Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 42
140 LÆKNABLAÐIÐ Konny K. Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri. Rósa Jóhannsdóttir vinnur í sumarafleysingum sem aðstoðarmaður á rannsóknastofu. ÞJÓNUSTA HEILSUGÆSLUSTÖÐVARINNAR Auk almennrar læknisþjónustu er skipulögð vaktþjónusta fyrir heilsugæsluumdæmið frá klukkan 5 síðdegis er stöðin lokar. Lögreglan á Akureyri hefur tekið að sér að vísa á vakthafandi lækna og hefur vaktlista undir höndum. Slökkviliðið sér um sjúkraflutninga en heilsugæslulækna dreymir um sérstakan vaktbíl með síma. Áður var vaktin tvískipt, annars vegar fyrir sveitina, hins vegar fyrir bæinn, en nú er sameiginleg vakt og annar læknir á bakvakt. Hjálmar sagði áhuga fyrir að lengja opnunartíma Heilsugæslustöðvarinnar, þannig að vaktin yrði staðsett á stöðinni fram til klukkan 9 eða 10 á kvöldin. Nýlega var tekin í notkun aðgerða- og skiptistofa og er hægt að framkvæma þar smáaðgerðir, skipta á sárum og gera að minniháttar meiðslum. Öll meiriháttar slys fara áfram á slysamóttöku sjúkrahússins. Á rannsóknastofu Heilsugæslustöðvarinnar eru framkvæmdar almennar blóð- og þvagrannsóknir og ennfremur tekin sýni sem síðan eru send til rannsóknar á Fjórðungssjúkrahúsið eða til Reykjavíkur. Hjartalínurit eru tekin á stöðinni. Ungbarnaeftirlit og mæðravernd eru á vegum stöðvarinnar. Tveir barnalæknar eru á eyktasamningi hjá Heilsugæslustöðinni og annast þeir ungbarnaeftirlitið ásamt heilsugæslulæknum. Svipað fyrirkomulag mun verða á mæðravernd. Ungbarnaeftirlit og mæðravernd eru til húsa í leiguhúsnæði yfir Akureyrar Apóteki og tilfinnanlega skortir fjármagn til að innrétta húsnæðið sem ætlað er til þessarar starfsemi. Heilsuvernd í skólum er á vegum stöðvarinnar og hefur verið lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingar séu staðsettir í viðkomandi skólum. Heimahjúkrun er viðamikið starf sem sinnt er frá stöðinni. Árið 1985 voru vitjanir alls um átta þúsund. Heilsugæslustöðin annast læknisþjónustu á Dvalarheimilinu Hlíð og í Skjaldarvík, að öðru leyti en því að sjúklingum á hjúkrunardeild í Hlíð er sinnt af læknum lyfj adeildar Fjórðungssj úkrahússins. Krabbameinsleit er á vegum stöðvarinnar, en vegna þrengsla fer hún fram annars staðar í bænum. Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar og einnig er berklaeftirliti sinnt frá stöðinni, að öðru leyti hefur skipulögðu vinnustaðaeftirliti ekki verið komið á fót enn sem komið er. Að auki hefur Heilsugæslustöðin samstarf við Heyrnar- og talmeinastöð íslands og tekur niður tímapantanir fyrir þá sem þurfa á slikri þjónustu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.