Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 40
Ný tt Ferskari lengur Nýr Dove mýkjandi lyktareyðir sem dregur úr hárvexti. Dove hair minimising svitalyktareyðir, inniheldur ¼ Dove rakakrem sem verndar húðina og mýkir. Við reglubundna notkun dregur úr hárvexti undir höndum, þökk sé hinni einstöku Pro-Epil Complex formúlu sem inniheldur náttúruleg efni, s.s. sojaprótein og sólblómaolíu. Dove hair minimising hægir tímabundið á frumuendurnýjun í hársekknum, þannig að hárið verður mýkra og vex ekki eins hratt. 10 heilsutíminn Helgin 8.-10. október 2010 E inn hluti af því að breyta um lífsstíl er næringin. „Það er mikið í mataræði okkar sem ekki er gott. Þess vegna ákváðum við að leggja allt okkar í það að bjóða fólki upp á góða nær- ingu. Sjálf vinnum við allan okkar mat frá grunni og notum aldrei neitt sem er unnið eða tilbúið,“ segir Lukka og bætir við: „Það er okkar meginmarkmið að fá fólk til að huga meira að heilbrigðum venjum með breyttum lífsstíl.“ Góð heilsa fæst með breyttum lífsstíl Unnur Guðrún Pálsdóttir, kölluð Lukka, er ein af eig- endum Happ-veitingahúss og veisluþjónustu á Höfða- torgi. Happ stendur fyrir Healthy and Pure prouducts og snýst um að bæta heilbrigði Íslendinga. Unnur Guðrún Pálsdóttir einblínir á heilbrigði. Ljósmynd/Hari Hún telur hreina fæðu vera lykilatriði og bendir jafnframt á að ekki sé nauðsynlegt að „flokka“ sig í einhvern hóp. „Maður þarf ekki að setja merkimiða á sjálfan sig, þarf ekki að vera grænmet- isæta eða eitthvað annað, heldur er meginatriði að borða næringarrík- an og hollan mat og hreina, óunna og ómengaða fæðu.“ Lukka vill ekki einblína á það neikvæða þegar hún er spurð út í óhollustu og það sem henni fylgir. „Við þurfum að einblína á það jákvæða, bæta smám saman inn góðum venjum. Alveg eins og með allt annað í lífinu er mikilvægt að taka bara eitt skref í einu. Það er mun skynsamlegra og vænlegra til árangurs, í staðinn fyrir að bylta öllu á einum sólarhring. Best er að safna nýjum venjum, einblína ekki á það sem maður ætlar að hætta að gera, heldur hugsa frekar um það hverju á að bæta við.“ Börn og næring er okkar hjartans mál „Sem foreldrar berum við ábyrgð og rannsóknir benda til aukinnar offitu meðal barna. Það versta er að börn niður í 12 ára aldur grein- ast nú með áunna sykursýki sem hér áður fyrr var kölluð öldrunar- sykursýki. Eins og nafnið gefur til kynna er þessi sykursýki áunnin og ekki barninu um að kenna heldur samfélaginu, foreldrum og skóla,“ segir Lukka alvarleg og greinilegt er að þetta mál snertir hana. Happ sér um skólamáltíðir í tveimur grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu og meðal þess sem rak þau út í það verkefni voru einmitt niðurstöður þessara rannsókna. „Það er ekki eins og okkar tekjur komi frá því að sinna þessu verkefni. Við tókum þetta að okkur því börn og næring eru okkar hjartans mál. Okkur finnst mjög mikilvægt að þau læri ung að þekkja og finna hvernig þeim líður þegar þau borða hollan mat.“ Þeim sem vilja breyta sínum lífsstíl ráðleggur Lukka að byrja rólega. „Ef þú borðar til dæmis alltaf pitsu á föstudögum, haltu því þá bara áfram en gott er að setja til dæmis klettasalat og spínat ofan á pitsuna. Þá er hún orðin mun holl- ari. Þú færð góð næringarefni úr salatinu, trefjar, steinefni og annað sem þú fékkst kannski ekki áður.“ Lukka segir einnig að best sé að venja sig smám saman af óhollust- unni og hætta sé á að við missum móðinn ef við ætlum að snúa öllu við á einu bretti. Náttúran hluti af líkama og sál Hjá Happ eru alls kyns námskeið í boði, allt frá klukkutíma fyrir- lestrum inni í fyrirtækjum upp í sex vikna námskeið. Mark- miðið með þeim er að kenna fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. „Á námskeiðunum tölum við um fleiri þætti heldur en bara mat. Við tölum um andlega líðan, hreyfingu, slökun, jóga og ýmislegt fleira. Rauði þráðurinn er samt nær- ingin og það sem þú borðar. Þú kemst ekk- ert nær náttúrunni en það að þú setur hana upp í þig. Hún verður hluti af þér og hún hefur áhrif á líkama og sál,“ segir Lukka að lokum með bros á vör. -aea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.