Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 16
122 LÆKNABLAÐIÐ EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin tók til allra sýna sem tekin voru frá þunguðum konum á tímabilinu 1. nóvember 1983 til og með 31. desember 1984 á göngudeild Kvennadeildar Landspítalans. Sýni voru tekin hjá öllum konum, sem komu á fyrstu 20 vikum meðgöngu í mæðraskoðun. Sýnitakan var framvirk kembirannsókn. Upplýsingar um nöfn og fæðingardag kvennanna fengust úr gögnum sýklarannsóknadeildar Rannsóknastofu Háskólans. Mæðraskrár kvennanna voru athugaðar (afturvirkur hluti rannsóknarinnar) og eftirfarandi atriði skráð: Aldur, starf, búseta, hvort konan var í sambúð eða ekki, fjöldi fyrri fæðinga, fósturláta og hvenær í meðgöngu sýni var tekið. Hjá konum með jákvæða ræktun voru einnig skráð meðgöngulengd og fæðingarþyngd barns. Búsetu var skipt í tvo flokka, annarsvegar Reykjavík og nágrenni (Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavog og Mosfellssveit) og hinsvegar aðrir hlutar landsins. Störf voru flokkuð í samræmi við flokkun sem áður hefur verið lýst (4). Sýni til lekandaræktana voru tekin frá leghálsi, þvagrás og endaþarmsopi með Culturette (R) sýnitökusettum (Marion Scientific, Kansas City, Missouri 64114, USA), sem í er endurbætt Stuarts-æti og flutt til rannsóknastofunnar innan þriggja klukkustunda. Sýni til ræktana á Chlamydia trachomatis voru tekin frá leghálsopi á kalsíumalgínat-pinna (Medical Wire and Equipment Co. Ltd., Corsham, Wilts., England) og sett í sérstakt flutningsæti. Sýnið var kælt með ís strax eftir töku þess og flutt til rannsóknastofunnar innan þriggja klukkustunda þar sem það var fryst við komu og geymt við -70°C, þar til rannsókn var framkvæmd. Samsetningu flutningsætisins fyrir Klamydíuræktun svo og ræktunar- og greiningaraðferðum fyrir N. gonorrhoeae og Chlamydia trachomatis hefur áður verið lýst (2). Ef Klamydíuræktun reyndist jákvæð, fékk konan erýþrómysín og var jafnframt vísað í viðtal til félagsráðgjafa á kvennadeild Landspítalans. Samkvæmt lögum voru tilfellin tilkynnt kynsj úkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og í samvinnu við þá deild var reynt að ná til sem flestra rekkjunauta sýktra kvenna. Þeir fengu oftast meðferð hjá læknum Heilsuverndarstöðvarinnar, en í sumum tilvikum hjá læknum Kvennadeildar. Ný sýni voru að jafnaði tekin hjá konunum í lok meðferðar til að ganga úr skugga um árangur. Khi-kvaðrat próf með samfellu-leiðréttingu (continuity correction) var notað við tölfræðireikninga. NIÐURSTÖÐUR Alls voru sýni tekin hjá 930 konum, en af þeim fór ein í fóstureyðingu og tvær létu fóstri fyrir 20. viku. í þrem tilvikum mistókust Klamydíuræktanir (cytopathogen effect). Upplýsingum varðandi þessar sex konur var sleppt við úrvinnslu. Athugunin tók því til 924 kvenna, sem allar voru einkennalausar. Klamydía fannst hjá 36 konum (3.9%), en ræktun var neikvæð hjá 888 (96.1%). Lekandaræktun var jákvæð hjá einni konu (0.1%), en hjá henni ræktaðist ekki Klamydía. Þessi kona var 25 ára, í sambúð, hafði áður átt eitt barn og voru meðganga og fæðing nú eðlileg. I töflu I er sýnd aldursdreifing allra kvennanna og þeirra, sem Klamydía ræktaðist hjá. Hlutfall jákvæðra sýna var hátt í yngsta aldurshópnum (13%), en lægst á aldursbilinu 25-29 ára. í aldurshópnum 15-19 ára var fjöldi jákvæðra svara marktækt hærri en meðal annarra kvenna (æ2.1 = 11.44; p<0.01). Samanburður milli yngsta hópsins og einstakra eldri aldurshópa, sýndi að 15-19 ára konurnar höfðu marktækt fleiri jákvæð svör en konur á aldrinum 25-29 ára (æ2.1 = 11.60; p<0.01). Jákvæð svör voru ekki marktækt fleiri en í 30-34 ára hópnum (æ2.1=4.67; 0.1>p>0.05) eða í hópnum 20-24 ára (æ2.1 = 3.87, p;0.1). Klamydía ræktaðist ekki hjá neinni konu, sem var yfir 35 ára aldri. í Reykjavík og nágrenni bjuggu 706 konur (76.2%), en 220 (23.8%) annarsstaðar. Ein kona bjó erlendis. Af Klamydía jákvæða hópnum voru 29 (80.6%) búsettar í Reykjavík og nágrenni, sjö (19.4%) annarsstaðar á landinu og ein erlendis. Konur með jákvæðar Klamydíuræktanir voru ekki marktækt fleiri í Reykjavík og nágrenni en annarsstaðar. Störf allra kvennanna og þeirra, sem höfðu jákvæðar Klamydíuræktanir eru borin saman í töflu II. Lítill munur var á hlutfallslegri stærð starfsstöðuflokka i hópi allra kvennanna og þeirra sem bakterían ræktaðist frá. Konur, sem unnu eingöngu við heimilisstörf voru aðeins fimmti hluti heildarinnar. Ef konur, sem unnu hjá ríki og sveitarfélögum eða við verzlunar- og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.