Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 26
130 LÆKNABLAÐIÐ nefleiðis í barkamynni og klóramfenikól gefið í æð og voru siðan lögð inn til hjúkrunar og meðferðar á gjörgæsludeild. Reyndist í engu tilfelli þörf á að framkvæma barkaskurð en allur útbúnaður til barka- og berknaskoðunar með stífri berknasjá svo og til barkaskurðar var ávallt tekinn fram og til reiðu við pípusetningu. Hjá flestum barnanna, eða 60 af hundraði, var pípa tekin á þriðja dægri. Höfðu 14 barnanna pípu skemur, en fjögur börn lengur eða í fjögur dægur, samanber mynd 6. Var leitast við að framkvæma pípuúttöku að morgni þannig að eftirlit með barninu væri sem best fyrstu klukkustundirnar eftir pípuúttökuna. Voru börnin flutt af gjörgæsludeild á legudeild HNE-deildar þegar sýnt var að pípuúttaka hafði heppnast. Legutimi barnanna sést á mynd 7, en 90 af hundraði barnanna dvöldu 4 dægur eða skemur á sjúkrahúsi. Ekki reyndist verulegur munur á meðallegutíma barnanna hvort sem þau fengu pípu setta í barkamynni eða ekki. Fylgikvillar: Tvisvar kom fyrir að barn drægi sjálft út pípu á öðru dægri. Var í hvorugu tilviki nauðsynlegt að leggja pípuna að nýju. Börnin tvö voru á aldrinum þriggja og fimm ára og heildarlegutími þeirra fjögur og þrjú dægur. Hvað varðar síðkomna fylgikvilla, svo sem barkaþrengsl hefir slíkra ekki orðið vart meðal þeirra 65 barna sem hér er lýst. UMRÆÐA Eins áður er fram komið er ársdreifing jöfn þegar litið er til þess fimmtán ára tímabils, sem könnunin nær til og gegnir sama máli um árstíðadreifingu. Enda þótt ákveðinni fylgni hvað varðar árstíðadreifingu hafi verið haldið fram (3, 17, 20), þá tölfræðileg rök því til stuðnings. í greinum um bráða speldisbólgu er áberandi að áhersla er lögð á skjóta greiningu og meðferð (1, 4, 21). Við skoðun sjúkraskýrslna þeirra 65 barna, sem hér er lýst kom í ljós að með nokkur hafði verið leitað á heilsugæslustöðvar í fyrstu. í einu slíku tilviki var barninu vísað heim, þar sem því hrakaði skjótt og er foreldrar leituðu síðan með barnið beint á HNE-deild var það verulega meðtekið. Því miður mun síður en svo um nokkurt einsdæmi vera þar að ræða. Hafa t.d. Baugh og Baker (3) við Michiganháskóla í Bandaríkjum Norður-Ameríku bent á að sjúkdómsgreining tilvísandi lækna reyndist rétt í einungis 61 af hundraði tilfella barna með bráða speldisbólgu. Niðurstaða prófessor Milner við háskólasjúkrahúsið í Nottingham, Englandi (22) er enn alvarlegri, þar sem hann upplýsir að samkvæmt nýlegri könnun var sjúkdómsgreining heimilislæknis rétt hjá einungis fimmtungi þeirra barna sem hlutu sjúkdómsgreininguna bráð speldisbólga við pípusetningu. Undirstrikar þetta nauðsyn þess að nákvæmlega sé gengið úr skugga um ástand speldis hjá öllum börnum með öndunarörðugleika. Enda þótt einkennandi saga og sjúkdómseinkenni auðveldi greiningu þá er skoðun speldis undirstaða sjúkdómsgreiningar. Nánast undantekningarlaust er hægt að ganga úr skugga um speldisþrota með skoðun um munn fáist barnið til þess að gapa vel, eða ef vægilega er stutt á tungurót með tunguspaða (11, 23). Kemur þá rautt og þrútið speldið í ljós. Mikilvægt er þó að fara að öllu með gát og gæta þess að barnið verði fyrir sem minnstum óþægindum og græta barnið ekki, sem oftast er best komið sitjandi í móðurskauti. Hefir t.d. verið lýst öndunarstöðvun við lögn bláæðarleggs hjá vakandi barni (24). Því skyldi bíða með töku blóðsýna og annars þess sem komið gæti barninu í uppnám uns það hefir verið svæft og öndunarvegur tryggður. Þar sem oftast er auðvelt að ganga úr skugga um útlit speldis sýnist gildi röntgengreiningar við greiningu bráðrar speldisbólgu vera takmarkað (16). Sést þroti á speldi, sem og könnu- og speldisfellingum vel á hliðarmynd (25), en ekki má gleymast að við aðskotahluti í efri loftvegum, sem getur verið nærtæk mismunargreining þegar smábörn eiga i hlut, er oft um smáa plasthluti að ræða. Geta slíkir plastbitar verið illgreinanlegir á röntgenmynd. Röntgengreining getur verið til hjálpar hvað varðar greiningu speldisþrota ef slík rannsóknaraðstaða er fyrir hendi á skurðstofu en vart er réttlætanlegt að senda barn með öndunarörðugleika til rannsóknar á röntgendeild. Sé sjúkdómsgreining erfiðleikum bundin er öruggast að svæfa barnið á skurðstofu og framkvæma barkakýlisskoðun til greiningar. Sýnist barkalok og barkakýli eðhleg er hægt að halda rannsókninni áfram með barka- og berknaskoðun m.t.t. aðskotahlutar í loftvegum. Ekki hefir verið föst regla á HNE-deild CLV að taka sýni til sýklaræktunar frá koki eða blóði, þar sem draga má í efa lækningalega þýðingu kokræktunar við sýkingar af völdum HiB, (3,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.