Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 193 kyn er að finna í töflu I. Þar sést að sjö sjúklingar (58%) höfðu fengið barkstera áður en einkenni um KS komu fram. í töflu II er greint frá aldri þeirra sjúklinga, sem fengið höfðu barksterameðferð, skammtastærð, þeim langvarandi sjúkdómum, sem leitt höfðu til steragjafar, og tímalengd þeirrar meðferðar. Berklar endurmögnuðust hjá einum þessara sjúklinga um það bil einum mánuði áður en KS var greint, og var þá gefin meðferð með ísoníazíð og rífampísín. Síðarnefnda lyfið er þekkt að því að geta valdið ónæmisbælingu. Ein kona hafði fengið geisla- og lyfjameðferð vegna krabbameins auk barkstera um langan tíma. Við leit að upplýsingum um önnur illkynja æxli kom í Ijós, að ein kona hafði fengið krabbamein í brjóst fjórum árum áður, einn karlmaður hafði verið með krabbamein í blöðruhálskirtli (occult adenocarcinoma) þremur árum áður og einn karlmaður var með flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma) í húð í andliti samtímis KS. Einn sjúklingur reyndist hafa góðkynja æxli Tafla I. Fjöldi, aldursbii, meðalaldur og kyn tóif íslenzkra sjúklinga með Kaposisarkmein, skipt í klassískt KS og KS í tengslum við barksteragjöf. Fjöldi Aldursbil Meðalaldur Karlar Konur Klassískt KS.. KS eftir . 5 74-82 ára 78,1 ár 4 í barksteragjöf. . 7 53-81 árs 71,6 ár 3 4 Samtals 12 53-82 ára 74,3 ár 7 5 (adenoma villosum) í neðri hluta ristils átta mánuðum eftir að KS greindist. Meðferð við KS fólst í staðbundinni geislun, brottnámi með skurðaðgerð eða lyfjameðferð. Árangur meðferðar var metinn með klínískri skoðun á húðbreytingunum. Átta sjúklingar fengu geislameðferð við KS og svörun við henni var góð. í öllum tilfellum stöðvaðist útbreiðsla húðbreytinganna, þær hjöðnuðu og lýstust upp. í tveimur tilfellum hurfu þær nær alveg. í einu tilviki kom KS þó fram á fótleggjum eftir geislameðferð við KS á ristum, sem bar góðan árangur nærri fimm árum áður. Tveir sjúklingar fengu lyfjameðferð (vínblastín), en svörun við henni var nær engin og var þá beitt geislameðferð. Húðbreytingar minnkuðu hjá tveimur sjúklingum þegar dregið var úr barksterameðferð vegna annars sjúkdóms, en annar þoldi ekki skammtaminnkun vegna fyrri sjúkdóms, og hinn fékk aukningu á æxlisvexti nokkrum mánuðum síðar. f báðum tilvikum var þá gefin geislameðferð. Skurðaðgerð var eingöngu beitt hjá einum sjúklingi með staðbundinn æxlisvöxt á hnúðs-stigi á nefi. Æxlisvöxtur kom þrívegis aftur fram á sama stað á næstu átta árum, en hefur nú ekki sést í tólf mánuði. Einn sjúklingur, sem einnig var með KS á fæti, var með afmarkaðan æxlisvöxt á hnúðs-stigi í augnloki. Hann var fjarlægður með skurðaðgerð og hefur ekki komið aftur tólf mánuðum síðar. Einn sjúklingur, sem í fyrstu var með afmarkað KS á hnúðs-stigi á fæti, fékk mjög Tafla 11. Sjúklingar sem fengu barksterameðferð áður en KS greindist. Aldur Tegund lyfs og dagskammtur Ástæöa barkstera- gjafar Tímalengd barksteragjafar 80 K .. 5-30 mg berkjubólga lungnaþemba 2 mán.* 53 M.. 5-30 mg lungnaþemba 5 mán. 81 K .. 5-20 mg polymyalgia rheumatica 13 mán. 73 K ., 5-30 mg lungnaþemba 42 mán. 76 M. . 5 mg arterítis temporalis u.þ.b. 72 mán. 59 M. 5 mg berkjuastma 114 mán. 79 K .. 5-30 mg berkjuastma 156 mán. Allir fengu samfellda meðferð, venjulega lægsta skammtinn, en hærriskammtinn i kúrum. Að auki fengu lungnasjúklingarnir steralyf (beklómetasón) i úðaformi langtimum saman. *) Þessi hafði nú tekið stera i tvo mánuði samfellt, en þar á undan í kúrum i fjögur ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.