Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 15

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 199 Röntgenmynd af brjóstholi sýndi áberandi breikkun á fallmeginæð. Var þetta staðfest með æðamyndatöku. Vegna aldurs og ástands var hann ekki talinn hæfur í skurðaðgerð. Fékk hann lyf til að lækka blóðþrýsting. Útskrifaðist hann af spítalanum við góða líðan um tveimur mánuðum eftir innlögn. í legunni gekkst hann undir magaspeglun vegna óþæginda frá kviðarholi og greindist þá magasár. Lá hann aftur á Landakotsspítala ári síðar vegna sortuhægða og reyndist þá aftur vera með magasár. Blóðþrýstingur mældist þá innan eðlilegra marka 140/80 mm Hg. Lá hann einnig á Landakotsspítala tveimur árum síðar vegna hita af óþekktum uppruna og bakverkja. Ekki fundust skýringar á hitahækkuninni. Blóðþrýstingur mældist þá 170/130 mm Hg. í báðum þessum legum reyndist klofagúlpurinn vera óbreyttur frá 1974. Hann andaðist fjórum árum eftir greiningu af völdum blæðandi magasárs. 3) 1977. Bráðainnlögn 67 ára gamallar konu vegna brjóstverkja. Hafði haft verki í um 12 klukkustundir. Lágu þeir fyrir miðju brjósti og leiddu út í báða handleggi og axlir. Hún hafði haft lungnaberkla, skeifugarnarsár að minnsta kosti tvívegis, háþrýsting, hjartaöng og hjartabilun. Hún hafði verið skorin upp 1974 vegna langvarandi nýrnabólgu og var þá hægra nýra tekið. Við komu mældist blóðþrýstingur 100/60 mm Hg. Við skoðun reyndist hjartað vera stækkað og konan var mjög veikindaleg. Mjög veikur æðasláttur fannst í höndum og fótum. Hjartalínurit sýndi vinstri öxul. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi mjög mikla breikkun á allri brjóstmeginæð samanber mynd 2. Var konan ekki talin hæf í skurðaðgerð. Fékk hún lyfjameðferð og útskrifaðist um þremur vikum eftir innlögn. 2. mynd. 67 ára gömul kona. Myndin er tekin við innlögn og sýnir gífurlega breikkun á allri brjóstmeginceð. Hún andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík innan árs frá greiningu. Hafði hún verið lögð inn vegna brjóstverkja og fór í lost stuttu eftir komu. Við krufningu kom í ljós klofagúlpur á meginæð, sem ekki er nánar lýst, en dánarorsök var óljós. 4) 1978. Karlmaður 25 ára. í þrjá daga hafði hann haft verki í höfði, hálsi og hægra megin í baki. Þessu fylgdu ógleði og uppköst. Hann hafði tvisvar verið skorinn upp vegna kviðslits bg ætíð verið fremur heilsuveill. Við komu var hann mjög þjáður af verkjum. Þreifieymsli voru í hægri síðu og vart varð vaxandi þenslu á kvið. Útlit mannsins samrýmdist vel Marfanssjúkdómi. Hann var hávaxinn, stórskorinn og með langa útlimi. Handar- og ristarbein voru afiöguð og hann hafði fuglsbrjóst (pectus carinatum). Andlitslag var mjög sérkennilegt. Blóðþrýstingur mældist 150/90 mm Hg. Röntgenrannsóknir leiddu í ljós merki um lömun í mjógirni og gekkst hann undir bráða skurðaðgerð. Kom þá í ljós lokun á hengisslagæðum og drep sást í görnum. Var hluti smágirnis og ristils núminn á brott. Hann andaðist um einum sólarhring eftir aðgerðina. Við krufningu kom í ljós stór klofagúlpur á meginæð með upptök í rismeginæð. Blóðþurrðarbreytingar sáust í vélindi, maga, mjógirni, gallblöðru og milti. Einnig voru merki um bráða lífhimnubólgu. Auk þess leiddi krufningin í ljós krabbamein í hægra nýra (adenocarcinoma) og drep í lifrarfrumum. 5) 1979. Karlmaður, 48 ára, lagður inn vegna bakverkja undanfarandi fjórar til fimm vikur. Lágu þeir aðallega í brjósthryggnum, en leiddu út í báðar axlir og fram í kvið. Þessu fylgdu höfuðverkur, ógleði og almennt máttleysi. Vitað var um háþrýsting hjá honum og foreldrum hans. Við komu mældist blóðþrýstingur 220/140 mm Hg. Yfir framanverðu brjóstholi og aftur á baki heyrðist útstreymishljóð. Einnig heyrðist fjórði hjartatónn (S4). Hátt óhljóð heyrðist yfir hægri nýrnaæð og hægri lærslagæð. Æðasláttur í útlimum var eðlilegur við þreifingu. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi breikkun á brjóstmeginæð. Æðamyndataka sýndi klofagúlp á meginæð, sem átti upptök við vinstri viðbeinsslagæð og náði niður í kviðarholsmeginæð, sjá myndir 3 og 4. Sjúklingur var sendur til aðgerðar á Mayo-Clinic í Bandaríkjunum stuttu eftir greininguna. Tókst sú aðgerð vel og var gangur eftir aðgerðina eðlilegur. Rannsóknir leiddu ekki í Ijós orsök fyrir háþrýstingnum. 6) 1980. Karlmaður, 47 ára sjómaður, lagður inn í skyndi vegna blóðugra uppkasta og kviðverkja. Hafði haft skeifugarnarsár, sem greint var 1969 og háþrýsting, sem greindist sama ár. Hann var að lyfta þungum hlut er hann fékk mikinn hnykk á líkamann. Byrjuðu þá skyndilega miklir verkir í kvið og brjóstholi. Þessu fylgdu almennur slappleiki og vanlíðan. Um kvöldið hófust blóðug uppköst.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.