Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 6
114 LÆKNABLAÐIÐ Table I. Serious head injuries. Admissions to the ICU and operationsperformed at the City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Total All admissions to Neurosurgery......................... 177 157 208 160 151 170 190 222 1,435 Admissions to ICU........................ 50 58 63 49 56 48 50 51 425 Operations on head ...................... 22 27 34 38 25 19 26 30 221 Other operations.......................... 3 9 11 8 3 14 13 5 66 Slysstaður. Oftast nær fer búseta og slysstaður saman og er hér, til samræmis við heildarkönnunina (1), farið eftir því fyrrnefnda. Langflestir koma úr Reykjavík og tveir af hverjum þremur af suðvesturhorni landsins. Hlutfall landsbyggðarinnar er samt hærra á gjörgæsludeild (33%), en í heildarkönnuninni, þar sem það var 249 af 1435 eða 17%. Er það vafalaust vegna þess að alvarlega slasaðir sjúklingar utan af landi koma allir, en síður þeir sem minna eru slasaðir. Svo má vera að einhverjir hafi í raun slasast hér sunnanlands og eins hitt, að ef til vill eru alvarleg slys eitthvað færri þar sem sem umferðin er minni. Orsök. Á komuspjaldi slysadeildar er að finna 18 tegundir orsaka. Hér hefur þetta verið dregið saman og eru orsakir átta, þ.e. fall og hras, umferðarslys, högg, árás, íþróttir, skotáverkar, hestamennska og síðan ýmsar aðrar orsakir. í heildarkönnuninni reyndist fall vera langalgengasta orsök höfuðáverka (52%) og umferðarslys sú næstalgengasta (29%). Hjá 0-14 ára börnum var munurinn meiri, 63% og 24%. Hjá gjörgæsludeildarsjúklingum var þessu öðruvísi farið. Þar voru umferðarslys algengust (43%) og síðan kom fall (36%, tafla II). Hjá börnum snerist hlutfallið meira að segja alveg við, umferðarslys voru orsök 63% tilfella og fall 28% tilfella. Aðrar orsakir voru færri, þótt þær væru engu að síður þýðingarmiklar. í heildarkönnuninni (1) komu fram 10 skotáverkar, en þeir voru í raun þrettán. Eins og sjá má veldur orsökin miklu um alvarleika slyssins og auðséð að umferðarslys eru miklu líklegri til að valda alvarlegum áverka en til dæmis fall, sérstaklega á unga aldri. Þar komast ekki aðrar orsakir til jafns við, nema skotáverkar, sem eru sem betur fer miklu færri. Áður hefur verið bent á, að orsakir áverka og innlagnar breytast með aldrinum og sama er að segja um slysstað. Meira að segja eru einstakar tegundir umferðarslysa breytilegar eftir aldri svo og afleiðingar þeirra (1, 2). Áður hefur verið nefnt Table II. Causes of head injuries in 1,435 patients admitted to Neurosurgery and 425 patients with serious head injuries admitted to the ICU. AIl admissions Admissions to ICU Causes Number (%) Number (°7o) Falls........ 747 (52) 153 (36) Traffic accidents .. 414 (29) 184 (43) Accidental blows........ 66 (5) 24 (6) Assault...... 55 (4) 12 (3) Sport........ 26 (2) 6 (1,5) Gunshots.... 10 (1) 13 (3) Riding....... 14 (1) 14 (3) Others....... 103 (7) 19 (4,5) Total 1,435 (100) 425 (100) að konur eru færri en karlar í öllum aldurshópum. Þetta gildir einnig um skiptingu eftir orsökum slysa og það svo mjög að í sumum tilfellum er nær eingöngu um karlmenn að ræða. Ekki reyndist vera um neina marktæka breytingu að ræða á orsök slysa á árunum 1973-1980. Ölvun er ein orsök höfuðáverka, sem hér flokkast undir aðrar orsakir eða meðvirkandi orsök. Níutíu og þrír sjúklingar voru taldir hafa neytt áfengis (22%), sem er tvisvar sinnum hærra hlutfall en í heildarkönnuninni (11,6% af 1435). Af þeim, sem höfðu orðið fyrir umferðarslysi, voru 15% taldir hafa verið drukknir en 36% þeirra sem höfðu dottið (55 af 153). Hér er þess að gæta að á gjörgæsludeild er meðalaldur mun hærri en á almennum legudeildum, þar sem er meira um börn og unglinga og áfengisneysla því minni. Það, hversu margir eru drukknir af þeim sem slasast og fá alvarlegan áverka.eftir fall, virðist ekki benda til þess, að sú gamla og rótgróna þjóðtrú sé rétt, að menn meiði sig sig minna þegar þeir detta drukknir, enda hefur okkur ekki virst það, heldur þvert á móti. Tímifrá slysi til komu. Töluverður munur er á heildarkönnuninni (1) og þessari könnun hvað snertir þann tíma sem líður frá því slysið verður og þar til sjúklingur kemur á spítalann.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.