Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 131 26). Lækningalegt gildi blóðræktunar hvað varðar meðferð virðist sömuleiðis takmarkað þar sem sannreynt er að orsakavaldur bráðrar speldisbólgu meðal barna er nánast undantekningalaust HiB. (3-5). Klóramfenikól hlýtur að teljast kjörlyf í upphafi meðferðar, þrátt fyrir sínar alvarlegu en mjög svo sjaldgæfu aukaverkanir (4, 16, 27). Á síðustu árum hefir tíðni HiB ónæmum fyrir ampisillín farið vaxandi s.s. kunnugt er. Bandarísku barnalæknasamtökin (AAP) mæla af þeim ástæðum með því að notast sé við sýklalyf með viðurkenndri virkni við meðferð barna með alvarlega sýkingu, staðfesta eða grunaða, af völdum HiB, s.s. blóðeitrun, heilahimnubólgu, speldisbólgu og húðnetjubólgu. Hefir því verið lagt til að meðferð væri hafin með klóramfenikól ásamt ampisillín eða penisillín (28). Pípusetning barns með verulegan bólguþrota í efri hluta barkakýlis getur verið miklum erfiðleikum háð. Enda þótt pípusetning hafi tekist í öllum þeim 65 tilfellum sem hér er lýst þá er ávallt sú hætta yfirvofandi að pípusetning mistakist, t.d. vegna raddbandakrampa (29). Er því mikilvægt að fullur viðbúnaður sé til barkaskoðunar með stífri barka- eða berknasjá og barkaskurðar til að tryggja barninu opinn öndunarveg ef pípusetning mistekst (12, 17, 20). Flest lágu börnin með pípu um barkamynni í tvö dægur, sem er í samræmi við niðurstöður annarra (4, 9, 16, 18). Því hefir verið haldið fram að pípusetning í 9-12 klukkustundir væri nægilega langur tími fyrir meirihluta sjúklinga með speldisbólgu (30). Mætti með því að stytta pípusetningartíma draga úr ýmsum þeim vandkvæðum sem fylgja pípusetningu: Pípustíflun, óþol sjúklings vegna pípunnar, gróðrarvefsmyndun í barkakýli, sem og tíðni síðkominna fylgikvilla s.s. þrengsla neðan raddglufu (30, 31). Fylgikvillum bráðrar speldisbólgu má skipta í þá sem hljótast af meðferð og þá sem hljótast af sjúkdóminum sjálfum og vikið er að í inngangi. Með tilliti til þeirra alvarlegu fylgikvilla speldisbólgu sem lýst hefir verið (16, 18) er athyglisvert að slíkra hefir ekki orðið vart meðal þeirra 65 barna sem athugun þessi nær til. Nú á siðustu árum hefir sú staðreynd orðið ljós að börn með alvarlegar sýkingar af völdum HiB (s.s. speldisbólgu og heilahimnubólgu) samfara blóðeitrun geta smitað einstaklinga í umhverfi sínu (32, 33). Er talið að sýkingartíðni barna undir 6 ára aldri í sambýli við sjúkling sé um 0,5 af hundraði sé miðað við 30 daga tímabil, en mun hærri eða 6-8 af hundraði meðal barna á fyrsta aídursári (34). Skoðanir hafa þó verið skiptar varðandi sóttvarnir, og þeim ekki verið sinnt hvað varðar sjúklinga þá sem legið hafa á HNE-deild CLV. Athyglisvert er að smitsjúkdómanefnd bandarísku barnalæknasamtakanna hefir látið frá sér fara ákveðin tilmæli (33) varðandi sýklalyfjameðferð til sóttvarna allra barna og fullorðinna í sambýli við sjúklinginn, þar sem börn undir fjögurra ára aldri er að finna (önnur en sjúklingurinn). Skulu börn og fullorðnir sem náið samneyti hafa haft við sjúklinginn i dagvistun, skóla eða undir öðrum kringumstæðum, fá sömu meðferð og sambýlisfólk hans. Mælir nefndin með gjöf rífampísín um munn 20 mg/kg líkamsþunga í einum dagskammti í fjóra daga (hámarksdagsskammtur: 600 mg). Vanfærar konur eru þó undanþegnar. Bendir nefndin á að sýnistaka frá nefkoki til sýklaræktunar sé þýðingarlaus hvað varðar greiningu þeirra sem á sýklalyfjagjöf þyrftu að halda. Er ekki síður athyglisvert að mælt er með því að börn á batavegi eftir alvarlega HiB sýkingu fái sömuleiðis rífampísínmeðferð til varnar því að viðkomandi barn verði smitberi með HiB í nefkoki. Gildi afnæmingar hvað varðar sýkingar af völdum HiB mun óljóst (35). SKIL Bráð speldisbólga er meðal alvarlegustu smitsjúkdóma er leggjast á börn og unglinga. Gangur sjúkdómsins er hraður og skiptir miklu að greina sjúkdóminn skjótt og hefja viðeigandi meðferð án tafar. Sú staðreynd að 15,6 af hundraði barnanna í greinargerð þessari voru aðframkomin við komu á sjúkrahús ítrekar enn frekar mikilvægi þessa. Snör sjúkdómsgreining háls-, nef- og eyrnalæknis, pípusetning svæfingalæknis og náið samstarf þeirra varðandi meðferð, sem og umsjá þjálfaðs starfsliðs gjörgæslu- og HNE-deilda eru hornsteinar meðferðarferlis þess sem hér er lýst. Velheppnuð meðferð 65 barna með bráða speldisbólgu án alvarlegra fylgikvilla sýnir að vart er ástæða til meiri háttar breytinga á því ferli sem fylgt hefir verið á fimmtán ára tímabili. ÞAKKIR Höfundar þakkar Karl-Ivar Karlsson, verkfræðingi við rannsóknadeild CLV lækningalegri efnafræðri, aðstoð alla við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.