Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 23. febrúar 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Strippararnir á Goldfinger stúlkurnar á strippstöðum borgarinnar fá talsvert meira fyrir einkadansinn en svikakvendið á reykjanesinu. Lögreglan á Suðurnesjum leitar fáklædds fjársvikara: Strippar og stelur af gamalmennum Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um háskakvendi sem svíkur fé út úr gamalmennum með óvenjulegri leið. Samkvæmt lögregl- unni mun það hafa verið á mánudag sem stúlka bankaði upp á hjá eldri borgurum í fjölbýlishúsi fyrir aldraða. Hún bauð þeim sem höfðu áhuga á að kynna fyrir þeim vörur. Aðspurð hvers kyns vörur það væru sagði hún að það væru nærföt. Að minnsta kosti tveir eldri borgar- ar hleyptu konunni inn í íbúð sína. Þar klæddi hún sig úr öllum fötum nema nærfötum til þess að kynna vöru sína vel og vandlega. Þegar hún hafði lokið kynningunni heimtaði hún fé af eldri borgaranum. Sá einstaklingur mun aðeins hafa haft þúsund krónur und- ir höndum og lét stúlkuna umsvifalsut hafa þá fjárhæð. Hún huldi þá vöru sína og bankaði upp á hjá öðrum ein- staklingi í sama fjölbýlishúsi. Að sögn lögreglu endurtók hún leikinn. Í það skiptið mun hún hafa fengið tæplega átta þúsund krónur fyrir sýninguna. Samkvæmt vef Víkur- frétta mun hún einnig hafa farið í fleiri íbúðir. Strípihneigðu konunnar er enn leitað. Þess má geta að einkadans á súlustöðum borgarinnar kostar tals- vert meira, en þar er mínútan verð- lögð á þúsund krónur. Því má velta því fyrir sér hvort hún sé ekki á röngum starfsvettvangi. Að sögn varðstjóra lögreglunnar er málið í rannsókn. DV Dagblað á ný DV er nú gefið út sem dagblað eftir nokkurra mánaða hlé. Sigurjón M. Egilsson ritstjóri þessa elsta dagblaðs á Íslandi segir spennandi tíma fram undan á íslenskum dagblaða- markaði. Ylvolgt úr prentvélinni sigurjón M. egilsson, Janus sigurjónsson, Hjálmar blöndal og Hreinn Loftsson fagna því að dV er aftur komið í daglega útgáfu eftir nokkurt hlé. DV hóf á ný göngu sína sem dag- blað fimmtudaginn 22. febrúar. „Frá og með fimmtudeginum eru fimm dagblöð á Íslandi. Það er orð- ið mjög langt síðan þessi staða var síðast uppi á teningnum,“ segir Sig- urjón M. Egilsson, ritstjóri DV. Hann segir þetta vera spennandi tíma fyr- ir fréttaþyrst fólk og alla þá sem hafi gaman af fjölmiðlum og þjóðfélags- umræðu. „Það gefur auga leið að DV hefur talsverða sérstöðu. Það er prentað á öðrum tíma sólarhrings og kemur til með að verða mun háðara mati lesenda sinna en hin dagblöð- in,“ segir Sigurjón. Ágengari blaðamennska „Markmið okkar sem vinnum á DV er að gera blaðið þannig úr garði að lesendur eigi erindi til blaðsins og DV eigi á sama hátt erindi við lesendurna,“ segir Sigurjón. Hann segir að til þess að blaðið uppylli þetta skilyrði verði það að vera ferskt. Það verði líka að vera kjarkaðra og ágengara en hin hef- bundnu, rólegu, borg- aralegu morgunblöð. „Það er þarna sem DV staðsetur sig.“ Sigurjón segir jafnframt að kjör- orð blaðsins: Frjálst og óháð dag- blað, séu mikilvægur þáttur í mótun blaðsins. „Allir sem koma að útgáfu blaðsins vita þetta. Þetta slagorð hef- ur verið notað í öllum undirbúningi blaðsins og verður notað aftur núna þegar DV er orðið að dagblaði. Okk- ar helsti drifkraftur er þetta nauðsyn- lega og nána samband við lesendur. Þar munu allir sjá sérstöðu DV, um- fram hin dagblöðin.“ Dagblaðið-Vísir Það er Dagblaðið-Vísir útgáfufé- lag sem gefur út DV. Það er Hjálmur ehf. sem á stærstan hluta í útgáfufélaginu, 49 prósent. Hjálm- ur er að öllu leyti í eigu Baugs. 365 miðl- ar eiga 40 prósent og Sigurjón M. Egilsson ritsjóri á tíu prósent og Janus Sigurjónsson á eitt prósent. Stjórn Dagblaðsins- Vísis útgáfufélags skipa þau Hreinn Loftsson stjórnarformaður, Auð- björg Friðgeirsdóttir og Sverrir Ragnars Arn- grímsson. Framkvæmdastjóri út- gáfufélagsins er Hjálmar Blöndal. Blaðið verður prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum við Rauðavatn. Elsta dagblaðið Upphaf DV má rekja aftur til árs- ins 1910 og er það því elsta dagblað á Íslandi. Þá hét blaðið Vísir til dag- blaðs. Blaðið hefur gengið í gegn um nokkur skeið breytinga. Nafnið DV varð til þegar síðdegisblöðin tvö Dagblaðið og Vísir sameinuðust í eitt blað, DV. Þetta var árið 1981. DV var gefið út eingöngu sem helgarblað í tæpa tíu mánuði, eða frá því í byrjun maí í fyrra. Þá hafði blað- ið gengið í gegn um nokkrar hremm- ingar og stjórn 365 prentmiðla mat stöðuna þannig að forsendur fyrir daglegri útgáfu væru ekki lengur fyr- ir hendi. Dagleg útgáfa hefur nú verið end- urreist. Blaðið kemur út alla virka daga. Síðdegisblöðin, mánudaga til fimmtudaga, verða eingöngu í lausasaölu fyrst um sinn. Helgar- blaðið kemur út snemma á föstu- dagsmorgnum og verður einnig selt í áskrift. „Okkar helsti drifkraft- ur er þetta nauðsyn- lega og nána samband við lesendur. Þar munu allir sjá sérstöðu dV, umfram hin dagblöð- in.