Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 117 Það skiptir afar miklu máli að sjúklingar með yfirþrýsting í höfði komist sem allra fyrst í meðferð. Þegar hefur verið fjallað um þann tíma, sem tekur fyrir sjúklinga að komast á spítala. Eftir að þangað kemur, má heldur ekki dragast að rannsaka og gera nauðsynlega aðgerð. Það skiptir óhemjumiklu máli, ef á að takast að minnka þrýstinginn áður en sjúklingi versnar. Jafnan ber að kappkosta að stytta tímann frá komu til aðgerðar. Þetta er atriði sem þarf að fylgjast með með könnunum öðru hverju. Unnt reyndist að kanna þessa tímalengd hjá 71 sjúklingi, þar sem gera mátti ráð fyrir að tími skipti verulegu máli. Hér var um að ræða sjúklinga með utanbastsblæðingu, bráða innanbastsblæðingu og blæðingu inn í heilavef og/eða heilamar. Aðeins fjórir fóru í aðgerð á fyrsta klukkutímanum en 25 á þeim næsta. Rúmur helmingur, þ.e. 42 sjúklingar, var kominn í aðgerð innan fjögurra klukkustunda, 52 innan sólarhrings og 19 sjúklingar seinna. Þetta virðist nokkuð langur tími og æskilegt væri að stytta hann. En eins og áður hefur verið bent á, taka æðamyndatökur sinn tíma, auk þess sem oft er beðið þar til einkenni koma í ljós. Þetta hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á tímalengdina. Bati. Fjölmargir þættir hafa áhrif á bata sjúklings og batahorfur því breytilegar. Mestu máli skiptir sennilega meðvitundarstig eins og áður er sagt og höfuðáverkinn, heilasköddunin sjálf, svo og aðrir áverkar. Tími frá slysi til aðgerðar eða annarrar meðferðar er þýðingarmikill. Þá má nefna aðra þætti eins og aldur sjúklings og orsök slyss. Bata hefur verið skipt í sex flokka samkvæmt svokölluðum »Glasgow recovery scale« (15, 17-21). Það skiptir mestu máli í þessari flokkun hvort sjúklingur er eftir slysið fær um að lifa sjálfstæðu lífi. Til þess er mikilvægast að hann haldi andlegri getu sinni nokkurn veginn óskaddaðri. Auðvitað getur sjúklingnum sjálfum fundist hann hafa farið illa út úr slysinu þótt hann, tölfræðilega séð, hafi fengið þokkalegan bata, þ.e. »moderate recovery«. Þrjú hundruð tuttugu og sjö sjúklingar náðu góðum eða þokkalegum bata (77% af 425). Sextíu og fimm dóu (15%). Mestum áhyggjum valda þeir 33 sjúklingar, sem hafa fengið svo alvarlega heilasköddun, að þeir hafa alltaf síðan verið öðrum háðir. Það eru um það bil fjórir sjúklingar á ári sem þannig bætast í hópinn, tafla VI. Það skiptir i tvo hópa með árangur eftir því hvort sjúklingur er með einhverja meðvitund (í dvala eða betra ástandi) eða í dái (decerebrate/decorticate) eða þaðan af verra ástandi, dauðadái. í fyrrnefnda hópnum (351 sjúklingur) er árangur yfirleitt góður, lélegur bati samt hjá 18 og 13 dóu. í síðarnefnda hópnum (74 sjúklingar) deyja eða hljóta lélegan bata 38 af 45 sjúklingum í dái (85%). Aðeins einn af sjúklingum í dauðadái lifði af, en fékk lélegan bata, tafla VII. Miðað við einstaka áverka eru batahorfur bestar hjá sjúklingum með hægbráðar eða hægfara innanbastsblæðingar. Þar eru líka flestir sjúklinga með góða og allgóða meðvitund við komu. Bráðar blæðingar utan basts og blæðingar í heilavef og/eða heilamar, hafa allgóðar batahorfur, (en síðarnefndi áverkinn er þó mun algengari). Verstar batahorfur hafa þeir sem hafa fengið bráða innanbastsblæðingu eða útbreitt heilamar, enda eru þar flestir í dái eða dauðadái. Tekið var saman hverjir það voru, sem hlutu lélegan bata eða dóu. Hlutfall slíkra sjúklinga er lægst fram að 10 ára aldri (7-8%), hækkar svo ört í um 30% á aldrinum 15-29 ára, lækkar svo í um Table VI. Serious head injuries. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. Recovery. Grades of recovery Number (%) 1 Good 2 Moderate disability 3 Severe disability 4 Vegetative state 5 No recovery, sleeping coma 6 Death . 293 (69) . 34 (8) . 31 (7) ■ 2 (-) - (-) . 65 (15) Total 425 (99) Table VII. Serious head injuries. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. By state of consciousness at admission and recovery. State of consciousness on admission Grades of recovery 1 2 3 4 5 6 All 1,2 Awake, somnolent or stuporous 3 Semi-coma 4 Coma 5 Deep-coma 221 13 9 - 69 17 9 - 3 4 13 1 - - - 1 - 6 249 - 7 102 - 24 45 - 28 29 Total 293 34 31 2 - 65 425

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.