Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 14
Valgerður Stefánsdóttir er forstöðu- maður Samskiptamiðstöðvar heyrn- arlausra og heyrnarskertra. Þegar hún hóf störf sem kennari við Heyrn- leysingjaskólann fyrir þrjátíu árum hafði hún aldrei hitt heyrnarlausa manneskju og hafði ekki hugmynd um að nokkuð væri til sem héti tákn- mál. „Þegar ég útskrifaðist úr Kenn- araháskólanum sótti ég um vinnu á fimm stöðum, þeirra á meðal í Heyrnleysingjaskólanum en ég hafði aldrei hitt heyrnarlausa mann- eskju þegar ég byrjaði að kenna við skólann,“ segir Valgerður um fyrstu kynni sín af starfinu. „Ég kunni að sjálfsögðu ekki táknmál og vissi heldur ekki að það væri til. Ekkert okkar sem kenndi við skólann gerði sér grein fyrir því að til væri tákn- mál. Heyrnarlaust fólk gerði það heldur ekki, geri ég ráð fyrir. Það tal- aði táknmál sín á milli en það var samt ekki meðvitað um að táknmál væri mál.“ En þessi heimur heillaði Valgerði og hún kenndi við Heyrnleysingja- skólann fram til ársins 1989. „Það var mjög erfitt að vera kenn- ari heyrnleysingja á þessum tím- um,“ segir Valgerður. „Okkur nýju kennurunum var sagt að við ættum að kenna nemendunum íslensku; námsgreinarnar væru ekki mark- mið í sjálfu sér heldur íslenskan. Þegar börnin hefðu náð læsi og lært að lesa af vörum gætu þau lært allt annað. Þetta var trú manna á þess- um tíma en nú vitum við að þessi leið er ekki fær. Þessi kennsluaðferð sem kölluð er „oralismi“ leiddi til þess að heyrnarlaust fólk fékk ekki menntun og útskrifaðist úr skólan- um með að meðaltali lestrargetu á við 8 ára barn.“ Alhliða ruglingur Að sögn Valgerðar dró smám saman úr áherslunni á kennslu talmálsins. „Tákn fóru að bætast inn og það tímabil er kennt við al- hliða boðskipti. Þá var leyft að nota tákn og bendingar og all- ar þær aðferðir sem gátu orðið til þess að ná skilningi. Þessi aðferð heit- ir á ensku „Total Communication“ en er kölluð af táknmálstalandi fólki „Total Con- fusion“ eða alhliða ruglingur. Fólk sem talar táknmál lítur á þessa að- ferð sem niðurlægingu við málið sitt og skilur mjög illa samskipti sem fara fram með þessari aðferð. Síðan jókst áherslan á táknmál í skólanum eftir 1985 og upp úr 1990 var farið að tala um tvítyngi þar sem kennslu- málið er táknmál og ritmálið er ís- lenska. Markmiðið var að börnin lærðu bæði málin vel.“ Viðhorf Valgerðar til táknmáls segir hún hafa breyst þegar haldin var norræn menningarhátíð heyrn- arlausra á Íslandi árið 1986. „Við undirbúning hátíðarinn- ar var Félagi heyrnarlausra bent á að það þyrfti að hafa íslenska tákn- málstúlka á hátíðinni. Félagið safn- aði þá saman tíu manns sem þeim fannst kunna mest í táknmáli og boðaði til fundar í félaginu. Þangað mættu foreldrar, prestur, vinir, syst- kini og börn heyrnarlausra og svo vorum við tvær úr hópi kennara úr Heyrnleysingjaskólanum. Á fund- inum var okkur sagt að við værum boðuð þangað til að læra að verða táknmálstúlkar. Við tókum þessu öll og mættum í félagið tvisvar í viku til þess að læra táknmál. Svo vor- um við fjórar sem héldum áfram og æfðum okkur allan júnímánuð í að túlka en hátíðin var fyrstu dagana í júlí 1986.“ Nemendur kenndu kennurum sínum Túlkanámskeiðin voru haldin á kvöldin og um helgar. Kennarar kennaranna voru nemendur þeirra úr Heyrnleysingjaskólanum, fjögur ungmenni. „Þau kenndu okkur glósulista og æfðu okkur í hlutverkaleikjum og þýðingum en þau voru aldrei ánægð með frammistöðu okkar,“ segir hún hlæjandi. „Það var alltaf eitthvað vitlaust. Enginn vissi hvað það var. Nú í dag vitum við að við notuðum málfræði ís- lenskunnar þegar við tjáð- um okkur. Ekkert okkar var meðvitað um málfræði táknmálsins. Þau notuðu hana að sjálfsögðu rétt en kunnu ekki okkar málfræði. Við kunn- um íslenska málfræði en ekki málfræði táknmálsins.