Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 23. febrúar 200712 Fréttir DV Nauðgarar ganga lausir og erfitt er að upplýsa mörg þeirra mála sem kærð eru til lögreglu enda sönnunar- byrðin oft erfið í kynferðisbrotamálum. Þá á hluti nauðgunarkæra ekki við rök að styðjast og hafa kærendur í slíkum málum verið ákærðir og sakfelldir fyrir rangar sakargiftir fimm sinnum á síðustu fjórum árum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, segir eitt til tvö mál koma upp á ári þar sem nauðgun er eða virðist vera hreinn og klár uppspuni. Hann segir slíkt það fátítt að það sé ekki vandamál og sé rannsóknarlögreglunni ekki til trafala. Erfitt getur verið að sanna að um uppspuna sé að ræða þegar ekki er hægt að benda á neinn geranda og ekkert við rannsókn málsins hef- ur bent til þess að meint nauðgun hafi átt sér stað. Komi í ljós að ein- staklingur sé ranglega sakaður um nauðgun er málið sent ríkissaksókn- ara. Ástæða þess að sum mál upplýs- ast aldrei er sú að enginn hefur ver- ið bendlaður við verknað sem aldrei átti sér stað og því strandar rann- sóknin. Slíkt er hins vegar erfitt að sanna og verður stundum að byggja slíkt mat á tilfinningu rannsakenda, að sögn Björgvins. Helstu ástæður þess að logið er til um að nauðgun hafi átt sér stað er áfengis- og fíkniefnaneysla. Fólk man ekki hvað gerðist og vill ekki trúa því eða viðurkenna að kynmök hafi far- ið fram með samþykki þess. Fyrir því geta svo verið margar ástæður, svo sem framhjáhald, minnisleysi, eft- irsjá og fleira. Dæmi eru einnig um að aðstandendur svo sem kærastar, eiginmenn og foreldrar setji pressu á konu tengda sér að kæra nauðgun því annað hafi ekki getað átt sér stað. Þá hefur þörf fyrir athygli og afbrýði- semi verið nefnd sem ástæða fyrir því að saga um nauðgun er spunnin upp. Lítið hefur verið fjallað um mál þar sem logið er til um kynferðisbrot og vilja margir sem að slíkum mál- um vinna lítið af því vita enda málin skaðleg þeim sem raunverulega eru þolendur kynferðisbrota. Símaskýrslur og fjarvistarsönn- un sönnuðu sekt Stúlka fædd árið 1988 var ákærð af ríkissaksóknara fyrir rangar sak- argiftir á síðasta ári. Hún sakaði rúmlega tvítugan mann um að hafa reynt að nauðga henni í desember árið 2005. Það átti að hafa gerst í bíl á Njarðargötu í Reykjavík en stuttu áður sagðist hún hafa verið í síma- sambandi við manninn þar sem þau ákváðu fundarstað. Þegar þau höfðu rætt saman og hún hugðist fara sagði hún manninn hafa kýlt hana í and- litið, otað að henni hnífi og reynt að nauðga henni. Maðurinn hafði hins vegar pottþétta fjarvistarsönn- un, sem þrjú vitni staðfestu án þess að geta borið sögur sínar saman við mannsins, þar sem hann hafði ver- ið handtekinn og vistaður í fanga- geymslu. Þar þurfti hann að vera yfir nótt áður en skýrsla var tekin af honum. Fleira þótti sanna sakleysi mannsins því símaskýrslur sýndu að stúlkan og maðurinn hefðu ekki tal- að saman í síma. Þar að auki sýndu símasendar að stúlkan, eða sími hennar, var annars staðar í bænum en þar sem nauðgunin átti að hafa átt sér stað. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september síð- astliðnum segir að refsingu stúlk- unnar verði frestað og hún látin falla niður haldi hún skilorð í tvö ár. Reyndi að koma sekt á annan Tæplega þrítugur maður var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás og rangar sakargift- ir. Maðurinn hafði átt í stormasömu ástarsambandi við rúmlega tvítuga konu um nokkurra ára skeið. Þau höfðu slitið samvistum en ákveðið að hittast eina helgi á Akureyri snemma árs 2003. Eftir að hafa skemmt sér í miðbænum skildu leiðir. Hann fór einn á gistiheimilið sem þau dvöldu á en hún hélt í heimahús í bænum. Daginn eftir hringdi hún í hann og sagðist hafa eytt nóttinni með öðr- um manni. Hann fór til að hitta hana og misþyrmdi henni illilega, hún var með áverka á kynfærum og annars staðar á líkamanum. Á heimili vina- fólks þeirra og einnig á Fjórðungs- sjúkrahúsinu bar maðurinn að sá sem konan svaf hjá hefði nauðgað henni og þrýsti á hana að segja slíkt hið sama. Þannig gerði hann tilraun til þess að annar maður yrði sakaður um nauðgun og þá áverka sem hann sjálfur hafði veitt konunni. Misbauð