Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 24

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 24
208 LÆKNABLAÐIÐ eða leka á miðsvæði með skyndilegu sjóntapi og oftast missi lessjónar. Síðar myndast á þessu svæði bandvefsberði. Sjónskerðing af völdum blotarýrnunar er yfirleitt meiri en af völdum þurrarrýrnunar. Þurrarýrnun finnst fremur hjá yngri einstaklingum en blotarýrnun. í sumum tilvikum myndast nýjar æðar síðar hjá einstaklingum með þurrarýrnun. Sextíu og tveir einstaklingar höfðu ellirýrnun í miðgróf sjónu annars eða beggja augna og voru engir þeirra yngri en 53ja ára, en tegundir, kyn- og aldursskipting sést á töflu IV. Algengi ellirýrnunar í miðgróf sjónu eykst með hækkandi aldri (x2= 168, dM, P< 0,001), en ekki finnst tölfræðilega marktækur munur á algengi hjá körlum og konum. Blotarýrnun höfðu fimm karlar og 10 konur. Kynskipting var svipuð í öllum aldurshópum nema þeim elsta (mynd 3), en í honum voru sex konur og einn karl. Ef 73ja ára og eldri eru skoðaðir sérstaklega, þá reynast 21,9% íbúa í þeim aldursflokki hafa þurrarýrnun, en blotarýrnun 7,5%. Enginn yngri en 53ja ára hefur ellirýrnun í miðgróf sjónu. Sjúklingar með fleiri en einn sjúkdóm: Af 62 einstaklingum með ellirýrnun í miðgróf sjónu eru 48 einnig með drer eða 77,4% og í elsta aldurshópnum eru allir með ellirýrnun einnig með drer. Af öllum sjúklingum 63ja-82ja ára með ellirýrnun í miðgróf sjónu, eru 8% einnig með gláku. Allir 83ja ára og eldri með ellirýrnun eru einnig með drer og 23,8% þeirra einnig með hægfara gláku og því alla þá þrjá sjúkdóma, sem oftast valda blindu í þessum aldurshópi. í hópnum 63ja-82ja ára hafa auk heldur fjórir sjúklingar sjónuskemmdir vegna sykursýki, auk ellirýrnunar í miðgróf sjónu, en hjá engum þeirra er talið vera um sjónskerðingu vegna þessa að ræða. Mynd 4 sýnir lágmarksalgengi þriggja alvarlegustu augnsjúkdómanna í hinum ýmsu aldurshópum. Frequency ■ Ex Mac Deg (M) n = 5 Age groups in years Fig. 3. Prevalence of age related macular degeneration by type, age and sex. Minumum per cent prevalence. Frequency •- Prev of Cat. (M + F) n = 184 Age groups in years Fig. 4. Prevalence of the three most common potentially blinding diseases by age. Minumum per cent prevalence. Sykursýki. Fimmtán einstaklingar voru á lyfjameðferð vegna sykursýki, allir með insúlín óháða sykursýki, ellefu konur og fjórir karlar, eða 2% skoðaðra, en í könnun Guðmundar Björnssonar í Borgarneslækhisumdæmi (8) voru sex einstaklingar eldri en 40 ára með sykursýki, fjórar konur og tveir karlar, eða 0,7% skoðaðra, Table IV. Prevalence of macular degeneration by type, age and sex. Populalion Atrophic Exudative Pcrcentagcs -------------------------------------------------------------------------------------------------affected Age M F M + F M F M + F M__________F_________M + F__________combined 43-52 ........... 139 128 267 0 0 0 0 0 0 (0) 53-62 ........... 136 126 262 2 1 3 0 0 0 (1.1) 63-72 ........... 128 108 236 3 6 9 2 1 3 (5.1) 73-82 ............ 60 57 117 11 10 21 2 3 5 (22.2) 2; 83 ............ 17 26 43 8 6 14 1 6 7 (48.8) Total 480 445 925 24 23 47 5 10 15 (6.7)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.