Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1983, Page 46

Læknablaðið - 15.04.1983, Page 46
128 LÆKNABLADID kólesteról lækkar mjög mismikið. Pannig varð nánast engin breyting á serum-kólesteróli níu kvenna og átta karla, prátt fyrir ráðgjöf, en aðrir einstaklingar lækkuðu serum-kólesteról allt að 100 mg %. Án efa er skýringar þessa að leita að hluta í misgóðri svörun við breyttu mataræði, en einnig hversu samviskusamlega einstaklingar fylgdu matarráðgjöf. Þar að auki var matarráðgjöfin engan veginn stöðluð, heldur fyrst og fremst löguð að möguleikum hvers og eins og áhuga á að breyta fæðu- venjum sínum. Að sjálfsögðu var pó ævinlega leitast við að minnka hlut mettaðrar fitu í fæðunni, en auka í pess stað neyslu á kolvetna- ríku grófmeti. Magn fitu í ráðlögðu fæði var yfirleitt um 30 % orku og hlutfall fjölómett- aðra og mettaðra fitusýra (FÓFS/MFS) um 0.5. Til samanburðar telst fitumagn í algengu íslensku fæði vera um 40 % orku og hlutfall FÓFS/MFS um 0.2(13). Þótt þannig hafi greinilega verið reynt að skerða hlut fitunnar talsvert og breyta samsetn- ingu hennar, þá verður ekki að sama skapi sagt, að ráðlagt hafi verið einhvers konar sjúkrafæði. Til dæmis borða ýmsar Suður- Evrópupjóðir fæði með svipað mettunarhlut- fall fitu og í ráðlagða fæðinu. Boð og bönn voru engin, og allar ráðleggingar eins frjáls- legar og frekast var unnt til að forðast kvíða eða leiða sjúklinga vegna breytinga á matar- æði. Á pví leikur lítill vafi, að matarráðgjöf á rétt á sér við meðferð hyperkólesterólemíu. Rann- sóknir frá Noregi hafa sýnt, að unnt er að fækka dauðsföllum af völdum kransæðasjúk- dóma með matarráðgjöf, að minnsta kosti meðal miðaldra karla (6) og okkar niðurstöður sýna, að íslendingar taka slíkri ráðgjöf vel. Læknar eru oft á tíðum illa í stakk búnir til að veita slíka meðferð vegna ónógrar undirstöðu í næringarfræði. Því er ástæða til að bæta og auka kennslu í næringarfræði við læknadeild og jafnframt auðvelda læknum að fá aðstoð sérfróðra aðila í pessum málum. PAKKIR Höfundar pakka starfsfólki Göngudeildar Landspítalans fyrir mjög góða aðstoð. Einnig pökkumviðstarfsfólkiRannsóknarstofuHjarta- verndar fyrir blóðfitumælingar. Gerði Helga- dóttur er pökkuð vélritun pessarar greinar. SUMMARY One hundred and twenty six hypercholesterolaemic patients were advised on nutrition and diet in an outpatient clinic in Reykjavik. Dietary advice inclu- ded lowered saturated fat intake primarily by decreasing consumption of butter and lard, but increasing consumption of cereals, potatoes, vegeta- bles, fish and lean dairy products. In three months serum cholesterol had decreased from 332 mg/dl initial value, to 299 mg/dl among women and 283 mg/dl among men. These values remained essential- ly unchanged for 24 months. Clearly, dietary coun- celling, involving relatively modest changes in diet, can produce substantial reductions in serum chole- sterol of hypercholesterolaemic subjects. HEIMILDIR 1. Marmot MG. Epidemiological basis for the prevention of coronary heart disease. Bull Wld Hlth Org 1979; 57: 331. 2. Lewis B. Dietary prevention of ischaemic heart disease — a policy for the 80’s. Brit Med j 1980; 281: 177. 3. Sigurdsson G. Arfgeng hyperkólesterólemía. Læknablaðið 1980; 66: 103. 4. Glueck CJ. Dietary fat and atherosclerosis. Am ] Clin Nutr 1979:32:2703. 5. Truswell AS. Diet and plasma lipids — a reappraisal. Am J Clin Nutr 1978; 31: 977. 6. Hjerman I et al. Effect of diet and smoking intervention on the incidence of coronary heart disease. Lancet 1981; II: 1303. 7. Shekelle RB et al. Diet, serum cholesterol and death from coronary heart disease. New Engl J Med 1981:304:67. 8. The Icelandic Heart Association. Report A III. Health Survey in the Reykjavik area, Stage I. Serum B-lipoproteins, cholesterol and triglyce- rides in Icelandic males aged 34-61 years. 1974. 9. Sigurdsson G. et al. Screening for health risks: How useful is a questionnaire response showing positive family history of myocardial infarction, hypertension or cerebral stroke? Acta Med Scand (in press). 10) Tsikawa TT et al. A study of heparin manganese chloride method for determination of plasma alphalipoprotein cholesterol concentration. Li- pids 1976; 11:628. 11. Ederer F. Serum cholesterol changes. Effects of diet and regression toward the mean. J Chron Dis 1972:25:277. 12. Bierman EL, Brunzell J D. Interrelation of athero- sclerosis, abnormal lipid metabolism, and dia- betes mellitus. In: Diabetes, Obesity and Vascu- lar Disease, Ritstjórar: Katzen HM, Mahler RJ. Halsted Press 1979. 13. Ragnarsson JÓ, Stefánsdóttir E. Neyslukönnun Manneldisráðs íslands 1979-1980. Fjölrit RALA nr. 74, 1981.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.