Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 46
144 LÆKNABLAÐIÐ í ársskýrslu Heilsugæslustöðvarinnar fyrir árið 1985 kemur fram að árið hafi verið erfitt fyrir heimahjúkrun, og á það bæði við um sjúklinga og aðstandendur. í skýrslunni segir orðrétt: »Litla sem enga skammtímavist var hægt að veita, vegna þess hve stofnanir drógu saman starfsemi sína á sumarleyfistímabilinu.Mörg heimili voru að sligast undan erfiðleikum og engin lausn var fyrr en fyrst í nóvember að nokkrir sjúklingar fengu 7-10 daga hvíld á F.S.A.« Heimilishjálpin er á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar, en eðlilegt væri að hjúkrunarfræðingur hefði umsjón með heimilishjálp og heimahjúkrun sameiginlega, þannig að einn og sami aðili hefði yfirlit yfir hvoru tveggja. Einnig væri eðlilegt að samræma vaktþjónustu lækna og heimahjúkrun, þannig að læknir og hjúkrunarfræðingur væru á sólarhringsvakt. SMÁBARNASKOÐUN f SAMVINNU VIÐ SJÚKRAHÚSLÆKNA Samstarf við sérfræðinga í barnalækningum hefur gengið með miklum ágætum að mati Konnyar. Það reynir ekki sist á það í ungbarna- og smábarnaeftirlitinu en það var sameiginleg ákvörðun heilsugæslulækna og barnalækna að koma slíku samstarfi á. Barnalæknir skoðar hvert barn þrisvar sinnum, sex vikna, fjórtán mánaða og fjögurra ára. í síðustu skoðun er reynt að kanna almennan þroska barnsins og vísa því til sérfræðings ef þurfa þykir. Heimilislæknir viðkomandi barns skoðar barnið hin skiptin. Einnig er um samstarf að ræða varðandi mæðravernd og er henni sinnt í samvinnu við kvensjúkdómalækna. FRAMTÍÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐVARINNAR Varðandi framtíðarskipulag heilsugæslu á Akureyri telur Konny best að hafa eina móðurstöð þar sem öll þjónusta er fyrir hendi, eins og nú er í raun á Heilsugæslustöðinni. Þar væri til dæmis hægt að hafa krabbameinsleit og heyrnar- og talmeinastöð. Önnur þjónusta ætti að koma út í hverfin til íbúanna. Það væri til dæmis eðlilegt að reisa heilsugæslustöð úti í Glerárhverfi þar sem búa um 4000 manns og aðra uppi á Brekku. Konny sagðist telja heillavænlegt að þess yrði gætt, að Heilsugæslustöðin yxi ekki um of. Smærri einingar gæfu betri raun og nýttust íbúunum betur til þjónustu og það væri verkefni Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri að þjónusta íbúana sem allra best.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.