Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 19
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 19 borgríki Miðað við byggðaþróun síðustu áratugi hefur Ísland þróast hratt í átt til þess að verða borgríki. Á hinum Norðurlöndunum búa um 15–25% íbúa á höfuðborgarsvæðum, en á Íslandi búa um 63% á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur rannsakað byggðaþróun hér á landi og líkir Íslandi við Kúveit og Djíbútí í þessu samhengi. Fleiri fluttu frá Fjarðabyggð en til sveitarfé- lagsins á síðasta ári, þrátt fyrir álversframkvæmdir. kvæmdirnar hófust. Sú fólksfjölgun og þar með hluti af þeirri uppbygg- ingu sem hefur átt sér stað hefur að mestu verið vegna tímabundinna þarfa. Mögulega tekur það okkur enn lengri tíma að meta raunveru- leg áhrif framkvæmdanna.“ Hann bendir jafnframt á að inn- viðir samfélagsins hafi ekki verið styrktir nægilega mikið til þess að koma í veg fyrir fólksfækkunina. Álverið eitt og sér sé ekki nóg, því meðal annars standist framboð af menningu og afþreyingu engan samanburð við suðvestursvæðið. Ísland þegar orðið borgríki Ágúst Einarsson, prófessor í hagfræði og rektor Háskólans á Bifröst, hefur rannsakað byggða- þróun hér á landi. Í niðurstöðum rannsóknar sinnar færir Ágúst rök fyrir því að Ísland sé nú þegar orð- ið borgríki. 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu, sem er nærri því einsdæmi í heiminum, því í einungis tæplega 10 öðrum ríkjum heimsins sé byggðaþróun- in á sama veg og hér. „Þrír af hverj- um fjórum íbúum á landinu búa í innan við klukkutíma akstursfjar- lægð frá Reykjavík. Klukkutími þyk- ir afar lítill akstur miðað við önnur lönd, svo það er mikil sérstaða hér á landi. Við erum því orðin borgríki í réttri orðmerkingu. Ísland er stórt land og þó svo það búi ekki nema þrír á hvern kílómetra er hlutfalls- leg íbúaþjöppun meiri á Íslandi en víðast hvar í heiminum.“ Hann telur jafnframt að orðræðan um dreifbýli og landsbyggð verði mun minna áberandi á næstu árum, því fjöldi íbúa á landsbyggðinni sé orðinn til- tölulega lítill hluti af þjóðinni. Gunnar Gunnarsson blaðamaður austurgluggans telur rétt að tala um meinta uppbyggingu á austurlandi. Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, segir ekki rétt að draga miklar ályktanir af tölum Hagstofu Íslands sem sýna að fleiri fluttu frá Fjarðabyggð en til sveitarfélagsins: Ekki hægt að meta áhrifin strax „Það sem er að gerast er að það er alveg gríðarlega mikil hreyfing á fólki, fólk sem hefur viljað flytja suður er loksins að fá eitthvað fyr- ir eignir sínar á Austurlandi. Sum- ir sem hafa búið hér og viljað fara annað, hafa einfaldlega ekki getað það, en nú geta þeir selt eignir sín- ar og fengið almennilegt verð fyr- ir þær. Fólki eru að opnast algjör- lega nýir möguleikar,“ segir hann. „Það fólk sem hefur ráðist í föst störf er að langmestu leyti til fólk sem hefur verið búsett á svæðinu. Nú er líklegt að fjölgunar fari að gæta, afleiddu störfin sem fylgja álverinu eru til að mynda að verða til á þessu og næsta ári. Þetta eru meðal annars störf í flutningum og þjónustu. Einnig eru þau fyrirtæki sem munu þjón- usta álverið núna að sækja um lóðir og hefja uppbyggingu. Ég vara við því að menn fari að draga ályktanir allt of fljótt. Það er engin stund til þess að meta áhrif þess- ara framkvæmda núna. Ég á von á því að þróunin muni snúast við og þetta fari upp á við, og ekki síður á árinu 2008. Álverið tekur til starfa í aprílmánuði, mið- að við áætlun, og framleiðslan á að vera komin á fullt í árslok. Það verður ekki fyrr en um það leyti og jafnvel seinna sem menn geta far- ið að velta fyrir sér áhrifunum.