Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 7

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 191 NIÐURSTÖÐUR Kaposisarkmein var greint með vefjarannsókn í nítján vefjasýnum frá tólf sjúklingum á íslandi á tímabilinu sem þessi rannsókn nær yfir. Sjúklingarnir voru tveir árið 1984, fimm árið 1985 og fimm árið 1986. Tveir sjúklinganna höfðu verið greindir fyrir þetta tímabil, þannig að ný tilfelli af Kaposisarkmeini voru 10 á þessum þremur árum. Nýgengi Kaposisarkmeins á íslandi er því 1,38 tilfelli á 100.000 íbúa á ári þessi þrjú ár. Sjúkdómurinn var hægfara og virtist bundinn við húð í öllum tilvikum. KS kom fyrst fram á fótum hjá ellefu sjúklingum, ýmist öðrum (fimm sjúklingar) eða báðum (sex sjúklingar) og í einu tilviki fannst sjúkdómurinn eingöngu í húð á nefi. Ein kona hafði KS á fæti og í augnloki samtímis. í klínískum lýsingum á sjúkdómsteiknum var oftast talað um ljósrauðar, blárauðar eða svarbláar litarbreytingar og þykkildi (infiltrate) eða fyrirferðaraukningar (tumor) í húð (myndir 1-4). Oftast hafði sjúklingurinn engin óþægindi haft af húðbreytingunum, en stundum var lýst sári. Erfitt var að afla nákvæmra upplýsinga um það, hve lengi þær höfðu verið til staðar áður en sjúkdómurinn var greindur, en ljóst er, að það var allt frá fáum vikum upp í fjögur ár. Níu sjúklinganna höfðu verið með bjúg á fótum áður en KS kom í ljós, sumir árum saman, en ekki fengust fullnægjandi upplýsingar um ástæður fyrir fótabjúg. Allir sjúklingarnir voru íslendingar, enginn var nýrnaþegi og enginn þeirra var með eyðni, svo vitað væri. Við vefjarannsókn okkar kom í ljós, að bletts- stigið (mynd 5) fannst í fjórum sýnum (3 sjúklingar), þykkildis-stigið (mynd 6) í átta (8 Mynd 1. KS utan á fceti á 78 ára karlmanni með fjögurra ára sögu um bjúg áfótum. Vefjarannsókn sýndi hnúðs-stig. Mynd 2. KS innan á fæti, sami maður og á mynd 1. Vefjarannsókn sýndi þykkildis-stig. Mynd 3. KS á rist hjá 76 ára karlmanni, sem hafði fengið barkstera í um það bil sex ár vegna slagœðabólgu. Mynd 4. KS húðbreytingar, sem komu áfótlegg á sama manni og á mynd 3, nœrri fimm árum eftir geislameðferð á rist.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.