Guðmundsson og Gísli Galdur Dj. Vetrarhátíðin barst svo um næsta nágrenni. Dans- hópurinn La Guardia Flamenca var með sýningu í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsinu Tryggvagötu. Danshópurinn blandar á einstak- an hátt saman ástríðu flamengó og skipulagi majoretta. Hópurinn kemur einnig fram á Safnanótt og á laugardagskvöldi. „Dagskrá Vetrar- hátíðar er mjög fjölbreytt,“ segir Sif Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, “því markmið henn- ar er að fá sem flesta til að taka þátt í henni, ekki bara að njóta hennar. Því virkjum við allt frá leikskóla- börnum til eldriborgara og menn- ingarstofnanir, listahópa og félaga- samtök. Með því móti hefur tekist að skipuleggja dagskrá sem höfðar til breiðs hóps og við bjóðum alla velkomna.“ Safnanótt hefst klukk- an sjö í kvöld og stendur til klukk- an eitt eftir miðnætti. Safnanótt nýtur sívaxandi vinsælda og leikur sífellt stærra hlutverk á Vetrarhá- tíð. Dagskrá Vetrarhátíðar lýkur að kvöldi laugardagsins 24. febrúar í Listasafni Reykjavíkur með tónleik- um frönsku hljómsveitarinnar Di- onysos. Hljómsveitin staðfestir að margra mati að frönsk sköpunargáfa lifir enn góðu lífi. Tónleikar Dionys- os eru í samvinnu við Franskt vor. Þessi menningarhátíð, sem haldin er í samvinnu íslenskra og franskra stjórn- valda, er sannkallað gnægtarborð fyr- ir skynfærin. Hátíðin var formlega sett samhliða setningu Vetrarhátíð- ar í Reykjavík. Við tekur sífelld hátíð, sem stendur fram í miðjan maí, og lok hennar marka jafnframt upphaf Listahátíðar í Reykjavík árið 2007. Sig- rún Lilja Guðbjartsdóttir hefur ásamt Eiríki Þorlákssyni liststjórnanda há- tíðarinnar skipulagt hátíðina og segir hana nú haldna í fyrsta sinn á Íslandi. „Hátíðin er samvinna íslenskra og franskra stjórnvalda en haustið 2004 var haldin vegleg kynning á íslenskri menningu í Frakklandi. Sú hátíð stóð í tíu daga. Frakkarnir eru stórtækari því hátíðin Franskt vor mun standa fram í miðjan maí og lokaatriði henn- ar mótar jafnframt glæsilegt upphaf Listahátíðar Reykjavíkur 2007. Fyrir utan menningu, listir og vísindi, verða ferðamál, tíska, hönnun og margt fleira tekið fyrir. Dagskráin er unnin í samvinnu við Útflutningsmiðstöð menningarmála í Frakklandi ásamt sendiráði Frakka á Íslandi en Mennta- málaráðuneytið er í forsvari.“ Sigrún Lilja segir þau leggja kapp á að vinna með þeim hátíðum sem fyr- ir eru. „Opnun vorsýningarinnar hófst formlega með setningu Vetrarhátíð- ar, síðan tekur við kvikmyndavika, vika bókarinnar og hátíðin Aldrei fór ég suður og að þessu öllu loknu tek- ur önnur menningarveisla við, Lista- hátíð 2007.“ Það er sem sagt margt í boði og fólk er hvatt til þess að kynna sér dag- skrá hátíðarinnar. Börnin og Meistarinn Að morgni föstudags 23. febrúar klukkan hálf tíu mun frú Vigdís Finnbogadóttir leiða söng 500 leikskólabarna við Íþróttahúsið Austurbergi. Börnin syngja Frére Jacques, Meistara Jakob, á frönsku og íslensku. Borgarstjórinn og franski sendiherrann munu ásamt eldri borgurum úr Breiðholtinu taka undir. Pourquoi Pas? - Franskt vor er frönsk menningarveisla sem stendur fram á vor og Vetrarhátíð í Reykjavík er nú haldin í sjötta sinn. Þessum menningar- hátíðum var ýtt úr vör við sameiginlega setningu á Austurvelli í gærkvöldi. Bönd og diskó Unglingamenning verður í sviðsljósinu að Kistuhyl 4 föstu- dagskvöldið 23. febrúar. Þar verður boðið upp á leiðsögn á klukkutíma fresti frá klukkan 20. Dagskráin er í boði Árbæj- arsafns og verður fjallað um menningu unglinga fyrr og nú. Efnileg bílskúrsbönd munu skemmta gestum og fólki býðst að kynna sér undirstöðuatriði í diskódansi. Dagskráin verður opin milli klukkan 19 og 24 og aðgangur er ókeypis. Harðneskju- legur vetur Þegar bresku listamennirnir Kathryn Thomas, Tamany Ba- ker og Simon Whetham heim- sóttu Ísland í desember fyrir rúmu ári, heilluðust þau svo af harðneskjulegum íslenskum vetri og endalausu myrkrinu að þau bjuggu til sýningu um upplifun sína. Samsýningin A Dark Light verður frumsýnd í Ráðhúsi Reykjavíkur klukk- an níu í kvöld, en hún sam- anstendur af málverkum, ljós- myndum og hljóðmyndum. Sýningin stendur til 4. mars. xxx xxx Vor fylgir Vetri Eldorgel Michels Moglia Við opnun Vetrarhátíðar og franska vorsins leikur Michel Moglia á eldorgel. vetrarhátíð laddi 6-tugur Tvær áhugaverðar sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Í kvöld klukkan sex verða tvær ljósmyndasýningar opnaðar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar er um að ræða sýningu Jo Duchene, Marglitt útlit, og sýningu Damiens Peyret, Sund og gufa. Gnægtarborð fyrir skynfærin Pourquoi Pas? - franskt vor á Íslandi Dionysos Vetrarhátíð lýkur með tónleikum dionysos Regard Fauve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.