Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 30
föstudagur 16. febrúar 200730 Sport DV 10 bestu kauptímabilsins á Englandi David James, Sol Campell og Kanu hafa staðið sig með miklum sóma í allan vetur. Það var búist við litlu af þeim Kanu og James en þeir hafa svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga undir öruggri leiðsögn Harrys Redknapp. Kanu var lengi vel markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og háværar raddir hafa verið uppi um það að undanförnu að David James eigi að vera aðalmarkvörður enska landsliðsins vegna frammistöðu sinnar á þessari leiktíð. Ferill Sols Campell virtist vera búinn eftir að hann kvartaði undan þunglyndi og fór að ganga í pels, en nú brosir lífið við þessum frábæra varnarmanni. Gömlu menniRniR HJá PoRtSmoutH1 JonatHan WooDGate Hafi einhver leikmaður gengið í endurnýjun lífdaga þá er það klárlega Jonathan Woodgate. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin ár en hann hefur náð að halda sér að mestu lausum við meiðsli á þessari leiktíð og spilaði sinn fyrsta landsleik í háa herrans tíð á móti spánverjum á dögunum. Vonandi fer hann aftur til real Madrid og sýnir hvað í honum býr. Woodgate náði aldrei að sanna sig að fullu hjá Madrídarliðinu, en er samt sem áður mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum þess vegna spænskukunnáttu sinnar. anDy JoHnSon Johnson skorar mörk, leggur upp mörk og leggur sig alltaf 100% fram. flestir héldu að hann væri bóla sem myndi springa þegar hann skoraði grimmt fyrir Crystal Palace en Johnson hefur afsannað þær kenningar. Johnson er við þröskuldinn á enska landsliðinu og það er engin tilviljun. eini gallinn á leik hans er leikaraskapur, en ef hann hættir að leika inni í teig andstæðinganna eru honum allir vegir færir. SCott CaRSon ef scott Carson væri ekki í liði Charlton væri liðið langneðst í deildinni. Carson hefur oft og tíðum varið meistaralega á leiktíðinni og komið á óvart með stöðugum leik. Hann er í láni frá Liverpool og ef sir alex ferguson væri knattspyrnustjóri hans hefði Carson væntanlega verið í byrjunarliði enska landsliðsins í leiknum á móti spáni, en ekki ben foster. Carson er hins vegar klárlega einn af framtíðarmarkvörðum enska landsliðsins og ljóst er að Liverpool þarf ekki að örvænta með markvarða- stöðu liðsins ef Carson heldur áfram að spila líkt og hann hefur gert á þessari leiktíð. niColaS anelKa skapgerð þessa snjalla franska framherja hefur oft og tíðum komið honum í koll og ekki hjálpar að framkoma umboðsmanns hans hefur oft verið gagnrýnd af þeim félögum sem hann hefur leikið með. undir handleiðslu stóra sam allardyce virðist frakkinn loksins vera að sýna sitt rétta andlit og hefur verið gríðarlega þýðingarmikill fyrir bolton á þessari leiktíð en liðið er í harðri baráttu um sæti í evrópukeppni á næstu leiktíð. anelka hefur spilað með liðum eins og real Madrid, arsenal, Liverpool, Psg og fenerbahce á ferlinum og enginn efast um hæfileika þessa leikmanns. tomaS RoSiCKy eitt sinn var rosicky talinn til efnilegustu leikmanna evrópu en þegar dortmund riðaði til falls, féll rosicky með. arsene Wenger borgaði átta milljónir punda fyrir tékkann og rosicky hefur verið hverrar krónu virði, en athygli vakti hve lítil samkeppni var um að kaupa leikmanninn síðasta sumar. rosicky hefur kannski ekki skorað mikið en hann hefur fallið vel að leik arsenal og frammistaða hans á móti Liverpool í enska bikarnum sýndi og sannaði að þarna er frábær leikmaður á ferð. Joleon leSCott Hver er þessi Lescott hugsuðu margir stuðningsmenn everton þegar david Moyes pungaði út hálfum milljarði fyrir þennan varnarmann. Lescott hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna everton með frábærri spila- mennsku á leiktíðinni og það kom mörgum á óvart að hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn spánverjum á dögunum. Lescott er