Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 141 Heiðdls Norðfjörð ritari við spjaldskrárvinnu. Nú er verið að samræma skráningu sjúklinga, en spjaldskrárvinna hefur dregist aftur úr á Heilsugœslustöðinni. að halda og lætur Heyrnar- og talmeinastöðinni í té húsnæði þegar hún veitir þjónustu á svæðinu. SAMSKIPTI LÆKNA HEILSUGÆSLUSTÖÐVARINNAR OG FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSSINS Við afnám tilvísunarskyldu versnaði upplýsingastreymi milli lækna og nokkur samskiptavandamál komu upp. Þetta hefur færst í betra horf á ný. Læknar í ákveðnum sérgreinum taka einungis á móti sjúklingum eftir tilvísunum en aðrir sérfræðingar taka á móti sjúklingum beint og milliliðalaust. Það skiptir því miklu að upplýsingar gangi greiðlega á milli. Málin voru rædd í Læknafélagi Akureyrar og vorið 1985 var haldið málþing á vegum félagsins um samskipti lækna. Læknafélag Akureyrar heldur að jafnaði fundi einu sinni í mánuði yfir veturinn með fræðilegum fyrirlestrum og umræðum. Félagsmálin eru oft rædd jafnhliða. Vikulega eru haldnir fræðslufundir á Fjórðungssjúkrahúsinu og eru heilsugæslulæknar velkomnir á þá alla þótt menn eigi misjafnlega auðvelt með að mæta þar. Ekkert hindrar heilsugæslulækna i að fylgjast með sjúklingum sínum sem liggja á Fjórðungssjúkrahúsinu þótt slikt hafi ekki verið Á aðgerðastofu vinnur hjúkrunarfræðingur háifan daginn. rætt sérstaklega hjá Læknafélagi Akureyrar. í staðli Félags íslenskra heimilislækna um starfsemi og starfsaðstöðu heimilislækna er gert ráð fyrir, að heimilislæknar heimsæki sjúklinga sína á sjúkrahús. Það má segja að mikið samstarf sé milli Heilsugæslustöðvarinnar og Fjórðungssjúkrahússins, bæði milli lækna og eins eru mikil samskipti við þjónustudeildir sjúkrahússins. Yfirleitt er ekki hægt að segja annað en allt þetta samstarf gangi vel og sé til fyrirmyndar. BÆTA ÞARF STJÓRNUNARÞÁTTINN Hjálmar taldi afar slæmt hve yfirlæknum heilsugæslustöðva er ætlaður lítill tími til að sinna stjórnunarstörfum. Á undangengnum árum hafa miklar breytingar orðið og starfsemin verið í mótun. Ef vel ætti að vera þyrfti þáttur yfirlæknis í stjórnun að vera mun meiri en svo, að hægt væri að sinna honum sem viðbót við fullt starf heilsugæslulæknis. í þessu sambandi er vert að minna á grein er Stefán Þórarinsson héraðslæknir á Egilsstöðum ritaði í annað tölublað Fréttabréfs lækna 1986 um »Stjórnun heilsugæslustöðva«. Stefán færir þar rök fyrir því að á heilsugæslustöðvum þurfi að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.