Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 119 meta áhrif þess á árangur meðferðar. Undirritaður telur þó að hér sé um mjög þýðingarmikið atriði að ræða, sem vert sé að gefa gaum, ekki síst inni á spítala. Það skiptir miklu máli, að viðkomandi komist sem fyrst í meðferð, ef hann á annað borð þarf á henni að halda, en auk þess skiptir að sjálfsögðu meðferðin sjálf miklu máli, bæði utan spítala og innan. í þessu sambandi verður að segja það læknum utan Reykjavíkur til hróss að undirbúningur fyrir flutning og meðferð meðan á flutningi stendur virðist vera orðin virkari en áður var. Með almennari menntun sjúkraflutningsmanna og þá um leið bættri fyrstu meðferð ætti þetta enn að batna. Við skiptingu á áverkum í bráðar, hægbráðar og hægfara innanbastsblæðingar var bæði miðað við ástand við komu og útlit við aðgerð, en ekki tíma eingöngu, enda er slíkt mjög á reiki í öðrum könnunum. Útbreitt heilamar var greint hjá sjúklingum með tiltölulega neikvæða heilaæðamyndatöku, en lélegt meðvitundarástand, þ.e. í dvala eða lakara ástandi. í öllum tilfellum var um meira en eitt ár að ræða frá slysi þar til könnunin var gerð. í öðrum rannsóknum á bata sjúklinga eftir höfuðáverka hefur meðal annars komið fram, að 60% sjúklinga hefur náð bata sínum innan þriggja mánaða og 80-90% innan sex mánaða. Andlegur bati verður oftast nær innan árs en líkamlegur bati getur átt sér stað lengur, jafnvel nokkur ár. Söfnun upplýsinga og geymsla þeirra er mikilvæg, meðal annars vegna samanburðar siðar meir, en ekki að sama skapi skemmtileg aflestrar. öðruvísi verður það þó ekki gert. Slíkar upplýsingar geta þó líka verið bæði fróðlegar og gagnlegar jafnvel strax. Ýmislegt kann í raun að vera öðruvísi en ætlað var og ýmsu má breyta í ljósi þess. Það var og mín reynsla af þessari könnun. Allir sjúklingarnir sem þessi könnun fjallar um voru í umsjá taugaskurðlækna Borgarspítalans, Bjarna Hannessonar og Kristins Guðmundssonar. Þakkir: Sérstakar þakkir eru færðar Aroni Björnssyni lækni, fyrir hjálp hans og Elínu ísleifsdóttur læknafulltrúa fyrir vélritun og frágang á töflum. SUMMARY Admissions of of 425 patients with serious head injuries to the Intensive Care Unit, Borgarspítalinn, Reykjavík in the period 1973-1980. Of 1435 patients with head injuries admitted to Neurosurgery at the City Hospital in Reykjavík, Iceland, during the years 1973-1980, there were 425 patients (30%) admitted to the ICU, 291 adults and 134 children (32%). Males were 321 and females 104. Half of the patients were less than 25 years old. Traffíc accidents were the most common cause of injury with falls in the second group. This is just the opposite to the ratio in the whole group (1). The difference is especially prominent in children. Together these two cause 79% of all head injuries in the ICU-patients. Other causes like assault and gunshots are quite rare. Whatever the cause it has much effect on both the type of injury and its seriousness. Treatment consisted of as rapid transfer to the hospital as possible, from wherever in the country, by ambulance or a plane, diagnosis with plain X-rays and angiography, control of increased ICP and operation when necessary. In children a poor outcome or death did only occur after traffic accidents. In people between 15-24 years old this kind of outcome was still tvice more common after this than after other types of accidents. HEIMILDIR 1. Guðmundsson K, Björnsson A. Höfuðáverkar. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Læknablaðið 1983; 69: 131-7. 2. Guðmundsson K. Höfuðáverkar og umferðarslys. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Læknablaðið 1985; 71: 50-2. 3. Guðmundsson K. Höfuðáverkar hjá börnum. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1986 nr. 1: 43-7. 4. Fleischer AS, Barrow DL. Axioms on head injury. Hosp Med 1982; 18: 66a-66X. 5. Teasdale G. Acute impairment of brain function - 1. Assessing conscious level. Nurs Times 1975; 71: 914-17. 6. Teasdale G, Galbraith S, Clarke K. Acute impairment of brain funtion - 2. Observation record chart. Nurs Times 1975; 71: 972-3. 7. Teasdale G, Jennett B. Assessment of coma and impaired consciousness. A practical scale. Lancet 1974; 2: 81-4. 8. Fischer RP, Carlson J, Perry JF. Postconcussive hospital observation of alert patients in a primary trauma center. J Trauma 1981; 21: 920-4. 9. Overgaard J, Hvid-Hansen O, Land AM, Pedersen KK, Christensen S, Haase J, Hein, O, Tweed WA. Prognosis after head injury based on early clinical examination. Lancet 1973; 2: 631-5. 10. Ransohoff J, Fleischer A. Head injuries. JAMA 1975; 234: 861-4. 11. Hitchcock ER. Treatment of head injuries. Nurs Times 1974; 70: 1193-5. 12. Gennarelli TA, Spielman GM, Langfitt TW, Gildenberg PL, Harrington T, Jane JA, Marshall

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.