hins vegar einungis 24 ára og ef hann heldur áfram á sömu braut er ekki langt að bíða þess að hann spili sinn fyrsta landsleik fyrir hönd englands. miCHael CaRRiCK Manchester united endaði átta stigum á eftir Chelsea í fyrra og höfuðverkur liðsins var skortur á góðum miðjumönnum. Nú virðist sir alex ferguson búinn að finna týnda hlekkinn sem hann vantaði í Michael Carrick. Hann kostaði reyndar formúu, tvo milljarða, en þrátt fyrir að vera lítið í sviðsljósinu inni á vellinum á hann allt það hrós sem hann fær skilið og honum hefur heldur vaxið ásmegin á þessari leiktíð. Ófáar sóknir andstæðinganna stoppa á Carrick og einnig gefur hann góðar sendingar, sem nýst hafa vel í leik Manchester united á þessari leiktíð. Benni mCCaRtHy Loksins komst benni McCarthy frá Porto, þar sem hann fékk fá tækifæri undir lokin. Mark Hughes og félagar í blackburn borguðu 2,5 milljónir punda fyrir þennan magnaða sóknarmann sem lærði fótamennt sína hjá ajax og varð evrópumeistari með Porto 2003 og 2004. McCarthy skorar reglulega eins og hans von er og vísa enda hefur hann skorað mörk í hollensku, spænsku, portúgölsku og Meistaradeildinni á ferli sínum. blackburn seldi Craig bellamy til Liverpool fyrir þessa leiktíð og McCarthy hefur staðið sig virkilega vel í að fylla það skarð sem bellamy skildi eftir sig. DiRK Kuyt allir vissu að Kuyt væri góður knattspyrnumaður, á því lék enginn vafi. Hins vegar hefur hann komið eins og stormsveipur inn í enska boltann strax á fyrsta tímabili og allir í bítlaborginni virðast elska hann. framlag hans til liðsins er þvílíkt að segja má að rafa benitez hafi loksins fundið framherja sem hentar hans leikstíl og óhætt er að segja að hann sé sóknarmaður númer eitt í liði Liverpool. Kuyt virðist kunna vel við sig í liði Liverpool og á örugglega bara eftir að bæta sig sem leikmaður hjá liðinu. 2 3 9 8 7 6 5 4 10 Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni fóru mikinn á leikmannamarkaðn- um síðasta sumar og stórum upp- hæðum var eytt í leikmenn sem áttu að koma félögum til vegs og virðing- ar á komandi leiktíð. Blaðamenn DV sports gerðu úttekt á þeim leik- mönnum sem ensku liðin keyptu síðasta sumar og birta hér sitt mat á bestu og verstu kaupum tímabilsins. Góðir Það verður ekki tekið af gömlu hundunum í Portsmouth að þeir hafa verið góðir. KöRFuBolti Föstudagur 23. Febrúar kl. 19.15 skallagrímur - Haukar kl. 19.15 Keflavík - uMfN sunnudagur 25. Febrúar kl. 19.15 Hamar/selfoss - Keflavík kl. 19.15 uMfg - skallagrímur kl. 19.15 tindastóll - snæfell kl. 19.15 Ír - fjölnir HanDBolti Laugardagur 24. Febrúar kl.13.00 stjarnan - ÍbV(kvk) kl.16.00 HK - fram(kvk) kl.14.15 Valur - fH(kvk) kl.16.15 Valur - Haukar(kk) kl.16.00 grótta - akureyri(kvk) sunnudagur 25. Febrúar kl.16.00 stjarnan - fylkir(kk) kl.16.00 HK - akureyri(kk) kl.16.00 fram - Ír(kk) KnattSPyRna Laugardagur 24. Febrúar kl. 14:00 akraneshöllin fH Ka kl. 15:00 egilshöll Valur fylkir kl. 17:00 fífan breiðablik Keflavík kl. 17:00 egilshöll fram Ía sunnudagur 25. Febrúar kl. 14:00 fífan HK Víkingur r. kl. 15:00 reykjaneshöllin grindavík stjarnan kl. 16:15 Völsungur tindastóll Gullmót KR í SunDi lauGaRDalSlauG aLLa heLgina Kr super Challenge kl. 19.45 - 21.00 útsláttarkeppni er í 50 m flugsundi og keppendur synda í músík og ljósasjóvi. eR íBV að SeGJa SiG úR KePPni? svo gæti farið að ÍbV dragi kvennalið sitt úr keppni í dHL-deild kvenna í handbolta. Illa hefur gengið hjá eyjamönnum að manna lið sitt og einnig gengur erfiðlega að fá styrktaraðila til samstarfs við handknattleiksdeildina. ÍbV er ríkjandi Íslandsmeistari í kvennahandbolta. Liðið í vetur hefur mestmegnis verið mannað erlendum leikmönnum og stúlkum úr yngri flokkum ÍbV. ekki var búið að taka ákvörðun þegar dV fór í prentun í gær en aðalstjórn ÍbV fundaði um málið í gærkvöldi. Hvað er að gerast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.