Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 24
128 LÆKNABLAÐIÐ Áður var talið að sjúkdómurinn væri af veiruvöldum, en Staphylococcus aureus, A hópur streptókokka og Haemophilus influenzae hafa ræktast úr barkaslími slíkra sjúklinga (11, 19). Verulegur þroti góm- og kokeitla er oft samfara einkirningasótt og getur valdið öndunarerfiðleikum. Kverkamein sem og ígerð aftan koks geta sömuleiðis valdið börnum öndunarerfiðleikum, en hér er sjúkrasagan önnur. Öndunarerfiðleikar án sýkingar: Mikilvægt er að hafa í huga aðskotahluti í vélinda eða loftvegum, einkum ef barnið er þroskaheft eða of ungt til að geta gefið fullnægjandi sögu. Aðskotahlutur í efri hluta vélinda getur valdið utanvélindisþrota og barkafargi. Skorðist aðskotahlutur í raddglufu er raddmyndun varnað. Er og einkennandi fyrir aðskotahlut í loftvegum að á undan sogum getur barnið skyndilega staðið á öndinni eða fengið hóstakast. Ef grunur er um aðskotahlut i loftvegum er sjaldan of varlega farið þegar börn eiga í hlut. Bjúgur ofan raddfæra af ofnæmisvöldum getur myndast skyndilega. Við barkakýlisspeglun sést þá vel fölleit lopafyllt slímhimnan á speldi og speldis- og könnufellingum. Önnur ofnæmiseinkenni, svo sem ofsakláði auk þrota á vörum, augnlokum og kinnum auðvelda sjúkdómsgreiningu. Inntaka sem veldur verulegum brunasárum í koki auk þrota á speldi og speldis- og könnufellingum getur valdið einkennum áþekkum speldisbólgu, en sjúkrasagan er hér að sjálfsögðu afgerandi. Miklu skiptir að greina hvort um er að ræða bráða eða langvinna öndunarörðugleika, hvað varðar sjúkdómsgreiningu og meðferð. NIÐURSTÖÐUR Lýðfræði: Svo sem áður er getið telur upptökusvæði CLV um 170 þúsund íbúa og mun nálægt lagi að svo hafi verið þau fimmtán ár sem könnun þessi nær til, þar sem íbúafjöldi í Kronobergsléni hefir verið stöðugur síðustu árin. Tilfellafjöldi á ári hefir samt sem áður verið nokkuð breytilegur (mynd 1). Sker 1969 sig nokkuð úr með 9 tilfelli, en meðalfjöldi á ári er um 4 tilfelli og reiknast því algengi sjúkdómsins 2,5 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er aðeins litið til tíðni speldisbólgu meðal barna yngri en 13 ára. Árstíðadreifing tilfella sést á mynd 2. Svo gæti virst sem tíðni sjúkdómsins væri mest snemm- og síðsumars, en samkvæmt kíkvaðrat-prófi er árstíðadreifingin jöfn. Drengir eru í meirihluta eða 56,9 af hundraði. Sést dreifing barnanna eftir aldri og kyni á mynd 3. Er samkvæmt t-prófi ekki marktækur mismunur á aldursdreifingu kynjanna, en 81,5 af hundraði barnanna eru á aldrinum 2-6 ára. Þá er athyglisvert að einungis Number of cases Mynd 1. Yearly distribution. Number of cases 10 9- 8- / 7- 6- m 5- 4 3- 2 1 0- / / | / jfí Jan Feb Mar Apr May Jun Jul Aug Sep Oct Nov Dec Mynd 2. Seasonal distribution. Number of cases Mynd 3. Age - sex distribution. Age in years

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.