“SiGtrYGGur ari jóhannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is DV er aftur komið í daglega útgáfu. Blaðið kemur út fimm sinn- um í viku og verður síðdegisblað. Sigurjón M. Egilsson ritsjóri segir þetta skapa blaðinu sterka sérstöðu á dagblaðamarkaðn- um. DV komi til með að verða ferskt og ágengt dagblað. Hann segir þetta vera spennandi tíma fyrir fréttaþyrst fólk og alla sem séu opnir fyrir þjóðfélagsumræðu. Vill sigla á Þingvallavatni Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og formaður samgöngunefndar Alþingis vill að heimilaðar verði siglingar á Þingvallavatni. „Mér finnst verið að ýta Þingvöllum í þá átt að það megi helst ekki stíga niður fæti í þjóðgarðinum. Mér finnst að Íslendingar og þeir sem sækja landið heim eigi að fá að berja Þingvelli augum áfram.“ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð EvrópumEistarar í inntöku rítalíns yngstu íslendingarnir sem er gefið rítalín eru enn á leikskólaaldri: Vetrarhátíð í Reykjavík SÍÐA 6 SÍÐA 2 SÍÐA 25 SÍÐA 15 Bellamy sló í gegn >> Craig Bellamy átti stórleik gegn Barcelona og skoraði annað markið í góðum sigri Liverpool. fRéttiR >> Stjórnarmenn í Eftirlaunasjóði slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli seldu sjálfum sér hlutabréf í eigu sjóðsins sem hafa sjöfaldast í verði síðan þá. Keyptu af sjálfum sér Raxi: Braggi >> Raxi hefur lengi keyrt um á bragga. Hann ætlaði eitt sinn að selja en konunni sem vildi kaupa fannst gírstöngin dónaleg. spoRt Gerir börnunum gott, segir landlæknir. Margþættar aukaverkanir eru af lyfinu, svo sem hjartsláttarónot og hárlos. LífsstíLL 22. Febrúar 2007 dagblaðið vísir 8. tbl. – 97. árg. – verð kr. 250 SÍÐA 23 SÍÐA 7 Fjölbreytt dagskrá Vetrarhátíðar er að hefjast. Opnunaratriði hátíðar-innar er leikur á eldorgel á Aust-urvelli. Áður en tónarnir heyrast og eldurinn logar verður að undirbúa atriðið. Hér er verið að leggja lokahönd á upp- setningu hljóðfærisins. borguðu ekki bensínið Liðlega þrítugur maður sem tók eldsneyti á bensínstöð í Vogahvefi í Reykjavík í vikunni, hvarf á brott án þess að greiða fyrir bensínið. Maðurinn bar við minnisleysi þegar lögreglan birtist heima hjá honum. Hann fór þó aftur á bensínstöðina og greiddi reikninginn sem hljóðaði upp á tvö þúsund krónur. Annar hálfþrítugur maður lék sama leik á bensínstöð við Vesturlands- veg. Lögreglumaður bar kennsl á kauða og verður hann einnig látinn greiða skuld sína sem er upp á heilar eitt þúsund krónur. Lögreglan rannsakar þrjá aðra bensínþjófnaði. Verkfærum stolið Brotist var inn í vinnuskúra á nýbyggingasvæði í Kórahverfinu í Kópavogi í fyrrinótt. Þaðan var stolið verkfærum fyrir talsverð verðmæti. Þá var lykli stolið af geymslugámi á vinnusvæði og úr honum stolið verkfærum fyrir á aðra milljón króna. Að sögn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkuð borið á innbrotum og þjófnuðum sem þessum að undanförnu. Enginn er grunaður um verknaðinn sem stendur en rannsóknardeild lögreglunnar fer með málið. Músíktilraunir 2007 Skráning til þáttöku í Músík- tilraunum 2007 hefst þriðjudaginn 27. febrúar. Skrán- ingin fer eingöngu fram á heimasíð- unni musiktilraun- ir.is. Fjöldi þátttakenda takmark- ast við 50 tónlistaratriði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Undankvöld Músíktilrauna fara fram í Loftkastalanum dagana 19. til 23. mars og verður úrslita- kvöldið 31. mars. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu keppninnar. Vantar vitni Lögreglan lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Reykja- nesbraut gegnt Garðheimum í Mjódd. Óhappið varð miðviku- dagskvöldið 21. febrúar klukkan rúmlega átta. Ökumaður svartrar Hondu Civic missti stjórn á bílnum er hann ók suður Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir umferðareyju og hafnaði síðan á umferðarskilti. Grunur leikur á að ökumaður hondunn- ar hafi verið í kappakstri við ann- an ökumann. Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar, sérstaklega um hitt ökutækið sem kann að hafa komið við sögu, eru beðnir um að hafa samband í síma 444 1000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.