Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1987;73:139-43 139 Birna Þórðardóttir HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Heilsugæslustöðin á Akureyri var stofnuð 1. janúar 1985. Þar með var sameinuð í eitt starfsemi Læknamiðstöðvar, Heilsuverndarstöðvar og heilsugæsla í skólum. Þá hafði Læknamiðstöðin á Akureyri starfað í rúm tíu ár. Auk Akureyrar standa 11 nærliggjandi sveitarfélög að rekstri stöðvarinnar og greiða sveitarfélögin allan kostnað við stöðina nema laun lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem ríkið greiðir. Stöðin þjónar liðlega 17 þúsund íbúum á svæðinu og er lang stærsta heilsugæslustöð landsins. Heilsugæslustöðin er til húsa á efri hæðum Amarohússins í Hafnarstræti og þar hittum við að máli Hjálmar Freysteinsson yfirlækni og Konny K. Kristjánsdóttur hjúkrunarforstjóra. Veittu þau okkur góðfúslega allar umbeðnar upplýsingar. Fyrst var Hjálmar tekinn tali og fræddi hann okkur um skipulag stöðvarinnar. Á Heilsugæslustöðinni eru stöðuheimildir fyrir 11 heilsugæslulækna. Fram til þessa hafa læknar þó ekki verið fleiri en 10 en vonast er til að úr því rætist bráðlega. Hjálmar taldi að 11 læknar væru mjög hæfilegur fjöldi til að þjóna 17 þúsund íbúum. Sjúklingar eru skráðir hjá ákveðnum lækni og er þess gætt að hver læknir hafi ekki of marga sjúklinga. Auk starfs á Heilsugæslustöðinni hafa læknar móttöku tvisvar í viku á Grenivík, en lítið er um vitjanir þangað þar sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingur er nú búsettur þar. Nú eru allir heimilislæknar á Akureyri heilsugæslulæknar og sinna engir aðrir læknar á Akureyri heimilislækningum. Aðspurður taldi Hjálmar ekki útilokað að heimilislæknir gæti sett upp lækningastofu úti í bæ, svo fremi að yfirlýsing fengist frá Sjúkrasamlaginu og Læknafélagi íslands um að þörf væri fyrir fleiri heimilislækna. AÐBÚNAÐUR HEILSUGÆSLUSTÖÐVARINNAR Húsnæðið sem Heilsugæslustöðin hefur til umráða er leiguhúsnæði sem tryggt er til næstu aldamóta. Tvær hæðir eru nú í notkun, þriðja hæðin og sú fimmta en fé vantar til að innrétta fjórðu hæð hússins sem stöðin hefur einnig á leigu. Aðgangur að stöðinni er tiltölulega auðveldur, til dæmis komast hjólastólar í lyftu og sjúklingar á sjúkrabörum komast inn í stöðina bakatil. Ríkið á að greiða 85% af húsaleigu og stofnkostnaði heilsugæslustöðva. Fyrir árið 1986 vantar hins vegar næstum eina milljón króna til greiðslu á húsaleigu. Nýkjörin bæjarstjórn Akureyrar kom nýlega í heimsókn á stöðina og vonandi verður það til þess að auka skilning á málum heilsugæslunnar. Það hversu stöðin er stór hefur sína kosti en einnig vissa ókosti. Að mati Hjálmars hefði ef til vill verið heppilegra að byggja starfsemina upp í tvennu eða jafnvel þrennu lagi, en hins vegar var sú ákvörðun tekin að byggja eina stóra heilsugæslustöð á Akureyri. En vel kemur til greina að setja síðar upp tvö útibú, annað til dæmis í Glerárhverfi. Hjálmar Freysteinsson yfirlœknir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.