Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 16

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 16
200 LÆKNABLAÐIÐ Sjúklingur var sendur til aðgerðar á Mayo-Clinic í Bandaríkjunum og gekk sú aðgerð vel. Hann lá aftur á Landakotsspítala fimm árum eftir greiningu vegna verkja í hægri síðu, sem komu í köstum og leiddu fram í kvið. í þeirri legu mældist blóðþrýstingur 130/80 mm Hg og skoðun leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Ekkert kom í ljós við rannsóknir, sem talið var geta skýrt þessa verki. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi víða hlykkjótta meginæð. Ómskoðun sýndi þykknun og breytingar inni í æðinni, sem taldar voru eðlilegar eftir aðgerðina. Hann var útskrifaður á óbreyttri meðferð. 7) 1982. Kona, 55 ára, sem lögð var inn vegna skyndilegra brjóstverkja. Áttu þeir upptök sín hægra megin í brjóstholi og leiddu út í hægri handlegg og aftur í bak. Skömmu eftir að verkirnir byrjuðu missti hún meðvitund í nokkrar mínútur. Hún hafði í 22 ár haft háþrýsting. Einnig hjartaöng í nokkur ár og mígreni frá 16 ára aldri. Við komu mældist blóðþrýstingur 200/120 mm Hg og við hjartahlustun heyrðist fjórði hjartatónn (S4). Eðlilegur æðasláttur fannst í útlimum. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi breikkun á rismeginæð eins og sjá má á mynd 5. Sjúklingur fékk lyf til að lækka blóðþrýsting. Þrátt fyrir það var hún áfram með brjóstverki. Var hún einnig með töluverð óþægindi frá kviðarholi. Leitað var álits sérfræðinga í Bandaríkjunum (Cleveland Clinic) varðandi hugsanlega aðgerð. Voru þeim m.a. sendar röntgenmyndir til umsagnar, sjá mynd 6. Að þeirra dómi lék ekki vafi á því, að um var að ræða kiofagúlp á meginæð og töldu þeir aðgerð æskilega. Á röntgenmynd, sem tekin var í mars 1983, sást að breikkunin á æðinni hafði töluvert gengið tilbaka frá fyrri röntgenmyndum. 5. mynd. 55 ára kona. Myndin er tekin við innlögn í desember 1982 og sýnir breikkun á rismeginœð. Við komu var hann með verki efst í kviðarholi, sem leiddu út í báðar síður. Við hlustun heyrist hátt IV. hjartahljóð (S4) og hækkaður ósæðarhluti (A2) II. hjartahljóðs en hvort tveggja er algengt við háþrýsting. Blóðþrýstingur mældist 210/120 mm Hg. í augnbotnum sáust breytingar KW II. Væg þreifieymsli voru undir bringspölum hægra megin. Hjartað virtist stækkað. Hjartalínurit sýndi merki um stækkun á hægri slegli og álagsbreytingar. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi breikkun á fallmeginæð. Teknar voru myndir af meginæð og nýrnaæðum með þræðingum. Leiddi sú rannsókn í ljós klofagúlp, sem náði frá vinstri viðbeinsslagæð og niður að nýrnaæðum. 4. mynd. 48 ára karlmaður. Myndin sýnir vel upptök klofagúlpsins handan við vinstri viðbeinsslagœð og hve hann er víður. 3. mynd. 48 ára karlmaður. fallmeginœð. Myndin sýnir breikkun á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.