Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 22
Idi Amin var hvorki vel menntað- ur né sérstaklega gáfaður. Hann var hins vegar kænn og hafði gífur- lega persónutöfra, sem hann notaði óhikað til að stjórna fólki í kringum sig. Sjálfur taldi hann sig hafa sér- stakt samband við guð sem vitjaði hans í draumi með góð ráð og fram- tíðarsýn. Eina menntunin sem vitað er að Idi Amin hafi fengið er í íslömskum skóla þar sem hann fékk ágætisein- kunn fyrir Kóranlestur. Líkt og svo margir fátækir blökkudrengir á þeim tíma tók Idi Amin þann eina fram- tíðarkost sem í boði var og freistaði gæfunnar í hernum. Hann var góður íþróttamaður og var Úgandameistari í hnefaleikum í léttvigt í tíu ár í röð frá 1951 til 1960. Í hernum hreifst hann af aganum sem hann kom síð- ar á í forsetahöllinni. Amin var ann- ar tveggja blökkumanna sem fyrstir náðu liðsforingjastöðum og öðrum stöðuhækkunum upp úr því. Frami hans í hernum byggðist meðal ann- ars á dulúð og frjálslegri meðferð staðreynda þegar hann sagði frá af- rekum sínum. Þar fullkomnaði hann einnig hættulega persónutöfrana sem seinna veittu honum vald yfir lífi þegnanna – og dauða þeirra líka. Valdarán í nýsjálfstæðu landi Forsetinn Obote hélt upp á Amin og skipaði hann yfirmann úganska hersins árið 1966. Fimm árum seinna launaði Amin honum ofeldið með því að ræna völdum í landinu. Úganda- búar fögnuðu loforðum hans um að frelsa pólitíska fanga og leggja nið- ur skæða leynilögreglu forvera síns. Áður en langt um leið réðust hans eigin öryggissveitir hins vegar gegn stuðningsmönnum Obotes og síðar gegn hverjum þeim sem Amin lík- aði ekki við. Þannig hófst morðaldan sem áætlað er að hafi orðið í kringum 300 þúsund manns að bana. Áður en yfir lauk átti Idi Amin eftir að fyrir- skipa morð á æðstu yfirmönnum kirkjunnar, eigin ráðherrum og jafn- vel einni af eiginkonum sínum. Skilaboð frá guði Samtímamenn Amins töldu margir að hann hefði orðið geðveikur af sýfilis og sá kvittur er enn á kreiki. Seinni tíma söguskýrendur telja þó flestir ólíklegt að svo hafi verið. Hitt er vitað að Amin taldi sig sérútvalinn þjóðarleiðtoga vegna þess að hann gæti séð óorðna atburði nokkra daga fram í tímann. Þar að auki sagðist hann njóta leiðsagnar guðs sem birt- ist honum í draumi. Ein slík ákvörð- un sem hann tók eftir guðleg skila- boð í ágúst 1972 var að reka alla innflytjendur af asískum uppruna úr landinu, til þess að Úganda yrði „land svarta mannsins“ á ný. Inn- flytjendurnir voru flestir Indverjar sem ráku verslanir og aðra atvinnu- starfsemi og tóku þar með peninga og atvinnu frá innfæddum, að mati Amins. Áætlunin snerist hins vegar í höndunum á honum, í stað þess að gróðinn færðist í svartar hendur var fótunum kippt undan efnahagnum. Hallar undan fæti Amin skapaði sér óvild grannríkja sinna með hótunum um að innlima hluta af Súdan og Kenía með her- valdi. Smátt og smátt kvisuðust fréttir af fjöldamorðum og mannréttinda- brotum öðrum einnig út fyrir landið. Engu að síður fékk Úganda árið 1975 sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem sýnir best hversu bit- laus sú stofnun var á þeim tíma. Ein af öðrum slitu þjóðir heims stjórn- málasambandi við Úganda en vatna- skil urðu árið 1976. Liðsmenn palestínsku samtak- anna PLO höfðu rænt farþegaflugvél með um 200 ísraelskum