“ Smári segir að eftirspurn eftir húsnæði á Reyðarfirði hafi til að mynda stóraukist. Hann viður- kennir þó að hann hefði viljað sjá Þróunin á Íslandi er að mati Ágústar samanburðarhæf við önn- ur fámenn ríki á borð við Djíbútí, Barein, Bahamaeyjar, Vestur-Sah- ara, Katar og Kúveit. „Þetta eru hin löndin í heiminum þar sem sam- þjöppun íbúanna hefur verið álíka og hér á landi. Ísland er með mikla sérstöðu í þessum málum í sam- anburði við hin Norðurlöndin, þar sem 15–25% íbúa búa á höfuðborg- arsvæðinu.“ Ágúst telur þessa þróun ekki slæma fyrir landið, því á Íslandi sé búseta frjáls og fólk færir sig á milli landsvæða eins því hentar. Hann bendir á að Ísland sé fámennt og engin sérstök ástæða sé til þess að snúa þróuninni við. „Jafnvægi mun þó komast á þessa þróun á næstu árum enda tel ég hana komna að mettunarmörkum, samþjöppunin hefur verið mjög mikil. Ég er ekki viss um að þróunin muni halda áfram á sama hraða og hún hefur verið. Bújarðir eru til dæmis orðn- ar verðmætari en þær voru fyrir að- eins fimm árum og fólk er farið að dvelja mun meira í frístundahús- um en áður, búsetan er því aðeins að breytast.“ Háskólakeðja í kringum landið Öflug háskólasamfélög eru lyk- illinn að framtíð landsbyggðar- innar, að mati Ágústar. Hann telur framtíðina ekki liggja í hefðbundn- um atvinnuvegum, heldur fyrst og fremst í gegnum öfluga skóla- starfsemi. „Ég hef talað fyrir hug- myndum um háskólakeðju í kring- um landið, sem þráðinn sem mun halda landinu í byggð. Þó svo að landsbyggðin verði fámennari er mikilvægt að þar sé öflugt mannlíf og fólki líði almennt vel.“ Hann tekur Borgarfjörð sem dæmi um landsvæði sem hefur not- ið góðs af öflugu háskólasamfélagi. „Við sjáum það að Borgarfjörður hefur breyst úr landbúnaðarsam- félagi í skólasamfélag á tiltölulega fáum árum. Í Borgarfirði eru tveir háskólar með hundruðum nem- enda og tugum kennara. Þetta er mikil starfsemi og launin eru ágæt. Það er alveg greinilegt að Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa lyft þessu samfélagi vel upp og gert það að verkum að ungt fólk vill setj- ast að þar. Á landsbyggðinni verða að vera vinnuskilyrði fyrir metnað- arfullt háskólamenntað fólk og með öflugum háskólum verður til pláss fyrir það fólk.“ valgeir@dv.is Ágúst Einarsson rektor Háskólans á bifröst segir Ísland nú þegar vera borgríki. málin þróast á annan veg. „Við hefðum viljað sjá fjölgunina fyrr. Við höfum hins vegar gert okk- ur grein fyrir því að það var ekki raunhæft. Í upphaflegum áætl- unum okkar var gert ráð fyrir að hlutdeild innlends vinnuafls yrði miklu meiri, en ástæðan er þenslan á Suðvesturhorninu. Ég held þó að við höfum ekki ofmet- ið jákvæðu áhrifin, það er ekki rétti tíminn að meta þetta núna, það er ekki fyrr en framkvæmda- tímanum er lokið.“ Smári Geirsson Varar menn við að draga ályktanir. 1901 1930 1960 1990 2020 Landsbyggðin Höfuðborgarsvæðið Byggðaþróun byggðaþróun á Íslandi samkvæmt rannsókn Ágústar einarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.