Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 123 skrifstofustörf voru bornar saman við þær, sem unnu iðnaðarstörf, almenn verkakvennastörf eða voru í námi, þá var síðari hópurinn oftar með Klamydíu, en munurinn var ekki marktækur (æ2.1 =4.22; 0.1>p>0.05) Fyrri barneignir kvennanna eru sýndar i töflu III. Þrátt fyrir lækkandi hlutfall jákvæðra Klamydíuræktana eftir því sem fjöldi fyrri Tafla I. Aldursskipting allra athugaðra kvenna og fjöldi/hlutfall með klamydíu-sýkinga meðal þeirra. Hlutfall Heildar- Klmydíu- Klamydíu- fjöldi jákvæöar jákvæöra Aldur n (°7t) n (%) °7o 20-24 ............. 247 (26.7) 13 (36.1) 5.3 25-29 ............. 310 (33.6) 8 (22.2) 2.6 30-34 ............. 198 (21.4) 9 (25.0) 4.5 35-39 ............. 107 (11.6) 0 (0.0) 0.0 40-44 .............. 15 (1.6) 0 (0.0) 0.0 >45.................. 1 (0.1) 0 (0.0) 0.0 Alls 924 (100) 36 (100) Tafla II. Skipting allra athugaðra kvenna og fjöldi/hlutfall Klamydíu-jákvœðra kvenna eftir atvinnuflokkum. Hlutfall Atvinna Hcildar- fjöldi n (°Jo) Klmydíu- jákvæðar n (°7o) atvinnu- flokks <7o Opinberir starfsmenn .... . 252 (27.3) 8 (22.2) 3.2 Versl. og skrifstofustörf . . 235 (25.4) 9 (5.0) 3.8 Húsmaeður .... . 178 (19.4) 5 (13.9) 2.8 Nemar . 93 (10.1) 5 (13.9) 5.4 Iðnlærðar . 46 (5.0) 4 (11.1) 8.7 Verkakonur ... . 25 (2.7) 3 (8.3) 12.0 Flugfreyjur .... . 13 (1.4) 0 0.0 Önnur störf ... . 61 (6.6) 2 (5.6) 3.3 Óupplýst . 21 (2.3) 0 0.0 Alls 924 (100) 36 (100) Tafla III. Fyrri barneignafjöldi og tala/hlutfall kvenna með jákvœð Klamydíu-sýni. Hlutfall Fjöldi Heildar- Klamydiu- jákvæöra fyrri fjöldi jákvæöar af hóp barna n 0%) n *lo 0.................. 342 (37.0) 19 5.6 1 ................ 300 (32.5) 12 4.0 2 ............... 192 (20.8) 4 2.1 3 ................ 65 (7.0) 1 1.5 4 ................ 20 (2.2) 0 0.0 5>................... 5 (0.5) 0 0.0 barneigna varð meiri, reyndist hlutfallið ekki marktækt hærra hjá konum í fyrstu meðgöngu en hjá fjölbyrjum (æ2.1 = 3.99; 0.1>p>0.05). í sambúð voru 777 (84.1%), ekki í sambúð voru 142 (15.4%), en hjá fimm konum (0.5%) voru upplýsingar um sambúð ekki tiltækar. Af Klamydíajákvæðum konum voru 29 í sambúð (80.6%) en sjö (19.4%) ekki í sambúð, sem var ekki marktækur munur. Sýnin voru tekin frá 8.-20. viku meðgöngu. Jákvæð sýni dreifðust jafnt á allar meðgönguvikur á þessu bili. Jákvæð sýni voru að meðaltali þrjú á mánuði (frá 2-5) og ekki var um augljósa árstíðaskiptingu að ræða. Meðalþyngd nýbura kvenna með Klamydíu var 3.584 g (frá 2.390-4.550 g). Þegar fæðingarþyngd barnanna var flokkuð í 500 g flokka, sást að dreifing var jöfn í kringum meðalþyngdina. Meðalmeðgöngulengd hjá konum með Klamydíu var 40.4 vikur. UMRÆÐA í þessari kembirannsókn var reynt að rækta frá leghálsi, þvagrásar- og endaþarmsopi þungaðra kvenna tvær bakteríur, sem berast milli manna við kynmök og geta leitt til sjúkdóma hjá móður og barni (5,6). Báðir sýklarnir valda bólgu í leghálsi (endocervicitis), en hvorugur virðist eiga greiða leið þaðan upp í gegnum heila fósturbelgi til að sýkja fóstrið (5,7). Við eðlilega fæðingu geta börn sýktra mæðra hinsvegar smitast af báðum bakteríunum. Slímhimnubólga í augum nýbura af völdum lekanda var vandamál allt þar til byrjað var að dreypa augun með silfurnitratlausn fyrir síðustu aldamót. Nú er talið erlendis að þessi sjúkdómur komi aðeins fyrir hjá 0.04% nýbura. Enn er ekki vitað hver verða áhrif þess að hætt var að dreypa augu nýbura. Hinsvegar er slímhimnubólga af völdum Klamydíu tíu sinnum algengari (8). Verulegur hluti (25-60%) af börnum mæðra, sem sýktar eru af Klamydíu í Ieghálsi, fá slímhimnubólgu í augun á fyrstu tveim vikum eftir fæðingu (6-10) og 10-20% þessara barna fá einnig lungnabólgu (pneumonitis) á fyrstu fjórum ævimánuðunum (7). Martin og starfsfélagar (11) töldu að hjá sýktum konum væri einnig aukin hætta á fyrirbura- og léttburafæðingum, en aðrir hafa ekki fundið hið sama (5, 7, 9). Konurnar sjálfar geta fengið bólgu í legslímhúð (endometritis) eftir fæðinguna (12, 13) og jafnvel eggjaleiðarabólgu. Lítið er reyndar vitað um þátt Chlamydia trachomatis í grindarholssýkingum í sængurlegu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.