Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 41

Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 41
 Uppskrift Kókoskúlur heilsutíminn 11Helgin 8.-10. október 2010 Jamie Oliver hefur á sama hátt og Happ barist fyrir því að innleiða holla og næringar- ríka fæðu í grunnskólunum. Jamie gerði þætti um fæði í skólamötu-neytum í Bretlandi árið 2005 og þeir leiddu í ljós hversu óhollur maturinn var og mikið um unna fæðu. Herferð hans „Feed me better“ stendur enn yfir og baráttan við að breyta mataræði í skólamöt- uneytum í Bretlandi á, að hans sögn, enn töluvert langt í land. Þegar þú lest á vöruna og þekkir ekki innihaldsefnin eða innihaldsheiti eru mjög fræði- leg og hljóma eins og efnafræði, þá er varan eflaust mikið unnin og ekki góð fyrir þig. Gott er að fá sér vatnsglas í staðinn fyrir gos. Þá er ósjálf- rátt dregið úr gosdrykkjunni því líkaminn kallar eftir vökva. Hann er ekki að kalla eftir gosi. Við ætlumst til að fá ódýran barnamat en ef vara er mjög ódýr er það vegna þess að þeir sem framleiða hana nota mjög ódýrt hráefni. Jamie Oliver 3 bollar kókos 1½ bolli möndlu-hveiti* eða kakó (ósætt), eftir því hvort þið viljið ljósar eða dökkar kúlur (með súkkulaði- bragði) 1 bolli hreint hlynsíróp 1/3 bolli kókosolía 1 msk. vanilla ½ -1 tsk. sjávarsalt Hrærið öllu saman. Búið til kúlur (ca 50 stk.) og þurrkið við 46°C í þurrkofni í 8-16 tíma eftir því hversu stökkar eða mjúkar þið viljið hafa þær. Það er líka hægt að baka kúlurnar í ofni við 140°C í 15-20 mín. * Möndlu-hveiti: Möndlur með hýði lagðar í bleyti yfir nótt, þurrkaðar og hakkaðar þar til þær verða að möndludufti. Möndlumjöl má nota í ýmsar upp- skriftir í stað hveitis eða til helminga á móti hveiti. Pitsubotnar verða hreinlega hollir ef þeir eru gerðir úr möndludufti og spelti. Hreint hlynsíróp er mun betri kostur sem sætuefni en hvítur sykur þar sem hlynsírópið inniheldur bæði steinefni og andoxunarefni.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.