Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 115 Af þeim sem leggjast inn á gjörgæsludeild eru tiltölulega færri sem koma á fyrsta klukkutímanum, en fleiri sem koma eftir að sólarhringur er liðinn. Þetta er hugsanlega vegna alvarlegra slasaðra sjúklinga sem koma utan af landi. Rannsóknir. Heilaæðamyndatökur voru alls 178 af 151 einstaklingi (42% af 425). Sjötíu og níu höfuðaðgerðir (af 221 = 36%) á 65 einstaklingum voru gerðar án æðamyndatöku, þar af allmörg innkýld brot. Sextíu og ein æðamyndataka leiddi ekki til aðgerðar (34%). Á þessum árum (1973-1980) voru heilaæðamyndatökur, auk röntgenmynda af höfði aðalrannsókn okkar á slösuðu fólki og sú eina sem til greina kom að gera, ef grunur var um aukinn þrýsting í höfði vegna heilamars og blæðingar. Hér var og er um talsvert viðamikla rannsókn að ræða, bæði hvað snertir mannafla og tíma. Því var reynt að gera hana ekki nema algjöra nauðsyn bæri til. Hefði sjúklingurinn ekki greinileg einkenni var hann hafður í eftirliti og rannsókn gerð ef og þegar frekari einkenni komu í ljós. Þetta reyndi mjög á árvekni hjúkrunarfræðinga og lækna. Þessi bið gat auðvitað einnig reynst sjúklingnum hættuleg. Slík einkenni gátu komið í ljós á nóttu sem degi og eftir það gat sjúklingnum versnað mjög hratt. Jákvæð afstaða og snör viðbrögð alls starfsfólks og þá sérstaklega á gjörgæsludeild, röntgendeild og skurðstofu gerði það að verkum, að oftast nær fór þetta þó vel. Auðvitað er ákjósanlegast að rannsaka sjúklinginn strax við komu m.t.t. aukins þrýstings í höfði, ef nokkur grunur er um slíkt, og gera síðan þá aðgerð sem þarf. Þetta var hægt með tilkomu tölvusneiðmyndatækis á spítalann árið 1982. Hér er um tiltölulega meinlausa og hraðvirka rannsókn að ræða, sem unnt er að koma við í miklu fleiri tilfellum en æðamyndatöku og miklu fyrr. Enda fór svo að með tækinu breyttist þetta allt mjög til hins betra og þætti nú annað ekki boðlegt lengur. Meðvitundarstig. Segja má að meðvitundarástand sjúklings sé einn helsti mælikvarðinn á það hversu miklum erfiðleikum sé að mæta og hverjar batahorfur séu. Hér er því um gífurlega þýðingarmikið einkenni að ræða, jafnvel eins þýðingarmikið og einstakar tegundir höfuðáverka, a.m.k. þar sem hægt er að koma við tafarlausri og bestu rannsókn og meðferð. Af 425 sjúklingum var 351 í dvala (semi-coma) eða betra ástandi, en 45 voru í dái (coma) og 29 í dauðadái (deep coma), tafla III. Athyglisvert er að hugleiða orsök slyssins annars vegar og ástand sjúklingsins hins vegar. Þá kemur í Ijós að í dvala (semi-coma) eða betra ástandi er nokkuð jafnstór hópur sjúklinga úr umferðarslysum og eftir fall. í dái (coma) eða dauðadái (deep coma) eru mun fleiri úr umferðarslysum, sem enn bendir til alvarleika þeirra. Skotáverkar skiptast í tvo álíka stóra hópa hvað þetta snertir og er það betra en maður átti von á. í flokkunum högg og árás er mjög lélegt meðvitundarástand hins vegar sjaldgæft. Meðvitundarástand er oft flokkað í fimm flokka. Er sú aðferð notuð hér, í meginatriðum samkvæmt svokölluðum »Grady’s coma scale« en jafnframt tekið mið af svokölluðum »GIasgow coma scale« og þeir samræmdir (4-11), samanber meðfylgjandi lista. Rétt er að benda á það, að með meðvitundarstigi er bæði átt við meðvitundarástand sjúklings, hvernig hann hreyfir sig eða bregst við utanaðkomandi áreiti, svo og hvort hann er með misvíð eða ljósstíf ljósop. Þarna eru því ýmis atriði, sem benda til heilaskemmdar og/eða aukins þrýstings í höfði til viðbótar við eiginlegt »vökuástand«. Mjög hefur verið á reiki hér á landi hvernig læknar og aðrir nota orðin meðvitundarleysi, dvala, dá og dauðadá. Hér mun lagt til að menn styðjist við skilgreiningu á meðvitundarástandi í listanum, en haldi sig að öðru leyti við greinargóða lýsingu á íslensku. Áverkar. Að nokkru leyti voru sjúklingar lagðir inn á gjörgæsludeild af varúðarástæðum og þótt oft liti hálfilla út í fyrstu reyndist aðeins um helmingur þeirra hafa fengið meiri háttar heilaáverka. Table III. Serious head injuries. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Icetand, 1973-1980. By causes and stage of consciousness on admission. Stage of consciousness Awake, somnolent or Semi- Deep Causes stuporous coma Coma coma All Falls....... 89 42 15 7 153 Traffic accidents .96 48 25 15 184 Accidental blows .... 19 3 - 2 24 Assaults.... 10 1 1 - 12 Sport....... 5 - 1 - 6 Gunshots... 5 2 15 13 Riding...... 10 3 1 0 14 Others...... 15 3 1 - 19 Total 249 102 45 29 425

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.