Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 38
138 LÆKNABLAÐIÐ René Notelid sœnskur hjúkrunarfrœðingur og Þorbjörg Jóhannesdóttir starfsmaður. né iðjuþjálfi. Að mati Halldórs er engin von til að þeir fáist til starfa nema heimild verði til að ráða tvo. Þó er það hugsanlegt ef leyft verður að ráða sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa með aðstoðarmönnum. Enginn talkennari er heldur á staðnum. í raun er föndur eina þjálfunin sem mögulegt er að veita eins og sakir standa og er Kristín Halldórsdóttir föndurstjóri. Það er sjálfgefið að á meðan ástandið er sem að ofan greinir getur Kristnesspítali alls ekki sinnt því hlutverki sem honum er ætlað. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við spítalann og liggja teikningar fyrir. Framkvæmdum hefur verið áfangaskipt í sex hluta og er það von forráðamanna spítalans að auðveldar muni reynast að afla fjár til framkvæmda sé ekki allt lagt undir í einu. Kristnesspítali er á föstum fjárlögum og er stjórnarnefnd ríkisspítalanna búin að samþykkja fyrsta áfanga fyrirhugaðrar nýbyggingar. Þar verður komið upp aðstöðu fyrir iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun. Vonandi skapast þá einnig möguleikar á að hafa fleiri hvíldarpláss fyrir sjúklinga í skammtímavistun. Halldór kvaðst ekki búast við að heimild fengist fyrir fleiri læknisstöðum fyrr en lokið væri einhverjum áfanga nýbyggingar. Eigi að vera hægt að hefja endurhæfingarstarf í Kristnesi verður strax að veita fjármagni til framkvæmda. Vonandi verður ekki allt of langt að bíða þess að ráðamenn fjármagns taki á þeim vanda sem Kristnesspítali á við að glíma í dag, vanda sem einkum bitnar á langlegu- og endurhæfingarsj úklingum. EFTIRSKRIFT I lok októbermánaðar 1986 var sjúkraþjálfari lausráðinn í óreglulega tímavinnu að Kristnesspítala - mjór er mikils vísir. BÓKARFRÉTT Nýlega kom út bókin Lyfjafræði innkirtla. Vítamín og járn, eftir Þorkel Jóhannesson, prófessor. Bóksala stúdenta gefur út. Bókin er kennslubók, einkum ætluð læknanemum og tannlæknanemum, en hentar einnig vel sem uppsláttarrit fyrir nemendur í öðrum greinum, sem fást við lyfjafræði, lifeðlisfræði og skyld efni. Hún er 217 síður og skiptist í eftirtalda kafla: I. Vítamín: Yfirlitsatriði. II. Vatnsleysin vítamín. III. Fituleysin vítamín. IV. Yfirlit yfir hormóna. V. Heiladingulshormónar. VI. Sterahormónar ásamt heiladingulshormónum og stýrihormónum (undirstúkujiormónum) þeim tengdum og skyld lyf. VII. Skjaldkirtilslyf. VIII. Sykursýkislyf. IX. Járn. Kaflarnir eru nokkuð misjafnlega mikið unnir, bæði hvað efni snertir og framsetningu, en eiga það allir sammerkt að gefa ítarlegasta yfirlit sem fáanlegt er á íslensku um viðkomandi efni. Hér eru því verulegir landvinningar fyrir íslenska menningu og höfundi til mikils sóma. G. Þ.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.