Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987;73:113-20 113 Kristinn GuOmundsson ALVARLEGIR HÖFUÐÁVERKAR Sjúklingar vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1973-1980 INNGANGUR Hér verður sagt frá 425 sjúklingum, sem lágu á gjörgæsludeild Borgarspítalans árin 1973 til 1980 vegna alvarlegra höfuðáverka. Þeir eru hluti af stærri hópi sjúklinga, alls 1435 manns, sem lágu á skurðlækningadeild spítalans á þessum árum, vegna höfuðáverka og áður hefur verið greint frá í Læknablaðinu 1983 (1). Eru það heldur færri sjúklingar en fram kom þar. Þess ber einnig að geta, að af öðrum einstökum hópum úr þeirri könnun hefur áður verið fjallað sérstaklega um 414 einstaklinga, sem urðu fyrir umferðarslysum (Læknablaðið 1985) (2) og höfuðáverka hjá börnum (Heilbrigðisskýrslur 1986) (3). Skilgreining: Með alvarlegum höfuðáverka er átt við slæman heilahristing, meiri háttar höfuðkúpubrot og þaðan af meiri áverka. Allir voru þessir áverkar þess eðlis, að talið var að viðkomandi sjúklingar þyrftu meira eftirlit en svo, að framkvæmanlegt væri á almennri legudeild. Þrír af hverjum tíu sjúklingum úr upphaflega hópnum voru lagðir á gjörgæsludeild og af 421 sjúklingi með höfuðkúpubrot voru 257 lagðir á þá deild. Gefur það nokkra hugmynd um hlutfall alvarlegra áverka og hvernig innlögnum var háttað. NIÐURSTÖÐUR Tíðni. Nokkur aukning varð á heildarfjölda innlagna á þessu tímabili, sérstaklega árið 1975 og svo frá og með árinu 1978 og náði hámarki árið 1980 (tafla I). Lauslega talið /irðist þeim hafa fækkað síðan og urðu t.d. 140 árið 1985, sem er það minnsta síðan 1973, er könnunin hófst. Þarna virðist hafa verið um aukningu á vægari áverkum að ræða, því innlagnir á gjörgæsludeild stóðu þvi sem næst algjörlega í stað, en voru þó flestar árið 1975. Meðalfjöldi sjúklinga á gjörgæsludeild var 53 á ári. Frá heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans. Barst 08/12/86. Samþykkt 03/02/1987. Af 425 sjúklingum á gjörgæsludeild með alvarlega höfuðáverka voru karlar 321 og konur 104 (3:1). Börn 14 ára og yngri voru 134, þ.e. 95 drengir og 39 stúlkur. Á aldrinum 0-4 ára voru 36 börn (23/13), 5-9 ára voru 57 (40/17) og 10-14 ára var 41 barn (32/9). Fimmtán til nítján ára voru 43 (36/7) og 20-24 ára voru 34 (30/4). í þessum yngri aldurshópum 0-24 ára var helmingur sjúklinga, samtals 211. Síðan fækkar í hverjum aldurshópi um helming og eru milli 10 og 26 sjúklingar í hverjum þeirra fram yfir áttræðisaldur, sjá myndina. Þótt yngstu aldurshóparnir séu fjölmennir á gjörgæsludeild, eins og sjá má af myndinni, eru þeir samt hlutfallslega fámennari, en þeir voru í heildarkönnuninni. Verður að telja, að það sé vegna þess, að fall og hras veldur miklu um innlagnir hjá börnum almennt, en oftast frekar vægum áverkum, eins og vægum heilahristingi, sem yfirleitt krefst ekki innlagnar á þessa deild. Þar eru það umferðarslysin sem gilda hjá börnum og ungu fólki. Konur eru alltaf færri en karlar. Munur er minnstur á fyrstu tíu árunum (2:1), en eykst síðan, oft þre- eða fjórfaldur og allt upp í sjö- og nífaldur munur. Einu gildir hver orsökin er. No. Total admissions for head injuries and andmissions for serious head injuries to the ICU, City Hospital, Reykjavík, Iceland, 1973-1980. By age.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.