Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 10
118 LÆKNABLAÐIÐ Table VIII. Serious head injuries. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. Recovery and cause of injury. Cause of injury Grades of Traffic Accidental recovery Falls accidents blows Assault Sport Gunshots Riding Others All 1 Good....................... 111 117 21 10 4 4 11 15 293 2 Moderate disability........ 8 21 - - 1 1 2 1 34 3 Severe disability ......... 11 13 1 2 - 1 1 2 31 4 Vegetative state............ - 1 - - - 1 - - 2 5 No recovery, sleeping coma....................... 6 Death ..................... 23 32 2 - 1 6 - 1 65 Total 153 184 24 12 6 13 14 19 425 20% eftir það. Á aldrinum 60-69 ára er hlutfallið um 50%. Lélegur bati er óalgengur nema eftir fall og umferðarslys. Viljalaust ástand (vegetative state) sást aðeins eftir umferðarslys og skotáverka (tvö tilfelli). Dauði orsakast fyrst og fremst af umferðarslysum og falli svo og skotsárum, tafla VIII. Sé sjúklingum þessum skipt niður í aldurshópa sést annað, semsé að börn 14 ára og yngri hljóta ekki lélegan bata eða deyja nema eftir umferðarslys. Á aldrinum 15-24 ára eru ennþá tvisvar sinnum fleiri í þessum hópi eftir umferðarslys en eftir önnur slys. Eftir þetta snýst dæmið við. Dvöl á spítala. Á gjörgæsludeild stóðu sjúklingar misjafnlega lengi við, skemmst í einn dag, lengst í um það bil fjóra mánuði. Flestir, þ.e. 122, voru aðeins í einn dag og allmargir (63) dvöldust í tvo daga. Eftir átta daga voru 343 (80%) komnir út af deildinni. Tvö hundruð fjörtíu og sjö sjúklingar (58%) voru síðan útskrifaðir beint heim. Margir voru útskrifaðir á Grensásdeild og aðra spítala. Um dvalarlengd á sjúkrahúsi eða öðrum stofnunum er það að segja, að um 89% þessara sjúklinga dvöldu lengur en einn til tvo daga og 59% allt að tvær vikur. Níu sjúklingar höfðu, er þessi rannsókn var gerð, dvalið á sjúkrastofnunum allt að tveimur árum og fjórir allt að níu árum. UMRÆÐA Við flokkun í alvarlega áverka voru allir teknir í könnunina, sem höfðu lagst inn á gjörgæsludeild, þar sem sú flokkun var þegar fyrir hendi við innlögn. í sumum öðrum könnunum hefur verið reynt að flokka eftir meðvitundarástandi, bæði almennt séð eða samkvæmt Glasgow coma scale. Hér er erfitt um samanburð í báðum tilfellum. Glasgow coma scale hefur ekki verið tekinn upp hér á landi ennþá af ýmsum ástæðum. En miðað við þann skala kemur eigi að síður í ljós, að 176 af 425 sjúklingum í þessari könnun (41%) voru með meðvitundarstig GCS 8-10 eða minna, þ.e. í dvala, dái eða dauðadái (19). Eftir að gæsludeild spítalans var tekin í notkun hefur áðurnefnd viðmiðun ef til vill eitthvað breyst. Það kemur síðar í ljós. Nú er þegar farin af stað könnun á öllum sjúklingum með höfuðáverka sem lögðust inn á spítalann á þessu ári (1986) og verður hún tölvukeyrð. Unnt ætti að vera að endurtaka hana árlega eða með vissu millibili og þannig fylgjast stöðugt með þeim breytingum, sem kunna að verða. Annað sem kemur til með að hafa mikil áhrif á næstu kannanir miðað við þessa er sú staðreynd að hún er framkvæmd á árunum fyrir komu tölvusneiðmyndatækisins á spítalann, eins og þegar hefur verið nefnt. Það er yfirleitt erfitt að fá samanburð við útlönd, en þar sem hægt er að finna sambaérilegar kannanir eru tölurnar hinar margvíslegustu, bæði borið saman við þær og milli þeirra innbyrðis. Þetta gildir meðal annars um tíðni, orsakir, aldur og skiptingu milli kynja. Munar þar oft mjög miklu. Eitt sem er eftirtektarvert er hve árásir og skotáverkar eru óalgeng orsök höfuðáverka hér á landi, miðað við margar aðrar kannanir. Lögð var áhersla á að öðlast hugmynd um tímalengd einstakra þátta án þess að unnt yrði að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.