framkoman Tvær sautján ára stúlkur voru ákærðar fyrir rangar sakargift- ir þegar þær gáfu skýrslu hjá lög- reglu þess efnis að varnarliðsmað- ur hefði nauðgað annarri þeirra við rætur Akrafjalls í júlí árið 2004. Sú sem sagðist hafa orðið fyrir árásinni fékk vinkonu sína til að ljúga með sér nauðgun upp á manninn eftir að hafa átt við hann kynmök. Henni hafði ofboðið framkoma mannsins í sinn garð og því ákveðið að ná sé nið- ur á honum. Stúlkurnar drógu kær- una til baka og játuðu lygina eftir að varnarliðsmaðurinn hafði gert þeim grein fyrir hversu alvarlegar afleið- ingar lygin gæti haft. Þær játuðu að hafa borið manninn röngum sökum. Sú sem upptökin átti var dæmd í níu mánaða fangelsi, sjö þeirra skilorðs- bundna. Vinkona hennar fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að taka þátt í samsærinu vitandi að nauðgun hefði ekki átt sér stað. Gat ekki skýrt lygina Sjómaður var sakaður um nauðg- un um borð í skipi í Vopnafjarðar- höfn í lok árs 2005. Rúmlega tvítug kona kærði nauðgunina en hún hafði hitt manninn á bar í bænum fyrr um kvöldið. Hún fór með honum og fé- lögum hans um borð í skipið sem lá við höfnina og seinna um nóttina fór hún með honum til káetu. Þar segir hún manninn hafa nauðgað sér þótt hún hafi ekki verið viss um að hann hefði haft sáðlát í leggöng hennar. Maðurinn var handtekinn og hafð- ur í haldi lögreglu í tólf til fjórtán klukkutíma. Hálfum mánuði eftir að umræddur verknaður átti að hafa verið framinn gaf stúlkan sig fram við lögreglu og óskaði þess að fá að breyta framburði sínum. Hún hafi átt við andleg vandamál að stríða og undir áhrifum áfengis ætti hún það til að segja hluti sem betur væru ós- agðir. Í þetta skipti hafi hún þó geng- ið lengra en nokkru sinni en gæti því miður ekki skýrt af hverju hún skáld- aði upp söguna um nauðgunina. Erf- itt hefði verið að vinda ofan af lyg- inni og því hafi það tekið hana þetta langan tíma að greina frá uppspun- anum. Í gæsluvarðhald vegna uppspuna Viðamikil rannsókn hófst eftir að rúmlega þrítug kona sagði fjóra óþekkta menn hafa nauðgað sér á bílaplani við Tryggvagötu í Reykjavík í ágúst 2003. Kæran leiddi til þess að maður var handtekinn og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald. Hann var sviptur frelsi vegna þessa í rúman sólarhring. Síðar var annar maður handtekinn, vistaður hjá lögreglu og sviptur frelsi í nokkra klukkutíma. Mánuði síðar dró konan kæruna til baka og sagðist hafa ímyndað sér atburðurinn sem hefði ekki átt sér stað. Hún hafði átt við andleg veikindi að stríða og ætti það til að segja ósatt þegar hún væri hrædd. Hún var á lyfjum vegna veik- indanna og neytti áfengis ofan í þau, sem er hættulegt að mati læknis. Þar taldi dómurinn konuna hafa sýnt ábyrgðarleysi. Konan gerðist sek um rangan uppljóstur en dómurinn ákvað að fresta fullnustu refsingar- innar héldi hún skilorð í tvö ár. HjöRdÍS Rut SiGuRjónSdóttiR blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Dæmi eru um að nauðgunarkærur eigi ekki við rök að styðjast. Á síðustu fjórum árum hafa fimm verið sakfelldir fyrir að koma ranglega sök á menn eða fyrir að kæra nauðgun sem reynist hreinn uppspuni. Leiði rannsókn lögreglu á nauðgunarkæru í ljós að kærandinn hafi logið til um atburðinn vísar hún málinu til ríkissaksóknara sem ákærir viðkomandi ef líkur á sakfellingu eru meiri en minni. Sé reynt að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað getur það varðað allt að tíu ára fangelsi. Hafi kæran haft í för með sér eða verið ætluð til skaða þess sem kærður er gæti það varðað allt að sextán ára fangelsi. Sá sem gerist sekur um að kæra hreinan uppspuna þar sem sök er ekki beint að neinum ákveðnum gæti átt von á allt að eins árs fangelsi. Helstu ástæður þess að logið er til um að nauðg- un hafi átt sér stað er áfengis- og fíkniefna- neysla. Fólk man ekki hvað gerðist og vill ekki trúa því eða viðurkenna að kynmök hafi farið fram með samþykki þess. DæmD fyrir rangar nauðgunarkærur Fangelsið Skólavörðustíg Það að ljúgja nauðgun upp á einhvern, þannig að það hafi alvarlega afleiðingar í för með sér, getur varðað allt að sextán ára fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.