Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 189-95 189 Oddur Fjalldal, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Þórarinn Sveinsson KAPOSISARKMEIN Á ÍSLANDI 1983 TIL 1986 ÚTDRÁTTUR Þessi grein fjallar um rannsókn á tólf íslenzkum sjúklingum, sem greindust með Kaposisarkmein (KS) hérlendis frá því í nóvember 1983 þar til í október 1986. Rannsóknin byggir á innsendum vefjasýnum til Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg á tilgreindu tímabili. Ný tilfelli af KS voru tíu á þessum þremur árum, sem gefur nýgengið 1,38 á 100.000 íbúa á ári. Faraldsfræðilega var um tvo hópa að ræða, klassískt KS (42%) og KS samfara ónæmisbælandi barksterameðferð (58%). Kynhlutfall, meðalaldur og vefjafræðilegt stig sjúkdómsins (blettur, þykkildi eða hnúður) voru ekki hin sömu hjá þessum hópum. í öllum tilvikum var sjúkdómurinn hægfara og bundinn við húð, oftast á fótum. Níu sjúklinganna höfðu verið með fótabjúg áður en KS kom fram. Oftast var beitt geislameðferð, en einnig lyfjameðferð eða skurðaðgerð. Barksteraskammtar voru minnkaðir, þar sem það átti við. Árangur meðferðar var góður. Þrír sjúklinganna (25%) höfðu fengið önnur illkynja æxli, samtímis eða áður en KS greindist. Vakin er athygli á því, að KS geti verið fylgikvilli við barksterameðferð og að sérstaklega þurfi að leita að Kaposisarkmeini hjá áhættuhópum. Sett er fram sú hugmynd að barksterar séu ekki óháður orsakaþáttur heldur flýti fyrir myndun KS hjá áhættuhópum. INNGANGUR Árið 1872 lýsti ungverski læknirinn, Moricz Kaposi, sjúkdómi, sem hann kallaði »Idiopathisches multiples Pigmentsarkom der Haut« (1). Kaposi sagði frá fimm sjúklingum, sem hann hafði skoðað á húðsjúkdómadeild i Vín í Austurríki. Sjúkdómurinn fannst fljótt í ýmsum öðrum löndum, einkum i Suður-Evrópu, og er nú Frá Vífilsstaðaspítala, Rannsóknastofu Háskólans i meinafræði og krabbameinslækningadeild Landspítalans. Barst 20/01/1987. Samþykk 15/03/1987. oftast nefndur Kaposisarkmein (Kaposi’s sarcoma, KS). Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur með æxlisvexti, sem talinn er af æðaþels- uppruna (endothelial origin) (2). Kaposisarkmein hefur komið fram í fjórum hópum sjúklinga: 1. í þeirri mynd sjúkdómsins, sem kölluð hefur verið klassískt KS, kemur æxlisvöxturinn oftast í ljós sem rauðfjólubláir blettir, þykkildi eða hnútar í húð á fótum hjá eldra fólki, einkum karlmönnum. Æxlisvöxtur getur einnig komið fram í öðrum liffærum, svo sem í meltingarvegi og eitlum, en það er þó ekki algengt í klassísku KS. Bein orsök sjúkdómsins er óþekkt, en ýmsir möguleikar hafa verið tilnefndir, svo sem veirusýking og áunnir gallar i ónæmiskerfi, en almennt er talið að orsakir séu margþættar (3). Erfðir virðast skipta máli, því að rannsóknir sýna tengsl við ákveðna HLA-vefjaflokka (4) og að sjúkdómurinn er algengari hjá fólki af gyðingaættum og fólki af ítölskum uppruna (4). Klassískt KS er hægfara sjúkdómur og svarar vel geislameðferð, en er þó stundum banvænn (5). Þekkt er að annar illkynja sjúkdómur greinist hjá sjúklingum með KS, oftast illkynja æxli upprunnin í eitil- eða blóðvefjakerfi (6). 2. Á árunum 1934-1961 var lýst öðru formi þessa sjúkdóms, sem er landlægt (endemic) og hlutfallslega algengt sem illkynja æxli meðal svertingja á vissum svæðum í Afríku sunnan Sahara (7). Ýmist er um að ræða staðbundið, hægfara æxli svipað klassísku KS, eða hraðvaxandi, illkynja æxli með útbreiðslu til eitla og annarra líffæra. í Afríku leggst KS á yngra fólk en annars staðar, einnig börn (7). 3. í nokkur ár hefur verið ljóst að tengsl eru á milli ónæmisbælingar og Kaposisarkmeins. KS hefur verið lýst hjá sjúklingum, sem fengið hafa ónæmisbælandi lyfjameðferð við nýrnaígræðslu (8), en einnig við langvarandi sjúkdóma, svo sem illkynja eitilæxli (9), astma (10) og ýmsa sjúkdóma af sjálfnæmisuppruna (9).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.