Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 121-5 121 Sigursteinn Guðmundssson, Reynir Tómas Geirsson, Ólafur Steingrímsson KLAMYDÍU-OG LEKANDASÝKINGAR Á FYRRI HELMINGI MEÐGÖNGU ÚTDRÁTTUR Tíðni sýkinga af völdum Neisseria gonorrhoea og Chlamidia trachomatis var könnuð hjá 924 þunguðum konum, sem komu í skoðun á Kvennadeild Landspítalans á fyrri helmingi meðgöngu á 13 mánaða tímabili 1983 til 1984. Sýni til lekandaræktana voru tekin frá leghálsi, þvagrás og endaþarmsopi og sýni til Klamydíuræktana frá leghálsi. Lekandi fannst hjá einni konu (0.1%), en Klamydía hjá 36 (3.9%). Allar konurnar voru meðhöndlaðar með sýklalyfjum og ef mögulegt var fengu rekkjunautar þeirra einnig meðferð. Meðalaldur kvenna með klamydíu var 25 ár. Hlutfall jákvæðra klamydín ræktana var marktækt hærra (13%) hjá konum á aldursbilinu 15-19 ára, en hjá eldri aldurshópum (p<0.01). Ekki var marktækur munur á tíðni klamydíusýkinga hjá frumbyrjum og fjölbyrjum, konum í og utan sambúðar, í mismunandi atvinnuflokkum eða eftir búsetu. Meðgöngulengd og meðalfæðingarþyngd barna hjá konum með Klamydíu var ekki frábrugðin því, sem almennt er í landinu. Lekandasmit á meðgöngu virðist sjaldgæft á íslandi, en algengi Klamydíu í leghálsi er svipað og erlendis. Ungar konur eru áhættuhópur fyrir Klamydíusmit og hjá þeim kann að vera ástæða til ræktana á meðgöngu. Lykilorð: Chlamydia trachomatis, Neisseria gonorrhoeae, Infectious complications in pregnancy, prenatal care. INNGANGUR Talið er að lekandi hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda og orsakavaldurinn, gónókokkur (Neisseria gonorrhoeae), hefur verið þekktur í meira en 100 ár. Auk sýkinga í kynfærum valda gónókokkar augnsjúkdómi hjá nýburum Frá Kvennadeild Landspítalans og Sýklarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans, Reykjavík. Barst 14/10/1986. Samþykkt 01/12/1986. (opthalmia neonatorum), sem áður hafði oft blindu í för með sér. Árið 1911 birti Lindner í Þýzkalandi grein um svipaðan augnsjúkdóm, sem ekki orsakaðist af gónókokkum. Fjórum árum áður höfðu Halberstaedter og von Prowazek lýst einkennandi kornum, sem sáust inn í frymi frumna í slímhimnu augna, sem voru haldin augnyrju (trachoma) (1). Þegar foreldrar þessara barna voru athuguð, kom í ljós, að faðirinn hafði oft þvagrásarbólgu, en móðirin einkennalausa sýkingu í leghálsi. Það má öruggt teljast, að Lindner hafi verið að lýsa augnsýkingu af völdum Chlamydia trachomatis. Álitið er að enginn annar flokkur sýkla sé eins útbreiddur í náttúrunni og Klamydíur (1). Klamydíur eru sérhæfðar Gram-neikvæðar bakteríur, sem skortir hæfileika til að mynda háorkusambönd. Þær þurfa því hýsil, frumu, til að geta fjölgað sér (1). Tveir flokkar þeirra valda sjúkdómum í mönnum, Chlamydia psittaci, sem einnig sýkir fugla og ýmis spendýr, og Chlamydia trachomatis, sem aðeins sýkir menn. Á síðari árum hefur orðið Ijóst, að Chlamydia trachomatis er ein algengasta orsök kynsjúkdóma á Vesturlöndum (2). Athuganir á tíðni Klamydíusýkinga á íslandi hafa til þessa fyrst og fremst beinst að áhættuhópum. Ljóst er að meðal sjúklinga, sem leita til kynsjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og hjá konum með salpingitis eru tvöfalt til þrefalt fleiri með Klamydíu en með lekanda (2, 3). Til að auka þekkingu og skilning á sýkingum af völdum Neisseria gonorrhoeae og Clamydia trachomatis meðal barnshafandi kvenna hér á landi var byrjað í nóvember 1983 að taka sýni til ræktunar fyrir þessum bakteríum hjá öllum konum sem komu í fyrstu skoðun á göngudeild Kvennadeildar Landspitalans og voru á fyrri helmingi meðgöngu. Til að meta árangur þessarar kembirannsóknar og leita að áhættuhópum, voru athugaðar niðurstöður ræktana á rúmlega eins árs tímabili.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.