Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 32
134 LÆKNABLAÐIÐ I I Heildarframlag |£] Framlag til heimahjúkrunar Framlög Reykjavíkurborgar til heilbrigðismála 1979-1986 á verðlagi í maí 19861 þúsundum króna. Það hefur verið álit Sjálfstæðismanna í heilbrigðismálaráði og borgarstjórn að nauðsynlegt sé að bjóða upp á annað rekstrarform en opinberan rekstur eingöngu og sömuleiðis að nýta megi fyrir starfið leiguhúsnæði ef henta þykir. Nú þegar á Reykjavík aðild að rekstri 7 stöðva sem þjóna tæplega 30.000 borgarbúum. Þær eru: Heilsugæslustöðin Árbæ Heilsugæslustöðin Asparfelli Heilsugæslustöðin Fossvogi Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi Heilsugæslustöð Miðbæjar Heilsugæslustöðin Drápuhlíð Heilsugæslan Álftamýri. Sú síðastnefnda er rekin á ábyrgð læknanna sem þar starfa með samningi við borgina sem tryggir það að nauðsynlegri heilsuvernd (svo sem ungbarna- og mæðravernd auk heimahjúkrunar) sé sinnt auk heimilislækninga. Á döfinni eru fyrst og fremst Heilsugæslustöðin Hraunbergi sem þjóna á öllu Breiðholti III en á þessu ári mun ljúka gerð kjallarans. Þá eru hafnar framkvæmdir við Heilsugæslustöð Vesturbæjar, sem valinn hefur verið staður á horni Vesturgötu og Garðastrætis og þjóna á Vesturbæ norðan Hringbrautar. Fleira er á döfinni sem ekki er tímbært að ræða nú. Það er alveg ljóst að vilji núverandi borgarstjórnar er sá að áfram verði haldið á þeirri braut, að veita alhliða heilsugœslu í hverfum borgarinnar. Ríkari áhersla verði þó lögð á fjölbreytni í rekstrarformi án þess að dregið sé úr faglegum kröfum. Kostir miðstýringar, sem að mínu áliti eru helstir yfirsýn, ættu að geta haldist með nákvæmari skráningu og tölvuvæðingu, til dæmis í bólusetningum ungbarna. Þó verður að gera ráð fyrir því um ófyrirsjáanlega framtíð, að ungbarna- og mæðraeftirliti verði sinnt að hluta til í Heilsuverndarstöðinni og að þar verði einnig til húsa þær greinar heilsugæslu sem eðlilegt má telja að reka frá einum stað. í grein sem Skúli Johnsen borgarlæknir skrifaði í Morgunblaðið í júlí á sl. ári hvetur hann til þess að mótuð verði hér á landi víðtœk heilbrigðisstefna. Hann bendir á, að verkefni sjúkraþjónustunnar fari vaxandi frá ári til árs með þeim kostnaðarauka sem fylgi. Sjúkraþjónustustefnan kemur ekki í veg fyrir að heilsufar versni því að hún stuðlar ekki að því að fyrirbyggja sjúkdóma. Spá borgarlæknis er sú, að verði ekki aðhafst í þessum efnum, þá muni hlutur sjúkraþjónustunnar í þjóðartekjum þurfa að aukast á næstu áratugum úr 10% í 15-20%. Ég álít að uppbygging góðrar heilsugæslu í hverfum borgarinnar sé liður í því að leggja grunn að heilbrigðisstefnu í Reykjavík. Katrín Fjeldsted HEIMILDIR 1. Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Skýrsla nefndar sem kannað hefur reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ágúst 1985 (óbirt - Heilbrigðisráðuneytið). 2. Jóhann Agúst Sigurðsson. Meira um forvarnir í læknisfræði: Hlutverk heilsugæslu. Morgunblaðið 19. desember 1985. 3. Skúli G. Johnsen. Ný viðhorf í heilbrigðismálum. Morgunblaðið 4. júlí 1986.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.