Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1983, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.04.1983, Qupperneq 30
116 LÆKNABLADID um í öllum tilvikum. Einum var ekki stefnt til eftirlits eins og áöur segir. Kannað var hversu langur tími leið frá pví að sjúklingur varð fyrir áverkanum, eftir því, sem bezt var vitað, og þar til hann leitaði læknis. í þessu tilliti var sjúklingunum skiþt í 4 hóþa: 1. Innan eins sólarhrings.................... 89 2. 1-7 dögum eftir slysið ................... 16 3. 7-30 dögum eftir slysið................... 4 4. > 30 dögum eftir slysið................... 3 Með því, að gert var ráð fyrir, að staðsetning brots á beininu hefði áhrif á afleiðingar áverkans, voru brotin flokkuð í 4 flokka, sjá mynd 1. Svo sem við mátti búast voru flest brotanna um miðju beinsins: Brottegund I = 23 brot Brottegund II = 67 brot Brottegund III = 9 brot Brottegund IV = 13brot Orsakir slyssins voru kannaðar og reyndist helmingur vera fall á sléttu. 15 sjúklingar höfðu brotnað við íþróttaiðkanir, svo að Mynd 3. Aldurs- og kyndreifing 19 barna 11-15 ára með bátbeinsbrot. Mynd 2. Aldurs- og kyndreifing 110 einstaklinga með bátbeinsbrot. nokkuð sé nefnt. í 14 tilvikum var tekið fram, að sjúklingar hefði verið undir áhrifum áfengis við slysið, en það kann að hafa verið oftar. Aldurs- og kynskipting var könnuð. 21 % sjúklinganna voru konur, 79 % karlmenn, sjá a.ö.I. mynd 2. Nítján sjúklinganna voru á aldrinum 11-15 ára eða 17.3 %, sjá mynd 3. Meðferð: Allir framangreindir sjúklingar voru meðhöndlaðir með giþsumbúðum, að tveimur undanskildum. Hjá öðrum greindist brotið ekki fyrr en sjúklingur leitaði aftur til Slysadeildarinnar með falskan lið, en hinn leitaði ekki þangað fyrr en 6-8 mánuðir voru liðnir frá slysinu. Tveir voru meðhöndlaðir með giþssþelku eingöngu (brottegund II og brottegund IV) og greru brotin. Allir aðrir voru meðhöndlaðir með giþshanzka frá hnú- um og uþþ undir olnboga, þar sem þumall var steyþtur inn fram að millikjúkulið. Hjá fimm sjúklinganna var giþshanzkinn þó hafður hár í byrjun, þ.e.a.s. uþþ fyrir olnboga. Engin regla var á því, hve oft var skiþt um giþs, en yfirleitt var skiþt á giþsi eftir 1-2 vikur, þ.e.a.s. eftir að þroti var horfinn og höndin hafði auk þess rýrnað nokkuð, svo sem hún venjulega gerir í giþsumbúðum. Giþsumbúð- irnar voru notaðar mjög mislengi og verður ekki séð á hvaða forsendum tímalengdin var ákvörðuð. Mest virðist þó hafa verið stuðzt

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.