Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 18
124 LÆKNABLAÐIÐ (puerperal infections) (7). Hjá konum með staðfesta eggjaleiðarabólgu á Landspítalanum voru tæplega 19% sýktar af lekanda og 38.5% af Klamydíu (3). Aðeins ein kona reyndist vera með lekandasýkla. Má því ætla að lekandi hjá barnshafandi konum sé sjaldgæfur á íslandi. Þess ber þó að gæta að nokkurt forval í mæðraskoðun Kvennadeildinnar kann að hafa haft áhrif á tiðnina. í Bandaríkjunum hefur lekandi fundist hjá 1-7.5% þungaðra kvenna (13). Chlamydia trachomatis fannst hjá 3.9% kvennanna. í erlendum athugunum hefur verið lýst tiðni klamydíusýkinga á bilinu 2-30%, en vegna mismunar milli hópa sem rannsakaðir voru, er samanburður erfiður, þar á meðal við þessa athugun. Svipuð tíðni og hér hefur fundist í Wurzburg í Þýzkalandi (4%) (5) og Ósló í Noregi (5%) (14). Á þessum stöðum virðast óvaldir hópar hafi verið athugaðir jafnframt því sem ekki er ólíklegt að aðstæðum kvenna svipi til þess, sem er á íslandi. Hjá heilbrigðum konum, sem ekki voru þungaðar, hefur Klamydía fundist hjá 3-5% (7, 15). Hærri tíðni klamydíusýkinga hefur almennt fundist í kembirannsóknum hjá konum í yngstu aldurshópunum og hjá þeim, sem Iifa við bág kjör (8, 16, 17). Meðal íslenzku kvennanna fannst einnig hlutfallslega langhæst tíðni í yngsta aldurshópunum, þ.e. konum undir tvítugsaldri. Ekki er ljóst af hverju lægsta tíðnin var hjá konum sem voru á aldursbilinu 25-29 ára. Meiri stöðugleiki í samlífi á þessu tímabili er hugsanleg skýring. Hinsvegar var ekki marktækur munur á fjölda jákvæðra sýna hjá konum eftir því hvort þær voru í sambúð eða ekki, gagnstætt því sem fundist hefur hjá konum með eggjaleiðarabólgu (3). Tilhneiging til hærri tíðni hjá frumbyrjum er í samræmi við aldursskiptinguna. í stærra úrtaki kvenna kynni munur á klamydíusýkingum eftir aldurshópum og fyrri barneignum að hafa verið meiri. Konur, sem unnu einkum við heimilisstörf höfðu lága tíðni klamydíusýkinga. Þær, sem unnu við almenn verkakvennastörf, iðnaðarstörf eða voru í námi höfðu hlutfallslega háa tíðni. Líklegt er að hér á landi tengist þessi munur lægri aldri hjá þeim konum sem eru í þessum starfsgreinum, fremur en lífskjörum. Meðalstærð barna kvenna með jákvæða klamydíaræktun og meðaltal meðgöngulengdar var ekki frábrugðið því sem almennt er á íslandi (18, 19). Þessi athugun rennir því ekki stoðum undir tilgátur um aukna tíðni fyrirbura og léttbura hjá konum með klamydíusýkingu. Þess ber þó að geta að allar konurnar voru meðhöndlaðar með sýklalyfjum áður en meðganga var hálfnuð og þar með áður en mesta vaxtartímabil fóstursins hófst. Regluleg leit að klamydíu- og lekandasýkingu hjá barnshafandi konum eins hún hefur verið framkvæmd við göngudeild Kvennadeildar Landspítalans, hlýtur að kosta nokkurt fé. Rétt er því að velta fyrir sér arðsemi þessara rannsókna. Leit að einkennalausum lekandasýkingum orkar tvimælis, þótt sjálfsagt sé að taka ræktanir hjá konum með einkenni. Talið hefur verið, að sé tíðni klamydíusýkinga meðal barnshafandi kvenna undir 5%, sé meiri kostnaður við leitina sjálfa en við meðhöndlun sýktra nýbura (7). Þá er ótalinn kostnaður við meðhöndlun móðurinnar og barnsföður. Þar sem heildartíðni klamydíusýkinga hjá barnshafandi konum hér á landi var aðeins 3.9%, ætti leit að sýktum einstaklingum ekki að svara kostnaði samkvæmt þessu. Athugunin sýndi hinsvegar, að hjá konum á aldrinum 15-19 ára voru mun meiri líkur á sýkingu og það átti raunar við upp að 22 ára aldri þegar einstakar ræktunarniðurstöður voru skoðaðar. Konur, sem eru yngri en 23 ára mynda áhættuhóp samkvæmt þessari athugun. Rétt kann að vera að stefna að sýnitöku hjá þessum hópi kvenna snemma í meðgöngu. Þá er því samt ósvarað hvort taka þurfi sýni þegar dregur nær fæðingu barnsins. ÞAKKARORÐ Höfundar minnast þess með þakklæti, að Sigurður S. Magnússon, prófessor, sem lést 21.10.1985, átti frumkvæðið að þessari athugun. SUMMARY The incidence of lower genital tract infection with Neisseria gonorrhoeae and Chlamydia trachomatis was investigated in 924 consecutive women attending the antenatal clinic at the National University Hospital in the first half of pregnancy. Samples for culture of Neisseria gonorrhoeae were obtained from the endocervical canal, the urethra and the anus, while samples for chlamydia culture were taken from the endocervical canal. One woman (0.1%) harboured gonorrhea and 36 (3.9%) had positive chlamydia cultures. All women and their partners if possible, received treatment. Mean age of the women with chlamydia was 25 years. The proportion of positive chlamydia cultures was highest in the youngest age group of 15-19 years (13.0%), which was significantly

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.