farþegum og beint henni til Entebbe-flugvallar í Kampala. Amin var sakaður um að aðstoða flugræningjana. Ísraelskir hermenn réðust inn á flugvöllinn og frelsuðu gíslana, sem var talsvert áfall fyrir forsetann, og upp frá því hallaði undan fæti. Eldri kona sem var meðal gíslanna, Dora Boch, hafði verið flutt á sjúkrahús og var því ekki frelsuð með hinum gíslunum. Dag- inn eftir lét Amin drepa Doru og um 200 opinbera starfsmenn að auki. Hrakinn frá völdum Árið 1978 hríðféll heimsmark- aðsverð á kaffi, sem var og er aðalút- flutningsvara Úganda. Ofbeldi jókst í suðvesturhluta landsins og valdar- ánstilraunir urðu daglegt brauð. Til þess að dreifa athyglinni frá því sem miður fór innanlands hóf hann hernaðaraðgerðir gegn Tansaníu, sem Úganda á landamæri að í suðri. Hans eigin her brást honum og hirti helst um að stela öllu steini létt- ara á flóttanum. Tansaníski herinn náði höfuðborginni Kampala á sitt vald þann 11. apríl 1979 og þar með hraktist einn grimmasti einræðis- herra Afríku á flótta. Fyrir utan skarðið stóra sem leyni- lögregla Amins hjó í þjóðina var land- ið í rústum þegar hann hrökklaðist frá völdum. Verðbólgan lá nærri 200 prósentum og ríkið var stórskuldugt. Landbúnaðurinn, lifibrauð þjóðar- innar, var í molum, verksmiðjurn- ar lokaðar og lítill grundvöllur fyrir nokkurs konar atvinnustarfsemi. Meinlaus með Sádum Þegar Amin hafði tapað stríðinu sem hann sjálfur hóf gegn Tansaníu flúði hann landið, fyrst til Líbíu en síðan til Sádi-Arabíu. Þarlend yf- irvöld veittu honum hæli gegn því skilyrði að hann héldi sig til hlés og hefði engin afskipti af stjórnmálum framar. Talið er að markmið Sádi- Araba hafi verið að þagga niður í honum til þess að hann kæmi ekki frekara óorði á íslam en þegar var orðið. Síðustu 24 ár ævi sinnar lifði hann kyrrlátu lífi og hélt sig nærri heimili sínu en í þau sárafáu skipti sem hann veitti viðtöl neitaði hann því að sjá eftir gjörðum sínum. Ári áður en hann lést var dagurinn sem hann hrökklaðist frá völdum gerður að opinberum frídegi í heimalandi hans. Þegar hann lá banaleguna voru viðbrögð forsetans Museven- is að Amin yrði umsvifalaust hand- tekinn ef hann sneri aftur lifandi, í hvaða ástandi sem hann þá væri. Hann varð fáum harmdauði þegar hann lést árið 2003 og var grafinn án viðhafnar í Sádi-Arabíu. föstudagur 23. febrúar 200722 Helgarblað DV Blóðug valdatíð IdIs amIn Tröllasögur um mannát og samtöl við afhöggvin höfuð eru kannski ýkjur en arfleifð Idis Amin er nógu skelfileg eftir sem áður. Hann lét drepa í kringum 300.000 manns, fyrir litlar eða engar sakir, og skildi Úganda eftir í rústum þegar hann hrökklaðist frá völdum. Áður en yfir lauk átti Idi Amin eftir að fyrir- skipa morð á æðstu yfirmönnum kirkjunn- ar, eigin ráðherrum og jafnvel einni af eigin- konum sínum. Forseti á frumsýningu Yoweri Museveni, forseti úganda, sagði frumsýninguna á laugardaginn vera sína fyrstu bíóferð í 48 ár. Grimmur harðstjóri Idi amin sagðist aldrei sjá eftir neinu í valdatíð sinni. Hann lét drepa um það bil jafnmarga og búa á Íslandi. Flótti asískra innflytjenda árið 1972 Idi amin gaf þeim 90 daga til að fara úr landi. brottför þeirra kippti fótunum undan úgönskum efnahag. HerdíS SIGurGríMSdóttIr blaðamaður skrifar: herdis@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.