Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 8
116 LÆKNABLAÐIÐ Eitt hundrað áttatíu og tveir reyndust vera með höfuðkúpubrot og 75 með innkýld brot, samtals 257 (60*70), en 421 í heildarkönnuninni (29% af 1.435). Þetta háa hlutfall á gjörgæsludeild talar ef til vill sínu máli um þýðingu röntgenmynda af höfði, en á það hefur verið bent áður en þótt umdeilanlegt, sérstaklega af röntgenlæknum. í 86 tilfellum var um að ræða heilahristing eingöngu og í 123 tilfellum brot með eða án heilahristings, samtals 209. í 82 tilfellum voru meiri háttar heilaáverkar án brots og í 134 tilfellum samfara broti, samtals 216. Af 421 sjúklingi með brot (af 1.435) voru 257 (60%) lagðir inn á gjörgæsludeild og 134 þeirra (32% af 421) reyndust hafa meiri háttar heilaáverka. Meiri háttar heilaáverkum var skipt í sex flokka, þ.e. utanbastsblæðingu, bráða innanbastsblæðingu, blæðingu inn í heilavef og/eða heilamar, útbreitt heilamar (diffuse brain injury), hægbráða innanbastsblæðingu og hægfara innanbastsblæðingu (12-14). Aðgerðafjöldi á höfði var frá 19-38 á ári, flestar aðgerðir árið 1976, en að meðaltali 28 á ári. Ekki varð vart við marktæka fjölgun aðgerða á þessum árum. Eins og nærri má geta voru flestar aðgerðir á höfði eftir fall (53%) og umferðarslys (40%) og sama er að segja um öndunaraðstoð (intubation). Flest skotsár þörfnuðust aðgerðar. »Aðrar aðgerðir« voru fjórum sinnum algengari eftir umferðarslys en fall. Um það bil 7% sjúklinga eftir fall og 25% sjúklinga eftir umferðarslys þurftu á »öðrum aðgerðum« að halda, tafla V. Ekki var eða er óalgengt að sami sjúklingurinn gangist undir fleiri skurðaðgerðir en eina á höfði, sem og annars staðar, með mislöngu millibili. Í þeim tilfellum, þar sem um marga alvarlega áverka er að ræða, tekur hver sérfræðingurinn við af öðrum og þannig er kannski unnið alla nóttina eða daginn. Getur aðgerðartími á skurðstofu þá orðið æði margar klukkustundir. Einnig kemur fyrir að tvær aðgerðir eru gerðar á sjúklingnum samtímis. Blæðing í heila og/ eða heilamar reyndist langstærsti hópurinn. Þarnæst kom bráð innanbastsblæðing. Utanbastsblæðing var óalgengust, en aðrir hópar nokkuð jafnir. Athyglisvert er að bera saman orsakir og áverka. Tveir algengustu áverkarnir skiptust nokkuð jafnt milli falls og umferðarslysa. Þess ber þó að geta, að í heild er fall miklu algengari orsök, en sem sagt ekki eins hættuleg. Útbreitt heilamar er áberandi langoftast eftir umferðarslys. Þetta er í samræmi við það sem áður er vitað og kennt um hinum mikla hraða í umferðarslysum. Aðrir áverkar voru tíðastir eftir fall. Meðferð. Meðferð beinist til að byrja með fyrst og fremst að öndunarvegum og blóðþrýstingi. Strax og það er komið í gott horf eru framkvæmdar nauðsynlegar rannsóknir og síðan aðgerð ef þurfa þykir. Kappkostað er að halda niðri þrýstingi i höfði og þrýstingsmælir notaður til að fylgjast með árangri meðferðar (15, 16). Gerðar voru samtals 287 aðgerðir á 209 sjúklingum, þar af 221 á höfði hjá 183 sjúklingum (43% af 425 eða 13% af 1.435). Þá voru og gerðar aðgerðir annars staðar en á höfðinu í allmörgum tilfellum. Auk þessa þurftu 29 sjúklingar til viðbótar á meiri háttar öndunaraðstoð að halda (intubation, artificial respiration), án þess að þeir færu í aðgerð, tafla IV. Table IV. Serious head injuries. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. Number of patients undergoing operation and number of operations. Site of operation Number of patients Number of operations Head only 167 200 Head and other sites 16 53*) Other sites only 26 34 Total 209 287 *) Head: 21 and other sites: 32 operations. Table V. Serious head injuries. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland, 1973-1980. By causes and operations. Intubation & artifídal Operations Other respiration Causes on head operations only All Falls........... 81 11 5 153 Traffic accidents... 74 46 20 184 Accidental blows...... 22 3 1 24 Assaults...... 9 - - 12 Sport............ 4 - - 6 Gunshots .... 9 3 3 13 Riding........ 4 2 - 14 Others........ 18 1 - 19 Total 221 66 29 425

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.