“ Valgerður grein- ir frá því brosandi að haldin hafi verið nokkurs konar frum- sýning á nýju túlkun- um á sviði Þjóðleikhússins á opn- unarhátíð menningarhátíðar 4. júlí árið 1986. „Heyrnarlausir Íslendingar sátu stoltir úti í sal og horfðu á okkur, fyrstu íslensku táknmálstúlkana. En ekki veit ég nú hversu skiljanlegar við vorum!“ Frá þessari stundu fóru kennar- arnir tveir að lesa sér til um mál- fræði táknmáls og báru hana saman við íslenska táknmálið ásamt tveim- ur „túlkakennurum“. „Við reyndum að átta okkur á reglum málsins með því að vinna með nemendum okkar, sem þá voru komnir í framhaldsdeild skólans. Í framhaldi af því fórum við að túlka fyrir heyrnarlausa í framhaldsskól- um og fórum svo að kenna öðrum það sem við fundum út í samvinnu við nemendur okkar.“ Valgerður segir að þau hafi fljót- lega gert sér grein fyrir að til að vinna að rannsóknum, kennslu og túlkaþjónustu, yrði að koma á fót sérstakri stofnun. „Þá byrjaði baráttan fyrir Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra,“ seg- ir Valgerður. „Júlía Hreinsdóttir var nemandi í bekknum sem ég byrj- aði að kenna þegar ég hóf störf við Heyrnleysingjaskólann. Hún var einn af kennurunum í túlkanáminu í Félagi heyrnarlausra og veturinn 1988-1989 var hún í Þroskaþjálfa- skólanum og ég túlkaði fyrir hana. Þar studdi okkur dyggilega í að berj- ast fyrir stofnun Samskiptamið- stöðvar, auk Félags heyrnarlausra, Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri.“ Valgerður segir alla geta lært táknmál eins og önnur mál. Það taki þó tíma og þjálfun. „Táknmál er mál sem myndað er með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Handformin mynda hljóðkerfi málsins og táknin eru orðaforðinn. Þau eru sett sam- an á ákveðinn hátt og táknaröðin, hreyfingarnar og svipbrigði andlits- ins lúta ákveðnum reglum sem eru málfræði og setningafræði málsins. Röð tákna í setningu er ólík þeirri orðaröð sem við eigum að venjast í íslensku. Ef við röðum táknunum upp eftir íslenskri málfræði, eins og við gerðum þegar við vorum að byrja að túlka, verður setningin mál- fræðilega röng og það leiðir iðulega til misskilnings. Táknmál er ann- að mál sem lýtur öðrum málfræði- legum lögmálum en íslenskan. Það væri vissulega mjög jákvætt ef al- menningur kynni táknmál, en fyrst og fremst er þó mikilvægt að heyrn- arlaust fólk hafi óhindraðan aðgang að táknmálstúlkaþjónustu.“ Þegar Valgerður Stefánsdóttir hóf störf sem kennari við Heyrnleysingjaskólann hafði hún aldrei hitt heyrnarlausa mann- eskju. Kennsluaðferðin sem þá tíðkaðist leiddi til þess að heyrnarlaust fólk fékk ekki menntun og útskrifaðist úr skólan- um, 16–18 ára, með lestrargetu á við átta ára börn. Heimur Heyrnarlausra „Lærðum mest af nemendum okkar“ Hljóður og einangraður Heimur ANNA KriStiNe blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is Valgerður Stefánsdóttir „Okkurvarsagtaðkenna nemendunumíslensku; námsgreinarnarværuekki markmiðísjálfusér,“segir ValgerðurStefánsdóttir, forstöðumaðurSamskipta- stofnunarheyrnarlausraog heyrnarskertra,umfyrstuár sínsemkennarivið Heyrnleysingjaskólann. föStudagur23.febrúar200714 Helgarblað DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.