Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 137 Á ýmsu hefur gengið í tilraunum til þess að koma á sambandi og samvinnu á milli Kristnesspítala og FSA. Fyrir liggja ráðherrabréf, samþykktir stjórnar FSA, ályktun læknaráðs FSA og síðast en ekki síst viljayfirlýsing, undirrituð af Davíð Á. Gunnarssyni forstjóra ríkisspítalanna og Gunnari Ragnars stjórnarformanni FSA, um samstarf Kristnesspítala og FSA. Halldór Halldórsson gegnir hlutastarfi á FSA, við lyfjameðferð krabbameinssjúklinga og þjónustu við hjúkrunarsjúklinga, en tekur aðeins laun fyrir yfirlæknisstarfið í Kristnesi. Á móti kemur að Brynjólfur Ingvarsson veitir geðlæknisþjónustu á Kristnesspítala, en tekur aðeins laun fyrir fullt starf sem sérfræðingur á geðdeild FSA. Jónas Rafnar var fyrsti yfirlæknir Kristneshœlis. HEILDARSTEFNU HEFUR VANTAÐ Vandi Kristnesspítala liggur ekki síst í því að ekki hefur verið neitt heildarskipulag fyrir spítalann, enda virðist mörgum hafa verið óljóst hvernig ætti að nýta hann, hvaða sjúklingar ættu að dvelja þar og hvers konar meðferð ætti að veita. Kristnesspítali er dæmigert vandræðamál sem ekki hefur verið tekið á af neinni festu, heldur fálmað í eina áttina einn daginn og aðra þann næsta. Niðurstaðan er sú að nú eru á spítalanum mjög ólíkir sjúklingar sem þarfnast mismunandi aðhlynningar. Á spítalanum eru gamalmenni sem ættu að vera á elliheimili, sjúklingar í skammtímavistun sem fá inni til að létta á heimilunum, geðsjúklingar sem ekki fá vistun annars staðar og líkamlega fatlaðir sjúklingar sem þarfnast fyrst og fremst endurhæfingar sem ekki er að fá í Kristnesi. ÖLDRUNARÞJÓNUSTA í AKUREYRARLÆKNISHÉRAÐI Á Akureyri hefur verið starfandi hópur um málefni aldraðra um eins árs skeið, formlega Hulda Gunnlaugsdóttir hjúkrunarforstjóri heitir hann Þjónustuhópur aldraðra í Akureyrarlæknishéraði. Verkefni hópsins á meðal annars að vera að samræma alla meðferð og vistun aldraðra á þjónustusvæðinu. í þessum hópi eiga sæti Halldór Halldórsson, Hjálmar Freysteinsson yfirlæknir á Heilsugæslustöð Akureyrarlæknishéraðs, Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Heilsugæslustöðvarinnar sem hefur umsjón með heimahjúkrun, Anna Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri á dvalarheimilum Akureyrar og Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar. Hópurinn ræður ekki innlögnum á stofnanir en er umsagnaraðili um vistun þeirra er þurfa. Vegna þessa starfs er nú kominn sameiginlegur biðlisti fyrir Kristnesspítala og hjúkrunardeildir FSA, annar biðlisti er fyrir elliheimilin. Gamalmenni hafa fengið inni í Kristnesi vegna þess að ekki hefur verið í önnur hús að venda, en það er afar brýnt að bæta öldrunarþjónustu á Akureyri og i nágrannasveitunum. Nú er verið að byggja við dvalarheimilið á Akureyri og er fyrirhugað að þar verði dagvistun aldraðra. Einnig skortir mjög þjónustuíbúðir fyrir aldraða auk þess sem stórbæta þarf heimahjúkrun. HVERNIG SINNIR KRISTNESSPÍTALI ENDURHÆFINGU? Stjórnarnefnd ríkisspítalanna ákvað í mars 1985 að á Kristnesspítala skyldu annars vegar vistast langlegusjúklingar og hins vegar endurhæfingarsjúklingar, en miðað við núverandi ástand eru það aðeins orðin tóm. Litla sem enga þjálfun er að fá í Kristnesi, hvað þá endurhæfingu. Við spítalann vantar endurhæfingarlækni, þar er hvorki sjúkraþjálfari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.